NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Boston 2 - Indiana 3

Indiana Pacers fengu óvænta hjálp í nótt þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Boston Celtics á þeirra heimavelli, 90-85 og geta nú komist áfram í átta liða úrslitin með sigri í Indiana í næsta leik.

Sport
Fréttamynd

Kwame Brown settur í bann

Framherjinn Kwame Brown hjá Washington Wizards, hefur verið settur í bann út úrslitakeppnina af forráðamönnum liðsins, eftir að sló í brýnu milli hans og þjálfara liðsins.

Sport
Fréttamynd

Detroit 4 - Philadelphia 1

Þegar mest liggur við, eru NBA meistararnir bestir. Sú varð að minnsta kosti raunin í nótt, þegar Detroit sló Philadelphia út úr úrslitakeppninni. Eftir að hafa leikið illa í þriðja leikfjórðungi í gær, stigu þeir á bensínið í lokaleikhlutanum og kláruðu dæmið. Pistons mæta annað hvort Indiana eða Boston í næstu umferð.

Sport
Fréttamynd

Okafor nýliði ársins

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum úr NBA deildinni, hefur framherjinn Emeka Okafor verið valinn nýliði ársins í deildinni, eftir harða keppni við besta vin sinn Ben Gordon hjá Chicago Bulls.

Sport
Fréttamynd

Seattle 4 - Sacramento 1

Ray Allen hjá Seattle vildi ekki þurfa að fara aftur til Sacramento og leika fyrir framan óða áhorfendur þeirra. Það sást á leik hans og félaga hans í gær, þegar þeir slógu Sacramento úr keppni með 122-118 sigri, þrátt fyrir hetjulega baráttu gestanna frá Kaliforníu.

Sport
Fréttamynd

Molar dagsins í NBA

Heimildir herma að nýliði Chicago Bulls, Ben Gordon, verði valinn besti varamaður deildarinnar á næstu dögum. Gordon hefur verið frábær með liði Chicago í vetur og reyndist liði sínu mikilvægur undir lokin í fjölmörgum leikjum.

Sport
Fréttamynd

Dallas 3 - Houston 2

Heilladísirnar virðast vera að snúast á band Dallas Mavericks, en liðið lagði Houston Rockets í fyrsta skipti á heimavelli í nótt 103-100 og hefur nú náð forystu í einvígi liðanna.

Sport
Fréttamynd

San Antonio 3 - Denver 1

Liði Denver hefur ekki tekist að færa sér í nyt meiðslum hrjáða og slaka frammistöðu lykilmanna San Antonio í einvígi liðanna. Það var kom því ekki á óvart að Spurs færu með sigur af hólmi, 126-115 í framlengingu í nótt, því þeir fengu góða hjálp frá Tim Duncan og Tony Parker, sem hafa látið afar lítið fyrir sér fara fram að þessu.

Sport
Fréttamynd

Chicago 2 - Washington 2

Lið Washington Wizards er þekkt fyrir flest annað en öflugan varnarleik, en í nótt sýndu þeir hvers þeir eru megnugir þeim megin vallarins og Juan Dixon í banastuði, jöfnuðu þeir metin í seríunni við Chicago með 117-99 sigri í nótt.

Sport
Fréttamynd

Miami 4 - New Jersey 0

Dwayne Wade sá til þess að Miami Heat sópaði liði New Jersey Nets úr keppni 4-0 í gær, þrátt fyrir að Shaquille O´Neal væri á annari löppinni. Wade skoraði 34 stig í 110-97 sigri Miami í gær og nú fær stóri maðurinn að minnsta kosti viku til að jafna sig af meiðslum sínum.

Sport
Fréttamynd

Phoenix 4 - Memphis 0

Memphis Grizzlies fundu engin svör við stormsveit Phoenix Suns í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru komnir í sumarfrí, eftir að Suns unnu fjórða leik liðanna í nótt 123-115. Memphis börðust hetjulega í síðasta leiknum, en voru skotnir í kaf.

