Umfjöllun: Enn syrtir í álinn hjá Frömurum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 15. nóvember 2009 17:20 Einn leikur fór fram í N1-deild karla í dag. Valur tók á móti Fram og lauk leiknum með, 27-21, heimamönnum í vil. Flestir áttu von á auðveldum sigri heimamanna en fyrir leikinn voru Valsmenn í öðru sæti í deildinni, einu stigi á eftir Haukum. Fram sat í næst neðsta sæti deildarinnar eftir brösulega byrjun í upphafi móts en þeir náðu að krækja í sinn fyrsta sigur gegn HK í síðustu umferð. Fyrri hálfleikur einkenndist af baráttu og góðum varnarleik. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að skora. Það voru svo heimamenn í Val sem tóku yfir og leiddu í hálfleik, 13-9. Magnús Erlendsson hélt gestunum í leiknum með flottum tilþrifum á meðan nafni hans Magnús Stefánsson reyndi hvað hann gat í sókninni og lét dynja á markið hinu megin með misgóðum árangri. Seinni hálfleik var stjórnað af heimamönnum. Þeir voru að spila hraðan sóknarleik sem virkaði vel. Þeir félagar Arnór Þór Gunnarsson og Fannar Þór Friðgeir voru mjög sterkir og áttu góðan dag. Framarar neituðu að gefast upp og gáfu lítið eftir. Hinn ungi og efnilegi Arnar Birkir Hálfdánsson átti skemmtielgar rispur og var oft á tíðum sá sem að hélt trúnni í gestunum, óhræddur og frábær sóknarlega. En það dugði þó skammt og hefðu reynslu meiri menn liðsins mátt fylgja unga stráknum eftir. Heimamenn gáfu þó aldrei forystuna frá sér og leiddu allan seinni hálfleik án nokkura vandræða og lokatölur, 27-21, í Vodafone-höllinni í dag. Með sigrinum komst Valur á toppinn með átta stig, en Haukar sem eru einu stigi á eftir þeim eiga þó leik til góða. Valur - Fram 27 - 21 (13-9) Mörk Vals (skot): Fannar Þór Friðgeirsson 5(9), Elvar Friðriksson 5(10), Arnór Þór Gunnarsson 4(8), Ernir Hrafn Arnarsson 4(8), Ingvar Árnason 3(4), Orri Freyr Gíslason 2(2), Sigfús Páll 1(2), Gunnar Ingi Jóhansson 1(4).Varin skot: Hlynur Morthens: 10, Ingvar Guðmundsson 1.Hraðaupphlaup: Ingvar Árnason, Arnór Þór Gunnarsson.Fiskuð víti: Gunnar Ingi Jóhansson 2, Ingvar Árnason og Fannar Þór Friðgeirsson.Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Stefán Baldvin Stefánsson 5(7), Arnar Birkir Hálfdánsson 5(9), Magnús Stefánsson 4(11), Jóhann Karl Reynisson 2(3), Halldór Jóhann Sigfússon 2(3), Andri Berg Haraldsson 1(6), Ármann Kristjánsson 1(5).Varin skot: Magnús Erlendsson: 8.Hraðaupphlaup: Stefán Baldvins Stefánsson 3, Arnar Birki Hálfdánsson.Fiskuð víti: Magnús Stefánsson 3, Arnar Birkir Háldánsson, Stefán Baldvin Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon.Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, góðir. Olís-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
Einn leikur fór fram í N1-deild karla í dag. Valur tók á móti Fram og lauk leiknum með, 27-21, heimamönnum í vil. Flestir áttu von á auðveldum sigri heimamanna en fyrir leikinn voru Valsmenn í öðru sæti í deildinni, einu stigi á eftir Haukum. Fram sat í næst neðsta sæti deildarinnar eftir brösulega byrjun í upphafi móts en þeir náðu að krækja í sinn fyrsta sigur gegn HK í síðustu umferð. Fyrri hálfleikur einkenndist af baráttu og góðum varnarleik. Það var jafnræði með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að skora. Það voru svo heimamenn í Val sem tóku yfir og leiddu í hálfleik, 13-9. Magnús Erlendsson hélt gestunum í leiknum með flottum tilþrifum á meðan nafni hans Magnús Stefánsson reyndi hvað hann gat í sókninni og lét dynja á markið hinu megin með misgóðum árangri. Seinni hálfleik var stjórnað af heimamönnum. Þeir voru að spila hraðan sóknarleik sem virkaði vel. Þeir félagar Arnór Þór Gunnarsson og Fannar Þór Friðgeir voru mjög sterkir og áttu góðan dag. Framarar neituðu að gefast upp og gáfu lítið eftir. Hinn ungi og efnilegi Arnar Birkir Hálfdánsson átti skemmtielgar rispur og var oft á tíðum sá sem að hélt trúnni í gestunum, óhræddur og frábær sóknarlega. En það dugði þó skammt og hefðu reynslu meiri menn liðsins mátt fylgja unga stráknum eftir. Heimamenn gáfu þó aldrei forystuna frá sér og leiddu allan seinni hálfleik án nokkura vandræða og lokatölur, 27-21, í Vodafone-höllinni í dag. Með sigrinum komst Valur á toppinn með átta stig, en Haukar sem eru einu stigi á eftir þeim eiga þó leik til góða. Valur - Fram 27 - 21 (13-9) Mörk Vals (skot): Fannar Þór Friðgeirsson 5(9), Elvar Friðriksson 5(10), Arnór Þór Gunnarsson 4(8), Ernir Hrafn Arnarsson 4(8), Ingvar Árnason 3(4), Orri Freyr Gíslason 2(2), Sigfús Páll 1(2), Gunnar Ingi Jóhansson 1(4).Varin skot: Hlynur Morthens: 10, Ingvar Guðmundsson 1.Hraðaupphlaup: Ingvar Árnason, Arnór Þór Gunnarsson.Fiskuð víti: Gunnar Ingi Jóhansson 2, Ingvar Árnason og Fannar Þór Friðgeirsson.Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Stefán Baldvin Stefánsson 5(7), Arnar Birkir Hálfdánsson 5(9), Magnús Stefánsson 4(11), Jóhann Karl Reynisson 2(3), Halldór Jóhann Sigfússon 2(3), Andri Berg Haraldsson 1(6), Ármann Kristjánsson 1(5).Varin skot: Magnús Erlendsson: 8.Hraðaupphlaup: Stefán Baldvins Stefánsson 3, Arnar Birki Hálfdánsson.Fiskuð víti: Magnús Stefánsson 3, Arnar Birkir Háldánsson, Stefán Baldvin Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon.Utan vallar: 4 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira