Stjörnulífið

Stjörnulífið

Fréttir af því helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að deila á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Fréttamynd

Stjörnulífið: Löng helgi, hátíðarsýning og tón­leikar

Helgin var löng og virðast flestir hafa gripið tækifærið til þess að gera eitthvað skemmtilegt. Stjörnur landsins skinu skært eins og þeim einum er lagið hvort sem það var á hátíðarsýningu kvikmyndarinnar Snerting, tónleikum Mínuss og XXX Rottweilerhunda eða á ferðalögum erlendis.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Mér fannst mæðradagurinn alltaf triggerandi“

Stjörnur landsins nutu liðinnar viku eins og þeim einum er lagið. Mæðradagurinn var í gær og sendu fjölmargir Íslendingar fallegar kveðjur á mæður í lífi þeirra í tilefni dagsins. Fjölmargir sóttu tónleika hljómsveitarinnar GusGus í Hörpu um helgina, þar sem stiginn var trylltur dans.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Allt á út­opnu í sólinni

Sumarið er formlega gengið í garð og nutu stjörnur landsins veðurblíðunnar í vikunni eins og þeim einum er lagið. Menningarlífið iðaði á HönnunarMars þar sem fjöldi fólks kynnti sér íslenska hönnun víða um höfuðborgina.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Blót, bónda­dagur og börn

Stjörnur landsins dönsuðu sig í gegnum síðustu helgi janúarmánaðar og fer þessi langi mánuður senn að líða undir lok, mörgum til mikillar ánægju. Þorrablót, tónleikar, afmælisveislur og fleira fjör einkenndi helgina. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Stjörnum prýtt Gossip Girl af­mæli á Geysi

Elín Svafa Thoroddsen eigandi glæsihótelsins Geysis fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt liðna helgi á hótelinu í Haukadal. Helstu áhrifavaldar landsins voru meðal gesta auk þekktra tónlistarmanna. Þema veislunnar var í anda Gossip Girl þáttanna.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Síðasta ár má fokka sér fjandans til“

Stjörnur landsins virðast koma sér hægt og rólega af stað inn í nýja árið. Heilsusamleg markmið, ræktarmyndir og þakklætispistlar þar sem farið er yfir liðið ár eru áberandi á samfélagsmiðlum þessa dagana. Þó eru sumir sem vilja gleyma árinu 2023. Það megi „fokka sér fjandans til“.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Jóla­gleði, rauðar varir og IceGuys

Stórafmæli, tónleikar og almennur jólaundirbúningur var áberandi hjá stjörnum landsins í liðinni viku. Stjörnulögfræðingurinn Villi Vill fór út á lífið á Ítalíu með knattspyrnumanninum Alberti Guðmundssyni, Sigga Beinteins og kærastan hennar, Eygló Rós fóru á Kjarval á meðan Logi Bergmann skemmti sér á tónleikum Auðar í Iðnó á laugardagskvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Gellur elska GusGus og Auðunn ást­fanginn

Stjörnur landsins nutu liðinnar viku eins og þeim einum er lagið. Fernir stórtónleikar GusGus fóru fram í Eldborgarsal Hörpu um helgina. Sunneva Einars hlakkar til jólanna og Mari Jaersk óskar þess að Tómas Guðbjartsson taki á móti barni hennar einn daginn.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Tón­leikar, glamúr, óp og skvísulæti

Stjörnur landsins nutu liðinnar viku eins og þeim einum er lagið. Birgitta Líf leyfði óléttubumbunni að skína skært í London, stórsöngkonur landsins komu saman á Tinu Turner heiðurstónleikum í Hörpu og Gummi Kíró skellti sér í sunnudagspelsinn. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Dýrið gengur laust“

Tónlistarhátíðin Airwaves, árshátíðir erlendis og jólaundirbúningur var einkennandi fyrir liðna viku hjá stjörnum landins. Söngdrottning fagnaði áttræðisafmæli með stæl.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Grikk eða tott?

Hrekkjavökugleðin var við völd um helgina og tóku stjörnur landins forskot á sæluna skelltu sér í búninga. Aðrir skemmtu sér á árshátíðum erlendis, héldu afmæli og fögnuðu ástinni, svo fátt eitt sé nefnt. Þá létu sumir pússa sig saman.

Lífið