Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - HK 32-34 | HK áfram í bikarnum Benedikt Grétarsson skrifar 22. janúar 2013 16:35 Myndir / Valgarður Gíslason HK sló Stjörnuna úr leik í 16-liða úrslitum Símabikars kvenna í handbolta eftir hörskuspennandi viðureign í Garðabæ. Jafnræði var með liðunum í kvöld en HK skoraði þrjú a síðustu fjórum mörkum leiksins og tryggði sér þar með sigur á lokamínútunum. Leikurinn fór af stað með miklum látum og liðin voru búin að skora 8 mörk þegar tæpar 7 mínútur voru liðnar, staðan 4-4 og ágæt tilþrif sáust frá báðum liðum. Gestirnir, með Brynju Magnúsdóttur í miklum ham, náðu góðum kafla og komust tveimur mörkum yfir, 4-6. Þjálfari Stjörnunnar, Skúli Gunnsteinsson, fannst vænlegast að taka leikhlé og þrumaði yfir sínum leikmönnum. Ræðan frá Skúla virtist ekki hafa tilætluð áhrif og HK-stúlkur náðu fjögurra marka forystu þegar rúmar 10 mínútur voru til hálfleiks. Brynja hélt áfram að hrella vörn Stjörnukvenna og Arna Björk Almarsdóttir var mjög sterk á línunni hjá gestunum. Stjarnan spýtti í lófana og Rakel Dögg Bragadóttir fór að skjóta meira á markið, ásamt því að leika samherja sína uppi með góðum sendingum. Mörkin fóru að koma úr öllum áttum en svo fór að HK hafði eins marks forystu í hálfleik, 16-17. Stjörnukonur virtust koma ágætlega stemmdar til leiks eftir tesopann og þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru þær komnar yfir, 20-19. Heimastúlkur fóru að ganga betur út í stórskyttuna Brynju Magnúsdóttur og riðlaði það sóknarleik gestana til muna. Svo virtist sem þrautreyndir leikmenn Stjörnunnar ætluðu að klára ungt lið HK og þegar einungis átta mínútur lifðu af leiknum var Stjarnan með þriggja marka forystu, 30-27, og ekkert sem benti til annars en heimasigurs. Þá varð ótrúlegur viðsnúningur á leiknum. Leikmenn Stjörnunnar hentu frá sér boltanum trekk í trekk og ekki voru frekar vafasamir brottrekstrar að hjálpa þeim. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fór gjörsamlega á kostum í liði HK á þessum kafla og skoraði þessi efnilegi leikmaður 5 af síðustu 7 mörkum HK í leiknum. Lokastaðan 32-34 fyrir HK sem er komið í 8-liða úrslit Símabikarsins en Stjörnukonur þurfa að bíta í það súra epli að detta úr keppninni á heimavelli sínum. Leikmenn HK spiluðu með hjartanu í kvöld og virtust einfaldlega hafa meiri áhuga á leiknum en leikmenn Stjörnunnar. Brynja Magnúsdóttir skoraði 11 mörk og var frábær í liði gestana. Áðurnefnd Valgerður Ýr spilaði gríðarlega vel, sérstaklega í síðari hálfleik og Arna var grimm á línunni. Það er valin leikmaður í hverju rúmi hjá Stjörnunni en hlutirnir voru ekki að falla með liðinu í kvöld. Markaskorun dreifist vel hjá liðinu en Rakel Dögg var þeirra best í kvöld með fín mörk og nokkrar gullfallegar línusendingar.Hilmar Guðlaugsson: Frábær vörn og markvarsla á ögurstundu Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, brosti breitt í leikslok. „Við fáum rosalega sterka vörn og markvörslu hér í lokin á ögurstundu og þetta gerði gæfumuninn í kvöld. Markvarslan var ekkert sérstök lengstum í leiknum en datt svo inn á hárréttu augnabliki.“ Hilmar var alveg tilbúinn að skella einni bikar-klisju á blaðamann eftir leikinn. „Mér er alveg sama hvaða mótherja við fáum í næstu umferð. Það er bara meiriháttar gaman að vera komnar áfram í þessum bikar. Ég vil samt fá heimaleik í næstu umferð,“ sagði Hilmar kankvís í lokin.Valgerður Ýr: Nóg bensín á tanknum Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir átti frábæran leik fyrir HK, ekki síst undir lok leiksins. „Það þýðir ekkert annað en að hafa nóg af bensíni á tanknum í svona leikjum og það höfum við svo sannarlega í kvöld.“ Valgerður braust hvað eftir annað í gegnum vörn Stjörnunnar í kvöld. „Það mæðir mikið á Brynju (Magnúsdóttur) í sókninni hjá okkur og þegar hún fer aðeins að þreytast þurfum við hinar að stíga upp og sýna hvað við getum. Ég er sátt við mína frammistöðu og auðvitað að vera komnar áfram í bikarnum.“Rakel Dögg: Ekkert samræmi í dómgæslunni Rakel Dögg Bragadóttir átti ágætan leik í kvöld fyrir Stjörnuna en var skiljanlega svekkt í leikslok. „Vörnin hættir að virka og markvarslan var ekki nógu góð heldur. Við byrjum að gera tæknifeila í sókninni og þær fá hraðaupphlaup í kjölfarið.“ Rakel var ekki sátt við dómgæsluna í leiknum. „Botninn dettur úr þessu hjá okkur þegar við förum að fá einhverjar óskiljanlegar brottvísanir á okkur. Mér fannst vanta allt samræmi í dómgæsluna í þessum leik.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
