Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Tékkland 33-30 Ísland vann ágætan sigur á Tékklandi, 33-30, í vináttulandsleik í Vodafonehöllinni í dag, en þetta var í annað sinn á tveimur dögum sem liðin mættust. Handbolti 26. nóvember 2011 11:17
Rekin fyrir að velja landsliðið Markverði kvennalandsliðsins í handbolta, Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttir, var stillt upp við vegg á vinnustað sínum og sagt að velja á milli landsliðsins eða vinnunnar. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag. Handbolti 25. nóvember 2011 11:28
Það er allt vitlaust út af þessu Gríðarlegur munur er á félagaskiptagjaldi í stóru íþróttunum þremur. Á meðan það getur kostað hátt í hálfa milljón að fá mann að utan til Íslands í handboltanum er grunngjaldið í fótboltanum aðeins 2.000 kr. KKÍ er nýbúið að hækka gjaldið vegna útlendinga. Handbolti 25. nóvember 2011 08:00
Stórsigur ÍBV á KA/Þór Einn leikur fór fram í N1-deild kvenna í dag en í honum unnu Eyjastúlkur sextán marka sigur á KA/Þór á heimavelli. Handbolti 19. nóvember 2011 18:18
Úrslit kvöldsins í N1-deild kvenna Þrír leikir fóru fram í N1-deild kvenna í kvöld og er óhætt að segja að afar lítil spenna hafi verið í leikjum kvöldsins. Hún var reyndar engin því Valur, Fram og Stjarnan unnu leiki sína afar örugglega. Handbolti 18. nóvember 2011 21:24
Úrslit kvöldsins í Eimskipsbikar kvenna FH, HK og Stjarnan tryggðu sér öll sæti í 8-liða úrslitum Eimskipsbikars kvenna í kvöld með afar öruggum sigrum. Handbolti 15. nóvember 2011 23:12
Stjörnukonur sóttu tvö stig norður - jafntefli í botnslagnum Stjarnan vann 26-24 sigur á KA/Þór í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld en leikurinn fór fram í KA-heimilinu á Akureyri. Þetta var annað nauma heimatap norðanstúlkna í röð en þær töpuðu 28-29 fyrir Haukum í síðustu umferð. Handbolti 12. nóvember 2011 18:15
Valskonur halda sigurgöngu sinni áfram - unnu HK með sjö mörkum Íslandsmeistarar Vals héldu sigurgöngu sinni áfram í N1 deild kvenna þegar þær unnu sjö marka sigur á HK, 32-25, í toppslag í Digranesi. Valsliðið er búið að vinna alla fimm deildarleiki sína á tímabilinu en HK hefur ekki náð að fylgja eftir frábærum sigri á Fram í fyrstu umferðinni. Handbolti 12. nóvember 2011 15:25
Framkonur unnu sinn fimmta sigur í röð - myndir Framkonur komust á topp N1 deildar kvenna eftir 30-26 sigur á ÍBV í Framhúsinu í gærkvöldi en þær eru með tveggja stiga forystu á Val og HK. Valsliðið á tvo leiki inni á Fram en HK einn. Handbolti 11. nóvember 2011 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 30-26 Fram vann fjögurra marka sigur á ÍBV, 30-26, í N1 deild kvenna í handbolta í Safamýrinni í kvöld en þetta var fimmti sigur Framliðsins í röð eftir að hafa tapað fyrir HK í fyrstu umferðinni. Sigurinn kom Fram upp í efsta sæti deildarinnar en Íslandsmeistarar Vals eiga reyndar tvö leiki inni. Handbolti 10. nóvember 2011 15:18
Fram sterkara en Stjarnan - myndir Leikur Stjörnunnar og Fram í N1-deild kvenna í gær náði aldrei að vera eins spennandi og vonir stóðu til. Fór svo að lokum að Fram vann átta marka sigur. Handbolti 7. nóvember 2011 06:30
HK-stelpur flengdar í Frakklandi HK-stelpur hafa lokið keppni í Evrópukeppninni þetta árið eftir 28 marka skell gegn franska liðinu Floery í dag. Lokatölur 46-18. Handbolti 6. nóvember 2011 19:21
Fram vann auðveldan sigur á Stjörnunni Fram-stelpur komust upp að hlið Vals og HK á toppi N1-deildar kvenna með öruggum átta marka sigri á Stjörnunni í Mýrinni í dag. Handbolti 6. nóvember 2011 17:40
FH skoraði aðeins fjögur mörk í seinni hálfleik FH-stúlkur fóru ekki í neina sigurför til Eyja í dag þar sem þær mættu ÍBV í N1-deild kvenna. Eyjastúlkur völtuðu yfir Hafnfirðinga. Handbolti 5. nóvember 2011 20:25
Naumur sigur hjá Haukum fyrir norðan Haukastúlkur unnu góðan sigur á KA/Þór er liðin mættust fyrir norðan í dag. Það mátti þó ekki miklu muna enda vann Haukaliðið með minnsta mun. Handbolti 5. nóvember 2011 18:42
HK-stelpurnar hituðu upp fyrir Frakklandsför með sigri á Nesinu - myndir HK-liðið hefur byrjað veturinn vel í kvennahandboltanum og vann nú síðast sjö marka sigur á Gróttu, 33-26, á Seltjarnarnesinu á miðvikudagskvöldið en leikurinn var í N1 deild kvenna. Handbolti 4. nóvember 2011 06:00
Jóna með tólf mörk í sigri HK á Nesinu Jóna Sigríður Halldórsdóttir var í miklu stuði í kvöld og skoraði tólf mörk fyrir HK í 33-26 sigri á Gróttu í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld. HK komst upp að hlið Vals á toppnum en Íslandsmeistarar Vals hafa leikið leik færra. Handbolti 2. nóvember 2011 22:36
Öll úrslit dagsins í N1-deild kvenna - Naumur sigur HK Valur er enn með fullt hús stiga í N1-deild kvenna en öll toppliðin fjögur unnu sigra á andstæðingum sínum í dag. Lítil spenna var í leikjunum, nema þá í viðureign HK og ÍBV sem fyrrnefnda liðið vann með eins marks mun, 24-23. Handbolti 29. október 2011 18:13
Fyrsti sigur KA/Þórs undir stjórn Guðlaugs Kvennalið KA/Þórs í handboltanum vann í kvöld sinn fyrsta sigur undir stjórn Guðlaugs Arnarssonar er FH kom í heimsókn til Akureyrar. Handbolti 15. október 2011 21:45
Framstelpur búnar að finna taktinn - unnu Hauka með 18 marka mun Framstelpur unnu í kvöld 18 marka sigur á Haukum í Framhúsinu í Safamúri í 3. umferð N1 deildar kvenna í handbolta en þetta var annar stórsigur Framliðsins í röð eftir óvænt tap á móti HK í fyrsta leik mótsins. Handbolti 14. október 2011 22:05
Ólöf Kolbrún: Gengur ekki að spila aðeins einn hálfleik "Það gengur víst ekki að spila aðeins einn hálfleik, við mættum ekki tilbúnar og við vorum ekki með lífsmarki allan hálfleikinn,“ sagði Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, markmaður HK eftir 36-34 tap gegn Stjörnunni í kvöld. Handbolti 14. október 2011 20:36
Hanna: Vorum allar staðráðnar í að ná í sigur "Við gáfumst aldrei upp og héldum haus, það var alveg sama hver kom inná, við vorum allar staðráðnar í að ná í sigur,“sagði Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir 36-34 sigur gegn HK-stúlkum í kvöld. Handbolti 14. október 2011 20:25
Umfjöllun: Stjörnustúlkur unnu sinn fyrsta leik Stjörnustúlkur unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í N1 deild kvenna á þessu ári þegar þær unnu 36-34 sigur á HK í Mýrinni í kvöld. Handbolti 14. október 2011 19:29
Fram og Valur unnu bæði stóra sigra í kvennahandboltanum Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Fram unnu stóra sigra á útivelli í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld. Valur vann 16 marka sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi og Fram vann 14 marka sigur á FH í Kaplakrika. Handbolti 12. október 2011 22:23
Valur vann þrettán marka sigur á ÍBV Valskonur unnu í kvöld öruggan þrettán marka sigur á nýliðum ÍBV í N1-deild kvenna, 33-20. Valskonur hafa því unnið báða leiki sína í upphafi tímabilsins. Handbolti 9. október 2011 20:31
Haukar og HK unnu sigra Tveir leikir fóru fram í N1-deild kvenna í handbolta í dag en þá unnu Haukar og HK örugga sigra á andstæðingum sínum. HK kom sér á topp deildarinnar með sigrinum í dag. Handbolti 8. október 2011 18:03
Eyjastúlkur byrja mótið á sigri - FH vann Hauka ÍBV vann 25-24 sigur á Gróttu í fyrstu umferð N1 deildar kvenna í handbolta í dag. Leikurinn var jafn og spennandi en staðan var 15-15 í hálfleik. FH vann 31-28 sigur á Haukum í hinum leik dagsins en Valur og HK unnu sína leiki í fyrstu umferðinni í gær. Handbolti 1. október 2011 19:12
Öruggur sigur Vals gegn Stjörnunni Valur átti ekki í teljandi vandræðum með Stjörnuna í fyrsta leik tímabilsins í N1-deild kvenna. Staðan í hálfleik var 10-7, Völsurum í vil. Handbolti 30. september 2011 20:06
Grótta fær liðsstyrk - leikmenn Fylkis finna sér ný félög Elín Helga Jónsdóttir og Heiða Ingólfsdóttir hafa gengið frá þriggja ára samningum við Gróttu. Þær koma báðar úr Fylki sem ákvað nýverið að senda ekki lið til leiks í N1-deild kvenna í vetur. Handbolti 24. september 2011 19:00
Sunna María samdi við Gróttu til þriggja ára Fylkisstelpan Sunna María Einarsdóttir hefur gert þriggja ára samning við Gróttu og mun styrkja Seltjarnarnesliðið fyrir átök vetrarins í N1 deild kvenna. Fylkir dró sig úr keppni í N1 deildinni fyrr í dag. Handbolti 22. september 2011 20:38