Einar: Við fokkuðum upp lokamínútunni í síðasta leik og nú klárum við þetta Fram sigraði í kvöld Aftureldingu upp í Úlfarsárdal með tveimur mörkum, 28-26 lokatölur. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var að vonum ánægður með leik og hugarfar sinna manna. Handbolti 22. september 2022 22:58
Umfjöllun og viðtöl: Fram-Afturelding 28-26 | Framarar enn taplausir eftir þrjár umferðir Fram vann í kvöld sinn annan sigur í Olís-deild karla þetta tímabilið með sigri á Aftureldingu í Úlfarsárdal. Lokatölur 28-26, í kaflaskiptum spennutrylli. Handbolti 22. september 2022 22:29
Umfjöllun og viðtal: Haukar - Selfoss 27-26 | Haukar unnu í spennutrylli að Ásvöllum Haukar unnu eins marks sigur á Selfossi í þriðju umferð Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld. Lokatölur 27-26 þar sem Stefán Huldar Stefánsson markvörður Hauka var hetja þeirra í lokin. Handbolti 22. september 2022 22:02
„ Við ætlum að njóta í kvöld en þetta er langhlaup“ „Mér líður náttúrulega bara mjög vel og nú féll þetta okkar megin. Þetta var alveg eins, næstum því, fyrir viku síðan á móti Selfossi og þá féll þetta ekki með okkur. Það var mjög þung vika og erfitt að tapa, við erum allir keppnismenn en núna erum við allir mjög glaðir. Við ætlum að njóta í kvöld en þetta er langhlaup,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Handbolti 22. september 2022 21:41
Rúnar: Síðustu tuttugu mínúturnar spiluðum við 5-0 vörn, það var ekkert annað í boði „Við vorum ekki jafn beittir fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik eins og við vorum í fyrri. Síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum erum við bara meira og minna einum færri. Þetta var mjög strembið, mér fannst við alltaf vera einum færri,“ sagði Rúnar Sigtryggsson þjálfari Hauka eftir eins marks sigur hans manna gegn Selfyssingum í Olís-deildinni í kvöld. Handbolti 22. september 2022 21:40
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-ÍR 43-28 | Stórsigur Eyjamanna gegn nýliðum ÍR ÍBV tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjamenn í leit að sínum fyrsta sigri en ÍR með það í huga að sjokkera annað stórlið eftir sigur á Haukum. Golíat hafði hinsvegar betur gegn Davíð og vann ÍBV með fimmtán mörkum, 43-28. Handbolti 22. september 2022 20:45
Umfjöllun: Hörður-KA 27-31 | Fyrsti heimaleikur Harðar í efstu deild endaði með tapi Hörður á Ísafirði spilaði sinn fyrsta heimaleik í efstu deild er KA mætti í heimsókn vestur á firði í kvöld. Gestirnir höfðu forystuna frá upphafi til enda og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 27-31. Handbolti 22. september 2022 20:42
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 29-28 | Grótta vann á Nesinu Grótta og Stjarnan áttust við á Seltjarnarnesi í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn var hnífjafn bróðurpart leiksins en áræðni Gróttumanna sigldi þessu heim. Lokatölur 29-28. Handbolti 22. september 2022 18:46
Leigir fimm samherjum sínum sem stökkva stundum í barnapössun Óli Björn Vilhjálmsson, fyrirliði Harðar, segir að Ísfirðingar bíði í ofvæni eftir fyrsta heimaleik sínum í efstu deild. Þrátt fyrir að leikmenn Harðar komi víða að er leikmannahópurinn samheldinn sem sést best á búsetu erlendu leikmanna liðsins. Handbolti 22. september 2022 12:43
Talaði við fjölskylduna, fór til Noregs og þeim leist best á mig Tvær af allra stærstu handboltastjörnum heims eru í hópi skjólstæðinga umboðsmannsins Arnars Freys Theodórssonar sem var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni. Handbolti 22. september 2022 09:00
Kross 2. umferðar: Svín flugu í Skógarseli Önnur umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Handbolti 20. september 2022 10:01
Valskonur einar um að fljúga frá Íslandi Tvö íslensku liðanna sem leika í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta munu leika einvígi sín alfarið á heimavelli en bikarmeistarar Vals spila hins vegar báða leiki sína á útivelli. Handbolti 19. september 2022 15:01
Handkastið: „Þolpróf dómara er leikþáttur“ Ekki virðast vera gerðar miklar þolkröfur til dómara í Olís-deildunum í handbolta eins og fjallað var um í Handkastinu. Handbolti 19. september 2022 11:00
Logi um ótrúlegan sigur ÍR: „Orka sem Haukarnir náðu ekki að brjóta“ „Við ætlum að fara í einhvern ótrúlegasta handboltaleik sem hefur verið spilaður á landinu í mörg ár,“ sagði Stefán Árni Pálsson í síðasta þætti Seinni bylgjunnar er umræðan snerist að ótrúlegum leik ÍR og Hauka í Olís deild karla í handbolta á föstudaginn var. Handbolti 18. september 2022 10:00
Umfjöllun og viðtöl: KA-ÍBV 35-35 | Dramatískt jafntefli tryggði liðunum sín fyrstu stig KA og ÍBV gerðu 35-35 jafntefli í annari umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-heimilinu í dag. Heimamenn leiddu með þremur mörkum í hálfleik en Eyjamenn sýndu styrk sinn í þeim seinni og komust yfir þegar fjórar mínútur voru eftir. KA tókst þó að jafna og liðin skiptu því stigunum á milli sín. Handbolti 17. september 2022 19:10
„Ég er bara helvíti sáttur með þetta“ KA og ÍBV gerðu dramatíkst 35-35 jafntefli í KA-heimilinu í dag. KA leiddi í fyrri hálfleik en Eyjamenn komu sterkir inn í síðari hálfleik og úr varð alvöru leikur. Handbolti 17. september 2022 18:51
„Gefur þeim ákveðið forskot á leikmenn á sama aldri í öðrum löndum“ „Ég held að fyrsta tímabilið hafi verið þegar ég var nýorðinn sextán ára,“ sagði Arnór Atlason aðspurður hvenær hann hefði byrjað að spila með meistaraflokki í handbolta. Arnór, sem er í dag aðstoðarþjálfari danska stórliðsins Álaborgar sem og danska U-20 ára landsliðið ræddi við þá Stefán Árna Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Handbolti 17. september 2022 09:01
„Þeir verða alls ekkert fallbyssufóður í vetur“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var skiljanlega sáttur með fyrri hálfleikinn gegn Herði enda unnu meistararnir hann, 22-9. Handbolti 17. september 2022 08:31
„Vandamálið var að við spiluðum í þrjátíu mínútur en ekki sextíu“ Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, sagði að fyrri og seinni hálfleikurinn gegn Val hefði verið eins og svart og hvítt. Handbolti 16. september 2022 22:48
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Hörður 38-28 | Köstuðu ekki inn hvíta handklæðinu Valur vann stórsigur á Herði, 38-28 í Olís-deild karla í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Ísfirðinga í efstu deild frá upphafi. Handbolti 16. september 2022 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 25-25 | Bæði lið enn í leit að sínum fyrsta sigri Afturelding og FH gerðu jafntefli í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur 25-25 sem þýðir að liðin eru enn í leit að sínum fyrsta sigri. Handbolti 16. september 2022 22:15
„Ólíkt síðasta tímabili ætlum við að breyta jafnteflum í sigra í vetur“ Afturelding gerði jafntefli við FH í 2. umferð Olís deildar karla. Leikurinn var jafn og spennandi þar sem FH fékk lokasóknina en allt kom fyrir ekki og leikurinn endaði 25-25. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með aðeins eitt stig. Sport 16. september 2022 21:50
„Erum í rauninni oft bara að bíða eftir skotinu sem tekur okkur út“ Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, fékk þungt höfuðhögg er liðið gerði 24-24 jafntefli gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í gærkvöld. Lárus fékk þá skot frá Tandra Má Konráðssyni af stuttu færi í andlitið, en segist þó hafa sloppið vel í þetta sinn. Handbolti 16. september 2022 14:45
„Erum búin að bíða eftir þessari höll síðan við vorum sex ára eða eitthvað“ „Að hafa náð svona góðum leik í vígsluleiknum. Það er smá ævintýri yfir þessu,“ sagði hrærður Bjarni Fritzon, þjálfari ÍR, eftir frábæran sigur á Haukum 33-29 í fyrsta leik félagsins á nýjum heimavelli í Skógarseli. Handbolti 15. september 2022 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 24-24 | Jafntefli í hádramatískum leik Stjarnan og Fram gerðu jafntefli í leik sem bauð upp á allt undir lok leiks eftir að hafa verið vægast sagt drepleiðinlegur framan af. Hádramatík undir lokin og lokatölur 24-24 í Garðabæ. Umfjöllun og viðtöl á leiðinni. Handbolti 15. september 2022 22:15
Einar: Vantaði aðeins meiri klókindi „Hann ver rosalega bolta hér í lokin og svo síðasta markið þeirra, við þurfum að læra af þessu. Við vorum talsvert betri en þeir í þessum leik að mínu mati en við förum með þetta sjálfir,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Handbolti 15. september 2022 22:05
„Mér finnst bara vera risa hjarta og vilji í þessu liði“ Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var eðlilega súr og svekktur eftir eins marks tap gegn Selfyssingum, 28-27, í Olís-deild karla í handbolta á Selfossi í kvöld. Handbolti 15. september 2022 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Grótta 28-27 | Dramatískur sigur heimamanna Selfoss vann dramatískan eins marks sigur er liðið tók á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld, 28-27. Handbolti 15. september 2022 21:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 33-29 | Vígðu nýtt íþróttahús með sigri Fyrsti keppnisleikurinn í nýju íþróttahúsi við Skógarsel fór fram þegar ÍR tók á móti Haukum í annari umferð Olís-deildar karla í kvöld. Fór það svo að heimamenn unnu fjögurra marka sigur, lokatölur 33-29. Handbolti 15. september 2022 21:00
Patrekur framlengir til 2025 Handknattleiksþjálfarinn Patrekur Jóhannesson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna til ársins 2025. Þetta herma öruggar heimildir Stöðvar 2 og Vísis. Handbolti 15. september 2022 20:15