Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Ólöf Eiríksdóttir, formaður foreldraráðs leikskólans Funaborgar, segir ólíðandi að foreldrar þurfi að hafa leikskólabörn sín heima í einn og hálfan dag í hverri viku. Hún gagnrýnir skipulagða fáliðun leikskólans og kallar eftir betri aðgerðum af hálfu borgarinnar. Innlent 7.1.2026 13:01
Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra Framsóknarflokksins, er sú þriðja sem gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Hún segist standa fyrir breytingar í borginni sem nú sé ákall um. Hún getur hugsað sér að fara í samstarf við alla flokka. Innlent 7.1.2026 11:54
Stefán vill verða varaformaður Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér til að gegna embætti varaformanns flokksins. Kosið verður um forystu flokksins á komandi flokksþingi Framsóknar í næsta mánuði. Innlent 7.1.2026 10:18
Kallar Sóla klónabarnið sitt Almennt virðist ríkja mikil ánægja með áramótaskaupið og eru ráðherrar engin undantekning á því. Inga Sæland formaður Flokks fólksins er hæstánægð með frammistöðu Sóla Hólm sem lék hana og veltir fyrir sér hvort hún geti fengið hann í afleysingarstörf fyrir sig. Lífið 6. janúar 2026 20:02
Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Fjármálaráðherra segir hátt veikindahlutfall opinberra starfsmanna áhyggjuefni og stefnir á að lækka það með aðgerðum. Ný mannauðsáætlun hafi verið kynnt fyrir næstu þrjú ár sem á m.a. að stuðla að festu í stöðugleika og mönnun. Innlent 6. janúar 2026 19:08
Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Hildur Björnsdóttir verður áfram oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum 16. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Innlent 6. janúar 2026 16:43
Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Viðreisn mun í vor bjóða fram lista fyrir sveitarstjórnarkosningar á Akureyri. Það er í fyrsta sinn sem flokkurinn býður fram í sveitarfélaginu. Ákveðið hefur verið að fara í uppstillingu. Í tilkynningu segir að framboðið marki tímamót sé liður í því að efla starf flokksins á landsbyggð. Innlent 6. janúar 2026 15:57
Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu býður sig fram til 3. sætis á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Guðmundur er með duglegri mönnum og hann hefur nú þegar fengið hundruð manna til að skrá sig í flokkinn til að geta kosið í prófkjöri sem fer fram eftir 17 daga. Innlent 6. janúar 2026 14:47
Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að áfram verði unnið að tvíhliða varnarsamningi við Evrópusambandið en segir samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum enn gott þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum og hótanir um innlimun Grænlands. Yfirlýsingar um annað eru að mati ráðherra glannalegar en hún vill ræða málið á vettvangi NATO. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB verði lagt fram á þessu þingi. Innlent 6. janúar 2026 14:29
„Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Allt lítur út fyrir að Hildur Björnsdóttir verði ein í framboði til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Leiðtogaprófkjör var fyrirhugað 24. janúar en nú lítur út fyrir að ekkert verði af því. Innlent 6. janúar 2026 13:09
Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Formaður Flokks fólksins býst við að tilkynnt verði á starfsfundi ríkisstjórnarinnar á föstudag hvaða breytingar verða á ráðherraskipan flokksins. Þá megi búast megi við nýrri reglugerð um strandveiðar í samráðsgátt í dag. Innlent 6. janúar 2026 13:06
Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, ætlar sér aftur fram í næstu sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann segir að tillaga um að setja á stofn uppstillinganefnd verði lögð fyrir félagsfund flokksins á fimmtudag. Verði sú tillaga samþykkt hafi nefndin fram í miðjan febrúar til að stilla upp lista. Innlent 6. janúar 2026 12:53
„Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Allt lítur út fyrir að Hildur Björnsdóttir verði oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor, eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í morgun að hann myndi ekki fara í oddvitaslag við hana. „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir og höfum átt gott samstarf sem oddvitar í Reykjavík. Hann hefur verið öflugur þingmaður Reykvíkinga og það er eðlilegt að margir hafi skorað á hann. En hann hefur nú lýst yfir fullum stuðningi við mig í baráttunni fram undan og það er auðvitað ómetanlegt fyrir mig. Við Sjálfstæðismenn göngum sameinuð til kosninga í vor,“ segir hún. Innlent 6. janúar 2026 12:13
Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, biðlar til Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, að grípa í taumana og stöðva þau áform sem birtast í frumvarpi Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Innlent 6. janúar 2026 11:59
Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Seinna á árinu munu íbúðareigendur aftur geta ráðstafað séreignarsparnaði inn á íbúðarlán segir fjármálaráðherra. Sem stendur býðst íbúðareigendum ekki að nýta sér leiðina en unnið er að frumvarpi í ráðuneytinu. Neytendur 6. janúar 2026 11:45
Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir öðru sæti á lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ragnhildur Alda var í öðru sæti á listanum í síðustu kosningum. Innlent 6. janúar 2026 11:38
Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður lenti í því óláni að slá golfkúlu sem hafnaði í höfði Bjarna Benediktssonar, þá forsætisráðherra þjóðarinnar. Lífið 6. janúar 2026 11:23
Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir það hafa verið mannleg mistök þegar starfsmenn bæjarins tæmdu tvær geymslur í fjölbýlishúsi á Ásbrú og hentu eða gáfu búslóð tveggja íbúa bæjarins. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV í gær en þar var rætt við stjúpmóður konu sem hafði geymt dótið sitt í annarri geymslunni. Innlent 6. janúar 2026 11:23
Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra verður meðal leiðtoga sem sækja fund hins svokallaða bandalags hinna viljugu, það er ríkja sem styðja við varnarbaráttu Úkraínu, í París í Frakklandi í dag. Selenskí Úkraínuforseti sækir einnig fundinn en viðbúið er að það geri líka Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta gagnvart Úkraínu, og Jared Kushner, tengdasonur Trump forseta. Erlent 6. janúar 2026 11:02
Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Samfylkingin varði rúmum 92 milljónum króna í alþingiskosningarnar árið 2024 sem skiluðu flokknum sínum bestu úrslitum í sextán ár. Flokkurinn skuldaði rúmlega 221 milljón króna við lok kosningaársins. Innlent 6. janúar 2026 10:23
„Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur Þór Þórðarson ætlar ekki að bjóða sig fram sem oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann segist munu styðja Hildi Björnsdóttur sem oddvita. Innlent 6. janúar 2026 09:58
Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki í framboð í Reykjavík. Hann vísar í færslu í flokkadrætti innan flokksins sem hafi verið erfiðir. Hann hafi íhugað málið vandlega eftir fjölda áskoranna en ákveðið að fara ekki fram. Hann segir margt benda til þess að Reykvíkingar séu komnir með nóg og það séu mörg sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn hefur í síðustu könnunum mælst sá stærsti í borginni. Innlent 6. janúar 2026 09:08
Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Kjartan Guðmundsson er enn þungt haldinn á spítala í Suður-Afríku. Vinir hans segja hann sýna einhver merki um bata en hann sé enn tengdur bæði öndunarvél og í nýrnaskilun. Þeir hafa safnað rúmum þrettán milljónum fyrir Kjartan og segja söfnun enn opna. Safna þurfi meira svo hægt sé að veita Kjartani stuðning meðan á sjúkrahúsdvöl stendur en einnig í endurhæfingu og þegar hann kemst heim til Íslands. Innlent 6. janúar 2026 08:55
Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Pétur Marteinsson, sem sækist eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að fjölbreytt reynsla sín í gegnum tíðina hafi breytt honum úr hægri frjálshyggjumanni yfir í klassískan jafnaðarmann. Hann vilji meðal annars valdefla unga fólkið, einkum unga karlmenn, og klára „leikskólabyltinguna“ í samstarfi við ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, verði honum falið að leiða Samfylkinguna í borginni. Hann fer þó varlega í að gera kosningaloforð en segist munu láta verkin tala. Innlent 6. janúar 2026 08:32