Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörnum fulltrúum á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Talað tveimur tungum

Afstaða 1: "Mér finnst fáránlegt að fólk sem býr á Íslandi tali ekki íslensku við börnin sín. Íslenska er þjóðtunga á Íslandi. Í öllu falli finnst mér að það ætti ekki að eyða peningum í að kenna börnum annað móðurmál. Það á bara að eyða peningum í að kenna þeim íslensku.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Dýrari strætó, takk

Það er alltaf eins og köld vatnsgusa framan í andlitið þegar maður gengur út á strætóstoppistöð í upphafi sumars og uppgötvar að ferðatíðnin er orðin eins og næturtíðni í mörgum evrópskum höfuðborgum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Reynslusaga úr stórborginni

Ég samþykki deitbeiðnina eftir að hafa njósnað á Facebook og kortlagt sameiginlega vini okkar. Um leið og við göngum inn á veitingastaðinn sé ég þrjá kunningja mína sem forvitnum augum fylgjast laumulega með okkur.

Skoðun
Fréttamynd

Too big to semj

Fólki er illa við að fólk hafi há laun. Fólki er illa við fólk sem truflar sumarfrí annars fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórfrelsi án frelsis

Ökuþórinn opnar augun. Þarna standa læknar og fjölskylda hans. Hann getur lítið hreyft sig. Þetta lítur ekki vel út. Smám saman lærir hann að tjá sig með því að depla augnlokunum. Hann spyr: "M-U-N-É-G-G-E-T-A-G-E-N-G-I-Ð?“

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjávarfang, þúfa, sólarkísill

Seint í desember á síðasta ári var listaverkið Þúfa vígt vestan við gamla hafnarmynnið í Reykjavík, nánar tiltekið við suðausturgafl nýrrar kæligeymslu HB Granda. "Þúfan“ er 8 metra há, þvermál hennar er 26 metrar og hún vegur 5.000 tonn. Efst á henni er lítill fiskhjallur sem er upplýstur á veturna.

Skoðun
Fréttamynd

Nauðsynlegar sameiningar háskóla

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fv. ráðherra, fer yfir sameiningar Háskóla (HÍ) í Fréttablaðinu mánudaginn 5. maí sl. og nefnir þar sameiningu Tækniskólans og Háskólans í Reykjavík og HÍ og Kennaraháskólans. Þá nefnir Þorgerður áhuga menntamálaráðherra á að sameina HÍ og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ)

Skoðun
Fréttamynd

Fjögur ár

Fyrir rúmum fjórum árum sat ég og hringdi í ungt fólk fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Fyrir mann sem hafði staðið í kosningabaráttu í nokkra mánuði og taldi sig hafa kynnt sér hin ýmsustu borgarmál kom það á óvart hvaða spurning það var sem brann helst á hinum ungu kjósendum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aumingja skólastjórinn

Ástandið er ekkert spes. Búið er að stofna Facebook-grúppu til höfuðs einum trúarhóp. Facebook-grúppan er margfalt fjölmennari en trúarhópurinn. Menn dreifa dýrapörtum á lóðir til að lýsa vanþóknun sinni á trúarhópnum. Talsmenn hans fá hótanir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vitleysa leiðrétt

Þröstur Ólafsson ritar grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni „Að vernda vitleysuna, eða…?” Í greininni er því haldið fram að helstu nytjastofnar á Íslandsmiðum hafi verið að eyðast um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Sú fullyrðing stenst enga skoðun og er í raun alger vitleysa

Skoðun
Fréttamynd

Orð hafa mátt

Á svo margan hátt. Að heyra reglulega að maður sé ómögulegur lætur mann að lokum trúa því. Það er hægt að brjóta niður fólk með orðum. Orðin móta manneskjur og framtíð þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Raki, mygla – meinsemd, meðul

Umræðan um vandamál af völdum raka og myglu í húsnæði hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Mannkyninu hefur enn ekki auðnast að vinna bug á þessari meinsemd þrátt fyrir miklar rannsóknir sem farið hafa fram á seinni tímum

Skoðun
Fréttamynd

Ég hvet þig til að kjósa

Skemmtilegri – en nokkuð rólegri kosningabaráttu er að ljúka. Í dag er kjördagur. Umræðan hefur einkennst af því að Reykjavík stendur að mörgu leyti vel. Það hefur verið kærkomin ró yfir stjórn borgarinnar á liðnu kjörtímabili.