Sport
Fréttamynd

Seattle 3 - Sacramento 1

Ray Allen skaut lið Seattle Supersonics í vænlega stöðu í einvíginu við Sacramento Kings í nótt. Eftir að Sacramento hafði leitt frá upphafsmínútum leiksins, sigu Sonics framúr á lokakaflanum með Allen sjóðandi heitan og unnu sigur 115-102.

Sport
Fréttamynd

Detroit 3 - Philadelphia 1

Þegar í harðbakkann slær hjá meisturum Detroit Pistons, geta þeir reitt sig á besta mann úrslitanna í fyrra, Chauncey Billups. Þegar Pistons stóðu frammi fyrir því að Philadelphia væri í þann mund að jafna metin í einvígi liðanna, kom Billups til skjalanna og var maðurinn á bak við 97-92 sigur í fjórða leiknum.

Sport
Fréttamynd

Boston 2 - Indiana 2

Það tók Doc Rivers, þjálfara Boston Celtics, þrjá leiki að kveikja á perunni, en þegar hann loksins gerði það lét árangurinn ekki á sér standa. Rivers nýtti sér loksins styrkleika liðs síns gegn Indiana Pacers í fjórða leiknum í nótt og niðurstaðan var 110-79 burst gestanna, sem hafa jafnað metin í envíginu.

Sport
Fréttamynd

Chicago 2 - Washington 1

Washington Wizards þurftu á vítamínssprautu að halda fyrir þriðja leikinn við Chicago Bulls í nótt og fengu hana frá stóru strákunum sínum sem fram að þessu höfðu haft hægt um sig í einvíginu. Washington sigraði 117-99, ekki síst fyrir óvænt framlag Etan Thomas í sóknarleiknum, og hefur nú minnkað muninn í 2-1 í seríunni.

Sport
Fréttamynd

San Antonio 2 - Denver 1

Það var ekki spilaður sérstaklega fallegur körfuknattleikur í Denver í gærkvöldi, þegar San Antonio Spurs náðu aftur heimavallarréttinum í einvígi liðanna með 86-78 sigri. Liði San Antonio er þó alveg sama og þeir eru nú komnir í ökumannssætið í seríunni.

Sport
Fréttamynd

Dallas 2 - Houston 2

Í furðulegasta einvígi fyrstu umferðar úrslitakeppninnar, eru Dallas Mavericks búnir að jafna metin í 2-2 gegn Houston Rockets, þar sem allir leikirnir hafa unnist á útivelli. Jason Terry var hetja Dallas í nótt, þegar hann bætti upp fyrir enn einn slakan leikinn frá Dirk Nowitzki, skoraði 32 stig og tryggði Dallas sigur, 97-93.

Sport
Fréttamynd

New Jersey-Miami á Sýn í kvöld

Fjórði leikur New Jersey Nets og Miami Heat verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld, klukkan 19:30. Miami getur með sigri orðið fyrsta liðið til að tryggja sig í aðra umferð úrslitakeppninnar, en staðan í einvíginu er 3-0 fyrir Heat.

Sport
Fréttamynd

Detroit 2 - Philadelphia 1

Larry Brown, þjálfari Detroit Pistons, þekkir Allen Iverson hjá Philadelphia betur en flestir, eftir að hann þjálfaði hann í sex ár og gat því varað leikmenn sína við því að Iverson kæmi ákveðinn til leiks í nótt. Þeir áttu hinsvegar engin svör við stórleik hans og Iverson leiddi sína menn til sigurs 115-104.

Sport
Fréttamynd

Seattle 2 - Sacramento 1

Lið Sacramento Kings kann alltaf best við sig á heimavelli, þar sem þeir eiga eina öflugustu stuðningsmenn allra liða í NBA deildinni. Eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum gegn Seattle Supersonics á útivelli, náðu þeir að rétta úr kútnum og sigra í þriðja leiknum, 116-104.

Sport
Fréttamynd

Phoenix 3 - Memphis 0

Þeir sem efuðust um að stórskotalið Phoenix Suns gæti leikið harðan leik fengu að sjá nýja hlið á liðinu í nótt, þegar þeir rúlluðu yfir Memphis Grizzlies 110-90 og komust í þægilega 3-0 forystu í einvígi efsta og neðsta liðs vesturdeildarinnar í úrslitakeppninni.

Sport
Fréttamynd

Walker dæmdur í eins leiks bann

Antoine Walker, framherji Boston Celtics, var í gærkvöldi dæmdur í eins leiks bann, eftir að hafa stjakað við dómara í þriðja leik Boston og Indiana í fyrrakvöld og verður því ekki með liði sínu í kvöld þegar það sækir Indiana heim í fjórða leik einvígisins.

Sport
Fréttamynd

NBA á Sýn um helgina

Enginn körfuknattleiksunnandi má láta leiki helgarinnar í NBA framhjá sér fara, en tveir þeirra verða sýndir á sjónvarpsstöðinni Sýn. Á laugardagskvöldið klukkan 21:50 verður útsending frá leik Washington Wizards og Chicago Bulls, en þar má eiga von á frábærum leik.

Sport
Fréttamynd

Boston 1 - Indiana 2

Lurkum lamið lið Indiana Pacers er að koma nokkuð á óvart í úrslitakeppninni, eins og reyndar nokkrir sérfræðingar voru búnir að spá fyrir einvígi þeirra við Boston. Indiana er komið yfir 2-1, eftir stórsigur á Boston í nótt, 99-76.

Sport
Fréttamynd

Miami 3 - New Jersey 0

Þrátt fyrir hetjulega baráttu og mikla dramatík í þriðja leik liðanna í gærkvöldi, eru New Jersey Nets komnir ofan í djúpa holu í einvíginu við Miami Heat. Engu liði í sögu NBA hefur tekist að vinna sjö leikja seríu eftir að hafa lent undir 3-0, en Nets eru komnir í þá stöðu eftir 108-105 tap í tvöfaldri framlengingu.

Sport
Fréttamynd

Dallas 1 - Houston 2

Lið Dallas Mavericks virtist vera á leið í sumarfrí þegar liðið lenti 10 stigum undir í þriðja leikhluta gegn Houston Rockets í nótt. Dirk Nowitzki var þó ekki á því að gefast upp og lenda undir 3-0 í einvíginu og leiddi lið Dallas á 20-0 sprett undir lokin sem nægði til 106-102 sigurs.

Sport
Fréttamynd

Chicago 2 - Washington 0

Öflug liðsheild hjá Chicago Bulls er ástæða þess að liðið er komið með mjög góða 2-0 forystu í einvíginu við Washington Wizards, eftir 113-103 sigur í örðum leik liðanna í nótt. Það skemmir hinsvegar ekki fyrir Bulls að vera með menn eins og Kirk Hinrich í liðinu.

Sport
Fréttamynd

Phoenix 2 - Memphis 0

Lið Memphis hefur lagt upp með að taka fast á liði Phoenix í viðureignum liðanna, því það er talin eina vonin til að leggja þá að velli. Þetta herbragð gekk næstum því upp hjá Memphis í nótt, en Phoenix Suns sýndu úr hverju þeir eru gerðir og sigruðu, 108-103.

Sport
Fréttamynd

San Antonio 1 - Denver 1

San Antonio Spurs mættu ákveðnir til annars leiksins við Denver í nótt og ætluðu greinilega ekki að fara til Denver með tvö töp á bakinu. Spurs voru mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum í leik tvö og unnu auðveldan 104-76 sigur. Staðan er því jöfn í einvíginu 1-1.

Sport
Fréttamynd

Jackson fundar með Bryant

Samkvæmt nýjustu fregnum frá Bandaríkjunum gætu unnendur körfuboltans átt von á að sjá Phil Jackson, einn sigursælasta þjálfara allra tíma, leggja leið sína á ný í NBA-körfuboltann.

Sport