HK sló Stjörnuna úr leik í 16-liða úrslitum Símabikars kvenna í handbolta eftir hörskuspennandi viðureign í Garðabæ. Jafnræði var með liðunum í kvöld en HK skoraði þrjú a síðustu fjórum mörkum leiksins og tryggði sér þar með sigur á lokamínútunum. Leikurinn fór af stað með miklum látum og liðin voru búin að skora 8 mörk þegar tæpar 7 mínútur voru liðnar, staðan 4-4 og ágæt tilþrif sáust frá báðum liðum. Gestirnir, með Brynju Magnúsdóttur í miklum ham, náðu góðum kafla og komust tveimur mörkum yfir, 4-6. Þjálfari Stjörnunnar, Skúli Gunnsteinsson, fannst vænlegast að taka leikhlé og þrumaði yfir sínum leikmönnum. Ræðan frá Skúla virtist ekki hafa tilætluð áhrif og HK-stúlkur náðu fjögurra marka forystu þegar rúmar 10 mínútur voru til hálfleiks. Brynja hélt áfram að hrella vörn Stjörnukvenna og Arna Björk Almarsdóttir var mjög sterk á línunni hjá gestunum. Stjarnan spýtti í lófana og Rakel Dögg Bragadóttir fór að skjóta meira á markið, ásamt því að leika samherja sína uppi með góðum sendingum. Mörkin fóru að koma úr öllum áttum en svo fór að HK hafði eins marks forystu í hálfleik, 16-17. Stjörnukonur virtust koma ágætlega stemmdar til leiks eftir tesopann og þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru þær komnar yfir, 20-19. Heimastúlkur fóru að ganga betur út í stórskyttuna Brynju Magnúsdóttur og riðlaði það sóknarleik gestana til muna. Svo virtist sem þrautreyndir leikmenn Stjörnunnar ætluðu að klára ungt lið HK og þegar einungis átta mínútur lifðu af leiknum var Stjarnan með þriggja marka forystu, 30-27, og ekkert sem benti til annars en heimasigurs. Þá varð ótrúlegur viðsnúningur á leiknum. Leikmenn Stjörnunnar hentu frá sér boltanum trekk í trekk og ekki voru frekar vafasamir brottrekstrar að hjálpa þeim. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fór gjörsamlega á kostum í liði HK á þessum kafla og skoraði þessi efnilegi leikmaður 5 af síðustu 7 mörkum HK í leiknum. Lokastaðan 32-34 fyrir HK sem er komið í 8-liða úrslit Símabikarsins en Stjörnukonur þurfa að bíta í það súra epli að detta úr keppninni á heimavelli sínum. Leikmenn HK spiluðu með hjartanu í kvöld og virtust einfaldlega hafa meiri áhuga á leiknum en leikmenn Stjörnunnar. Brynja Magnúsdóttir skoraði 11 mörk og var frábær í liði gestana. Áðurnefnd Valgerður Ýr spilaði gríðarlega vel, sérstaklega í síðari hálfleik og Arna var grimm á línunni. Það er valin leikmaður í hverju rúmi hjá Stjörnunni en hlutirnir voru ekki að falla með liðinu í kvöld. Markaskorun dreifist vel hjá liðinu en Rakel Dögg var þeirra best í kvöld með fín mörk og nokkrar gullfallegar línusendingar.Hilmar Guðlaugsson: Frábær vörn og markvarsla á ögurstundu Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, brosti breitt í leikslok. „Við fáum rosalega sterka vörn og markvörslu hér í lokin á ögurstundu og þetta gerði gæfumuninn í kvöld. Markvarslan var ekkert sérstök lengstum í leiknum en datt svo inn á hárréttu augnabliki.“ Hilmar var alveg tilbúinn að skella einni bikar-klisju á blaðamann eftir leikinn. „Mér er alveg sama hvaða mótherja við fáum í næstu umferð. Það er bara meiriháttar gaman að vera komnar áfram í þessum bikar. Ég vil samt fá heimaleik í næstu umferð,“ sagði Hilmar kankvís í lokin.Valgerður Ýr: Nóg bensín á tanknum Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir átti frábæran leik fyrir HK, ekki síst undir lok leiksins. „Það þýðir ekkert annað en að hafa nóg af bensíni á tanknum í svona leikjum og það höfum við svo sannarlega í kvöld.“ Valgerður braust hvað eftir annað í gegnum vörn Stjörnunnar í kvöld. „Það mæðir mikið á Brynju (Magnúsdóttur) í sókninni hjá okkur og þegar hún fer aðeins að þreytast þurfum við hinar að stíga upp og sýna hvað við getum. Ég er sátt við mína frammistöðu og auðvitað að vera komnar áfram í bikarnum.“Rakel Dögg: Ekkert samræmi í dómgæslunni Rakel Dögg Bragadóttir átti ágætan leik í kvöld fyrir Stjörnuna en var skiljanlega svekkt í leikslok. „Vörnin hættir að virka og markvarslan var ekki nógu góð heldur. Við byrjum að gera tæknifeila í sókninni og þær fá hraðaupphlaup í kjölfarið.“ Rakel var ekki sátt við dómgæsluna í leiknum. „Botninn dettur úr þessu hjá okkur þegar við förum að fá einhverjar óskiljanlegar brottvísanir á okkur. Mér fannst vanta allt samræmi í dómgæsluna í þessum leik.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira