Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Guðmundur: Höfum æft stíft

    Íslenska handboltalandsliðið er nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í ágúst. Blaðamannafundur var haldinn í Framheimilinu í dag, rétt áður en íslenski hópurinn skellti sér á æfingu.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Davíð Svansson í Fram

    Markvörðurinn Davíð Svansson er að ganga í raðir Fram. Davíð er fæddur 1985 og lék vel í marki Aftureldingar á síðasta tímabili en náði þó ekki að koma í veg fyrir fall liðsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðjón Valur í Meistaradeildina

    Þýska liðið Rhein Neckar Löwen fer í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið fékk sæti Banik Karvina frá Tékklandi sem ákvað að nýta sér ekki þátttökuréttinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Vongóður um að handbolti.is haldi lífi

    Hlynur Sigmarsson hefur verið mikið í umræðunni í kring um handboltann síðustu daga, en hann ákvað um helgina að hætta afskiptum af handbolta eftir tap fyrir Guðmundi Ingvarssyni í formannsslagnum í HSÍ.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hlynur í formannsslaginn

    Hlynur Sigmarsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Handknattleikssambands Íslands aðeins degi fyrir ársþing sambandsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Heimir og Pavla best

    Heimir Örn Árnason úr Stjörnunni og Pavla Nevarilova úr Fram voru í kvöld útnefnd leikmenn ársins í N1 deild karla og kvenna á lokahófi HSÍ sem haldið var á Brodway.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Arnar Pétursson bestur hjá körlunum

    Arnar Pétursson hjá Haukum var í dag útnefndur besti leikmaður umferða 22-28 í N1 deild karla í handbolta og þjálfari hans hjá Haukum, Aron Kristjánsson, besti þjálfarinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hefur engan áhuga á gjaldkeranum

    „Ef maður fer í þetta þá fer maður af fullum krafti. Það er alveg ákveðið," sagði Hlynur Sigmarsson í viðtali við Stöð 2 í kvöld. Mjög líklegt er að Hlynur muni bjóða sig fram sem næsti formaður HSÍ.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Afturelding kvaddi með sigri

    Síðustu leikirnir fóru fram í N1-deild karla í dag. Afturelding kvaddi deildina með því að leggja Stjörnumenn en Íslandsmeistarar Hauka gerðu jafntefli við HK.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur lagði Fram

    Valsmenn tryggðu sér í kvöld þriðja sætið í N1 deild karla í handbolta þegar þeir lögðu Fram 37-32 í lokaleik sínum í deildinni. Valsmenn hlutu 36 stig í 28 leikjum en Framarar 34 í fjórða sætinu. Mótinu lýkur á morgun með þremur leikjum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ingvar samdi til 2011

    Ingvar Árnason hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Vals til ársins 2011 en hann hefur leikið með Val allan sinn feril.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Róbert tekur við Víkingi

    Róbert Sighvatsson mun taka við þjálfun Víkings af Reyni Þór Reynissyni á næstu dögum en liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeild karla á dögunum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ólafur Haukur framlengir

    Ólafur Haukur Gíslason, markvörður hjá Val, hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild félagsins og verður nú hjá félaginu til ársins 2011.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Jón Karl skoraði með lærinu

    Jón Karl Björnsson lauk ferlinum sínum sem leikmaður með því að verða Íslandsmeistari með Haukum. Hann hélt upp á það með því að skora mark úr víti með lærinu. Það er síðasta mark hans á ferlinum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar lögðu Aftureldingu og tóku við bikarnum

    Íslandsmeistarar Hauka kláruðu leiktíðina í N1 deildinni með sóma í dag þegar þeir lögðu Aftureldingu 32-29. Haukarnir fengu svo Íslandsbikarinn afhentan eftir leikinn en þeir höfðu þegar tryggt sér sigur í deildinni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Víkingur í úrvalsdeildina

    Karlalið Víkings tryggði sér í kvöld sæti í N1 deildinni í handbolta næsta vetur þegar liðið lagði ÍR 35-30 í úrslitaleik um sæti meðal þeirra bestu. Víkingar tryggðu sér annað sæti 1. deildarinnar með sigrinum og fara upp með FH-ingum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Víkingur getur komist upp í kvöld

    Það er stórleikur í 1. deild karla í handbolta í kvöld þegar Víkingur tekur á móti ÍR. Liðin berjast um að fylgja FH upp í efstu deild en með því að ná stigi í kvöld tryggir Víkingur sér úrvalsdeildarsætið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Björgvin semur við Bittenfeld

    Handboltamarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson í Fram hefur gert tveggja ára samning við þýska félagið Bittenfeld. Liðið leikur í suðurriðli í 2. deild þar í landi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar og Stjarnan unnu

    Haukar og Stjarnan unnu sína leiki í N1-deild kvenna í dag. Valsmenn unnu öruggan sigur á Akuryeir í lokaleik dagsins í N1-deild karla.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Jafnt í Mýrinni

    Stjarnan og Haukar gerðu í kvöld jafntefli 28-28 í N1 deild karla í handbolta. Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik. Haukar hafa þegar tryggt sér Íslandsmeistaratitlinn en Stjörnumenn eru í fimmta sæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram vann Stjörnuna

    Þrír leikir fóru fram í N1 deild karla í handbolta í kvöld en botnslag ÍBV og Aftureldingar var frestað. Bæði þessi lið eru þegar fallin.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyri lagði HK

    Einn leikur var á dagskrá í N1 deild karla í handbolta í dag. Akureyri vann þá nauman sigur á HK 26-25 eftir að hafa verið yfir 13-11 í hálfleik. Jónatan Magnússon skoraði 9 menn fyrir norðanmenn en Ólafur Ragnarsson og Ragnar Hjaltested 6 hvor fyrir HK.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn lögðu Aftureldingu

    Tveir leikir fóru fram í N1 deild karla í handbolta í dag. Valsmenn lögðu Aftureldingu í Mosfellsbæ 23-18 og Stjarnan mátti gera sér að góðu jafntefli gegn ÍBV í Mýrinni 26-26.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Aron: Byggjum þetta skref fyrir skref

    „Það er mikil vinna á bakvið þennan titil, menn hafa lagt mikið á sig í vetur og við erum bara að uppskera eftir því núna," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir að hans lið innsiglaði Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fannar í Stjörnuna

    Liðin í N1-deild karla vinna greinilega hörðum höndum þessa dagana að mynda leikmannahópa sína fyrir næsta tímabil. Fannar Þorbjörnsson hefur samið við Stjörnuna og gengur til liðs við félagið í sumar.

    Handbolti