Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum

Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann.

Innlent
Fréttamynd

Einum erfiðasta vetri Lands­virkjunar loks lokið

Landsvirkjun hefur afnumið allar skerðingar til raforkukaupenda en vatnsstaðan í miðlunarlónum fyrirtækisins fer hratt batnandi. Í ljósi þess hefur Landsvirkjun nú tilkynnt fiskimjölsverksmiðjum og fiskþurrkunum að skerðingar á afhendingu til þeirra séu afturkallaðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Félög Þorsteins Más og Guðbjargar hafa ekki selt neitt í Íslandsbanka

Eignarhaldsfélagið Steinn, sem er í meirihlutaeigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og fjárfestingafélagið Kristinn, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu og rekur meðal annars Ísfélag Vestmannaeyja, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þau keyptu í útboði Bankasýslu ríkisins á ríflega fimmtungshlut í Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar.

Innherji
Fréttamynd

Fall­ein­kunn fyrir­hugaðs fisk­eldis

Ég get ekki á mér setið eftir að hafa lesið ýmis skrif um fiskeldi. Nei, fiskeldi er svo sannarlega engin töfralausn fyrir Seyðisfjörð og alls ekki tækifæri, því það stefnir í hættu atvinnuuppbyggingu íbúanna síðustu áratugina.

Skoðun
Fréttamynd

54 kílóa þorskur til sýnis á Hellissandi

Sjóminjasafnið á Hellissandi er með uppstoppaðan þorsk til sýnis sem vó 54 kíló og mældist 164 sentímetrar á lengd. Þorskurinn þeirra Snæfellinga, sem veiddist í utanverðum Breiðafirði árið 1990, virðist því toppa þorskinn sem skipverjarnir á Bergey VE veiddu við Vestmannaeyjar um helgina, að minnsta kosti í þyngd en kannski ekki í lengd.

Innlent
Fréttamynd

Um hænsa­eldi í loft­belgjum

Í sveitarfélagi nokkru stendur til að setja upp 39 staðbundna loftbelgi af stærstu gerð, alvöru zeppelinför. Tilgangurinn með uppsetningunni er að rækta hænsni á prikum inni í þeim. Lífmassi fiðurfésins er allt að 10.000 tonn og verða tekjur fyrirtækisins sem stendur fyrir framtakinu umtalsverðar enda er fast sótt á leyfisveitingar á landsvísu.

Skoðun
Fréttamynd

Í­búa­lýð­ræði og stór­laxar á Austur­landi

Heil 55% Seyðfirðinga mótmæltu áformum um laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. Sumir kjörnir fulltrúar Múlaþings tjáðu auðmýkt sína gagnvart þeirri virku lýðræðistilraun með því að véfengja að undirritendur væru allir Seyðfirðingar og svo langt var gengið að vara við því að hlusta á mótmælendur, fyrrnefndan hreinan meirihluta, umfram hina.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eru þing­menn Norð­austur­lands?

Fréttir síðustu daga og vikna af laxeldi á Austurlandi eru miður skemmtilegar. Varðandi Stöðvarfjörð eru gróðahyggjumenn að ráðast inn í samfélagið í annað sinn. Kambaröstin var seld ónefndum aðila, sem fór á endanum með allt í burtu. Skipið var síðar selt til Namibíu. Allir vita framhaldið.

Skoðun
Fréttamynd

Rit­stjórinn og í­þrótta­styrkir út­gerðarinnar

Í tilefni af orðum Sigurðar Inga Jóhannessonar formanns framsóknar um „ofurhagnað“ í sjávarútvegi sá ritstjóri Fréttablaðins ástæðu til að hnýta í (sumir myndu segja sparka í ) fyrirtækin á landsbyggðinni sem stutt hafa íþrótta og menningarlíf í sinni heimabyggð.

Skoðun
Fréttamynd

Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði.

Innlent
Fréttamynd

Hyggja á hval­veiðar í sumar

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., hyggur á hvalveiðar í sumar en borgarbúar hafa veitt því eftirtekt að hvalskipið Hvalur 9 er nú í slipp.

Innlent
Fréttamynd

Sauðfjárbóndinn segir snilld að hafa kost á annarri vinnu

Stærstu hús sem sést hafa í Kelduhverfi eru risin á jörðinni Lóni vestast í sveitinni. Þar er fyrirtækið Rifós að byggja upp seiðaeldisstöð sem orðin er stærsti vinnustaður sveitarinnar og veitir meðal annars sauðfjárbændum kærkomna búbót meðfram búskapnum.

Innlent
Fréttamynd

Segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa Dettifossveg lokaðan

Hinn nýi Dettifossvegur nýtist atvinnulífi á Norðausturlandi ekki sem skyldi þar sem hann er ekki mokaður á veturna. Fulltrúi fiskeldisfyrirtækis í Öxarfirði, sem þarf að koma afurðum í skip á Austfjörðum í hverri viku, segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa veginn lokaðan.

Innlent