Skoðun
Fréttamynd

Góður bær fyrir fjölskyldur

Það er gott að búa í Garðabæ. Það staðfesta fjölmargar þjónustukannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Fjárhagslegur stöðugleiki, góð þjónusta og lágar álögur á íbúa eru á meðal þess sem fólk nefnir í því samhengi.

Skoðun
Fréttamynd

Fallið á gæskuprófinu

Við búum í góðu ríki. Við höfum flest vanist því að búa í góðu ríki og sjáum varla fyrir okkur hvernig hitt ætti að líta út. En því miður geymir sagan dæmi um það þegar ríki verða vond, stundum jafnvel með lýðræðislegum aðferðum. "Auðvitað mun slíkt aldrei gerast hér,“ hugsar fólk.

Fastir pennar
Fréttamynd

Frjálslyndi, val og ábyrgð

Ég er oft spurð hvers vegna ég kjósi að starfa á vettvangi stjórnmálanna. Mörgum þykir þetta undarlegt val og spyrja hvort stjórnmálastarf geti ekki verið þreytandi. Það er gaman að vinna á vettvangi stjórnmálanna.

Skoðun
Fréttamynd

Orðum fylgir ábyrgð

Samfylkingin vill gera alla daga ársins að fjölmenningardögum og bjóða öllum börnum samfélag sem skiptir þeim ekki í fyrsta og annan flokk.

Skoðun
Fréttamynd

Neyðarakstur og þrenging gatna

Meirihluti borgarstjórnar þ.e. Samfylkingin og Björt framtíð, þrengja markvisst að fjölskyldubílnum og er það yfirlýst stefna samkvæmt nýju aðalskipulagi höfuðborgarinnar að breyta umferðarkerfinu og þar með daglegum ferðavenjum íbúa borgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Heimsborg er frjálslynd borg

Allar borgir sem vilja kalla sig heimsborgir eiga sameiginlegt að þar býr alls konar fólk. Borg er ekki einsleitt samfélag eins og víða í sveitum heldur suðupottur ólíkra hópa og viðhorfa. Í blómlegum borgum ríkir eðli máls samkvæmt talsvert umburðarlyndi og frjálslyndi íbúa hverra gagnvart öðrum.

Skoðun
Fréttamynd

Traust fjármálastjórn í Reykjavík

Nýlega bárust þær jákvæðu fréttir að afkoma Reykjavíkurborgar var jákvæð um 8,4 milljarða króna árið 2013. Þetta eru ánægjuleg tíðindi, því ekki er svo langt síðan að rekstrarniðurstaða borgarinnar var neikvæð sem nam 71 milljarði eins og raunin var árið 2008.

Skoðun
Fréttamynd

Uppbygging og verndun

Ráðast á í mikla uppbyggingu og verndaraðgerðir á ferðamannastöðum strax í sumar, en ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að veita ríflega 350 milljóna króna framlag til brýnna verkefna til verndunar á náttúru landsins og öryggissjónarmiða.

Skoðun
Fréttamynd

Fjárfestum í fólki

Ungir karlmenn eru fjölmennastir í hópi þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna samkvæmt nýrri skýrslu Rauða kross Íslands. Sami hópur er líka áberandi í röðum þeirra framhaldsskólanema sem hætta í námi

Skoðun
Fréttamynd

Lengra og betra djamm

Miðbærinn. Árið er 1998. Allir skemmtistaðirnir loka kl. 03.00. Austurstrætið fyllist af fólki niður í grunnskólaaldur. Stemningin er eins og á útihátíð. Öll Lækjargatan bíður eftir leigubíl. Sumir slást. Aðrir eru að leita sér að eftirpartíi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Engin vinna fyrir 8. bekk

Sumarið er komið og brátt styttist í síðasta dag grunnskólastarfs. Líkt og fyrri sumur munu fjórtán ára unglingar á nær öllu höfuðborgarsvæðinu hefja sinn starfsferil þegar þeir mæta til vinnu hjá vinnuskóla síns sveitarfélags.

Skoðun
Fréttamynd

Vistheimt gegn náttúruvá

Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Formennskuáætlun Íslands ber yfirskriftina "Gróska og lífskraftur“ og eru þessi hugtök grunngildin í stærstu formennskuverkefnum okkar.

Skoðun