Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Stjarnan vann sterkan sigur á Val

    Valsstúlkur töpuðu sínum fyrsta leik í N1-deild kvenna í dag er þær sóttu Stjörnuna heim í Garðabæinn. Valur leiddi í hálfleik, 14-18, en Stjarnan kom til baka í þeim síðari og vann tveggja marka sigur, 32-30.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Íslandsmeistarar Vals áfram með fullt hús

    Valskonur unnu öruggan ellefu marka sigur á HK, 30-19, í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld en Valur er því ásamt Fram eina liðið í deildinni sem hefur unnið alla sína leiki. Framkonur hafa þó leikið leik fleiri og eru því með tveggja stiga forskot á Íslandsmeistarana.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framkonur unnu sextán marka sigur í Fylkishöllinni

    Fram vann 34-18 sigur á Fylki í Fylkishöll í kvöld í fyrsta leiknum í 4. umferð N1 deildar kvenna. Fram hefur þar með unnið fjóra fyrstu leiki sína á tímabilinu en liðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum fyrir tímabilið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stefán: Fórum vel yfir mistökin í fyrri leiknum

    „Það er mjög gott að ná að vinna eins sterkt lið og Oldenburg er," sagði Stefán Arnarson, þjálfari kvennaliðs Vals. Valur vann Oldenburg 28-26 í EHF-bikarnum í kvöld en er samt úr leik þar sem fyrri viðureignin endaði með ellefu marka sigri þýska liðsins á laugardag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Framkonur unnu annan 27 marka sigurinn í röð

    Framkonur komust á topp N1 deildar kvenna með 27 marka sigri á HK, 41-14, í Digranesi í lokaleik 2. umferðar í kvöld. Framliðið er þar með búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu með 27 marka mun því liðið vann 38-11 sigur á Haukum í fyrstu umferð.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar: Þetta var lélegt

    Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki ánægður með það sem hann sá í leik sinna manna gegn Val í Meistarakeppni HSÍ í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Íris framlengir við Fram

    Landsliðsmarkvörðurinn Íris Björk Símonardóttir hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Fram. Nýi samningurinn er til tveggja ára.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Anna Úrsúla: Finnst aldrei leiðinlegt þegar að maður nær að berja einhvern

    „Þetta var hrikalega gott. Það er búið að bíða eftir þessu lengi og ekki slæmt að klára þetta á heimavelli hins liðsins. Þetta er búið að vera frábær vetur og í raun mjög gott hjá okkur að tapa bara einum leik í deldinni. En þessi íslandsmeistaratitill er hrikalega sætur," sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, yfirsig ánægð með verðlaunapening um hálsinn. En Valsstúlkur tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í dag eftir sigur gegn Fram 26-23. Framlengja þurfti leikinn til að útkljá um þennan slag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðrún Þóra: Áttu þetta ekki meira skilið en við

    „Þetta var bara alveg eins og alvöru handboltaleikir eiga að vera. En því miður þá endaði þetta ekki nóg vel,” sagði Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir, leikmaður Fram, eftir að Valsstúlkur tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna í handbolta.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Valsstúlkur Íslandsmeistarar árið 2010

    Valsstúlkur tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í dag eftir sigur í framlengingu gegn Fram. Leikurinn var æsispennandi en Valsstúlkur sýndu stáltaugar og kláruðu leikinn í framlengingu. Lokatölur 23-26 log auk einvíginu 3-1 Val í vil.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram minnkaði muninn - myndir

    Fram vann í kvöld góðan sigur á Val í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi þeirra um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta. Staðan í einvíginu er nú 2-1 fyrir Val.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Karen: Við spilum betur undir pressu

    „Við vorum kærulausar í hinum leikjunum og sýndum ekki okkar rétta andlit," sagði Karen Knútsdóttir sem skoraði 13 mörk fyrir Fram í kvöld þegar liðið vann Val á Hlíðarenda.

    Handbolti