NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Níundi sigur San Antonio í röð

Meistarar San Antonio Spurs unnu sinn níunda leik í NBA í nótt þegar liðið skellti Indiana á útivelli 92-88. Manu Ginobili skoraði 29 stig fyrir San Antonio, en Stephen Jackson skoraði 17 stig fyrir Indiana.

Sport
Fréttamynd

Dwayne Wade skaut Detroit í kaf

Dwayne Wade, leikmaður Miami Heat, setti á svið sannkallaða skotsýningu í gærkvöldi þegar hann bar lið sitt á herðum sér og skaut það einn síns liðs til sigurs gegn efsta liði deildarinnar Detroit Pistons, 100-98, en leikurinn var sýndur á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Miami - Detroit í beinni á Sýn

Stórleikur Miami Heat og Detroit Pistons er nú nýhafinn og er í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn þar sem þeir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson fara á kostum í lýsingum sínum. Miami hefur ekki gengið vel gegn bestu liðum deildarinnar í vetur og vill því eflaust ná að leggja efsta lið deildarinnar í leik kvöldsins.

Sport
Fréttamynd

Memphis lagði LA Lakers

Memphis Grizzlies lagði LA Lakers á útivelli í nótt 100-99, en leikurinn var í beinni útsendingu á NBA TV. Pau Gasol var góður í liði Memphis og skoraði 31 stig, hirti 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en Kobe Bryant var með 26 stig hjá Lakers.

Sport
Fréttamynd

Denver stöðvaði sigurgöngu Dallas

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar bar hæst að 13 leikja sigurgöngu Dallas lauk í Denver þar sem heimamenn höfðu sigur 113-104. Kenyon Martin sneri aftur úr meiðslum og skoraði 34 stig fyrir Denver, en Keith Van Horn skoraði 21 stig fyrir Dallas.

Sport
Fréttamynd

Dallas valtaði yfir Miami

Sjóðheitt lið Dallas Mavericks var aldrei í vandræðum með Miami Heat í leik liðanna í NBA í nótt og vann 112-76. Þetta var 13. sigur Dallas í röð í deildinni og var sigurinn svo öruggur að lykilmenn Dallas gátu sest á bekkinn í síðasta leikhlutanum. Dirk Nowitzki skoraði 27 stig fyrir Dallas, en Shaquille O´Neal skoraði 23 stig fyrir Miami.

Sport
Fréttamynd

Fjórir leikmenn frá Detroit í Stjörnuleiknum

Nú í kvöld var tilkynnt hvaða leikmenn skipa lið austurs og vesturs í Stjörnuleiknum í NBA sem fram fer í Houston þann 19. febrúar næstkomandi. Þjálfarar í deildinni völdu fjóra leikmenn frá Detroit í austurliðið og þá eru fimm leikmenn í stjörnuliði í fyrsta sinn.

Sport
Fréttamynd

Dallas - Miami í beinni útsendingu

Það verður sannkallaður stórleikur í beinni útsendingu á NBA TV í nótt þegar heitasta liðið í NBA, Dallas Mavericks, tekur á móti Shaquille O´Neal og félögum í Miami Heat. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti og þar verður forvitnilegt að sjá hvort Dallas-liðið nær að vinna sinn 13. leik í röð í deildinni, sem yrði met í vetur.

Sport
Fréttamynd

Sjöundi sigur San Antonio í röð

Meistarar San Antonio Spurs unnu í nótt sjöunda sigur sinn í röð í NBA deildinni þegar liðið vann nauman sigur á Toronto Raptors eftir framlengingu 125-118. Tim Duncan gat ekki leikið með San Antonio vegna veikinda, en Tony Parker tók upp hanskann fyrir hann og skoraði 32 stig og gaf 13 stoðsendingar.

Sport
Fréttamynd

Richardson ver titil sinn

Quentin Richardson, leikmaður New York Knicks, mun verja titil sinn í þriggja stiga skotkeppninni um stjörnuhelgina í Houston þann 18. febrúar næstkomandi. Richardson vann keppnina sem leikmaður Phoenix í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Annað tap Detroit í nótt

Detroit Pistons tapaði afar óvænt öðrum leik sínum í röð í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lá fyrir lágt skrifuðu liði Atlanta Hawks 99-98. Tayshaun Prince skoraði 29 stig fyrir Detroit, en Joe Johnson skoraði sömuleiðis 29 stig fyrir Atlanta. Þetta var í fyrsta sinn sem Detroit tapar tveimur leikjum í röð í vetur.

Sport
Fréttamynd

Fjórði sigur Houston í röð

Lið Houston Rockets er óðum að rétta úr kútnum eftir að þeir Yao Ming og Tracy McGrady sneru báðir til baka úr meiðslum og í nótt vann liðið fjórða leik sinn í röð þegar það skellti Philadelphia á útivelli 87-81. Yao Ming skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Houston, en Allen Iverson skoraði 32 stig fyrir Philadelphia.

Sport
Fréttamynd

Enn tapar New York

New York Knicks tapaði enn einum leiknum í nótt þegar liðið lá á heimavelli fyrir Houston Rockets 93-89. Jamal Crawford skoraði 24 stig fyrir New York, en Tracy McGrady skoraði 23 fyrir Houston.

Sport
Fréttamynd

Áttundi heimasigurinn í röð gegn Chicago

Shawn Marion og Steve Nash áttu enn einn stórleikinn fyrir Phoenix Suns sem unnu 118-101 sigur á Chicago Bulls í NBA körfuboltanum í nótt. Hjá Chicago náði Ben Gordon að bæta persónulegt met sitt með því að skora 39 stig. Þetta var áttundi heimasigur Suns í röð gegn Chicago sem hefur ekki unnið leik í Phoenix síðan 20. nóvember 1996 eða þegar Michael Jordan lék með liðinu.

Sport
Fréttamynd

Charlotte lagði Lakers

Að venju var leikið í NBA deildinni í körfbolta í Bandaríkjunum í nótt og ber þar hæst tap LA Lakers fyrir Charlotte Bobcats, 112,-102. Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers en hann skoraði ekkert í síðasta leikhlutanum. Jumaine Jones setti prsónulegt stigamet þegar hann gerði 31 stig fyrir Charlotte en fyrir leikinn höfðu Bobcats tapað 13 leikjum í röð.

Sport
Fréttamynd

Enginn Detroit-leikmaður í byrjunarliði

Nú hefur verið tilkynnt hvaða leikmenn skipa byrjunarlið Austur- og Vesturstrandar í árlegum Stjörnuleik í NBA deildinni, en hann fer fram í 55. skipti þann 19. febrúar. Leikurinn verður háður í Houston-borg að þessu sinni og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Miami burstaði Cleveland

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann auðveldan sigur á Cleveland 101-73. Dwayne Wade skoraði 24 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 21, en LeBron James skoraði 29 stig fyrir Cleveland sem skoraði aðeins 9 stig í fjórða leikhlutanum.

Sport
Fréttamynd

New Jersey stöðvaði Detroit

Lið New Jersey Nets stöðvaði í nótt 11 leikja sigurgöngu Detroit Pistons með 91-84 sigri á heimavelli sínum. Chauncey Billups skoraði 30 stig fyrir Detroit, en Jason Kidd skoraði 23 stig, hirti 12 fráköst og gaf 7 stoðsendngar hjá New Jersey.

Sport
Fréttamynd

Dallas - Chicago í beinni

Leikur Dallas Mavericks og Chicago Bulls verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í kvöld og hefst leikurinn klukkan 01:30. Þarna mætast tvö mjög skemmtileg lið sem koma til með að bjóða upp á góðan körfubolta í nótt.

Sport
Fréttamynd

Miami lagði LA Clippers

Miami vann í nótt sigur á LA Clippers í skemmtilegum leik 118-114, þar sem leikmenn Miami gerðu út um leikinn í lokin með góðri vítanýtingu. Dwayne Wade var þeirra atkvæðamestur með 28 stig og 11 stoðsendingar, en Elton Brand skoraði 31 stig fyrir Clippers og Cuttino Mobley skoraði 28 stig og gaf 11 stoðsendingar.

Sport
Fréttamynd

Rodman segist geta spilað aftur í NBA

Skrautfuglinn Dennis Rodman segist eiga nóg inni í körfuboltanum eftir að hann gerði ágætt mót með liði Brighton Bears í enska körfuboltanum um helgina. Rodman skoraði fjögur stig og hirti sjö fráköst í sigri liðsins á Guildford Heat 91-88 um helgina.

Sport
Fréttamynd

Ellefu sigrar í röð hjá Detroit

Skorunarmaskínan Kobe Bryant mátti sín lítils gegn efsta liði deildarinnar Detroit Pistons í nótt þegar lið hans LA Lakers lá fyrir Pistons 102-93 á útivelli. Bryant skoraði 39 stig í leiknum en mátti sín lítils gegn öflugri liðsheild Detroit, þar sem fimm leikmenn skoruðu 10 stig eða meira þó liðið væri langt frá sínu besta.

Sport
Fréttamynd

Áttundi sigur Dallas í röð

Lið Dallas Mavericks vann í nótt sinn áttunda leik í röð í NBA deildinni þegar liðið skellti Utah fyrirhafnarlítið á heimavelli sínum, 103-89. Josh Howard skoraði 24 stig í jöfnu liði Dallas, en Devin Brown skoraði 18 stig fyrir Utah.

Sport
Fréttamynd

Hvað gerir Kobe Bryant?

Leikur Los Angeles Lakers og Golden State Warriors verður sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland klukkan 03:30 í nótt, en þetta er fyrsti leikur Lakers síðan Kobe Bryant skoraði 81 stig gegn Toronto fyrir fimm dögum síðan og því aldrei að vita nema kappinn verði í góðu stuði í nótt.

Sport
Fréttamynd

Indiana - Cleveland í beinni

Leikur Indiana Pacers og Cleveland Cavaliers verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld klukkan hálf eitt, en þar á undan verður leikur LA Lakers og Toronto frá því fyrir viku. Kobe Bryant skoraði 81 stig í leiknum og skráði nafn sitt á spjöld sögunnar, en sá leikur verður sýndur klukkan 23:00.

Sport
Fréttamynd

Skipti hjá Boston og Minnesota

Minnesota Timberwolves og Boston Celtics skiptu í nótt 7 leikmönnum með það fyrir augum að hrista upp í liðum sínum, sem hefur ekki gengið vel það sem af er vetrar. Mestu munar þar um að framherjinn Wally Szczerbiak fer til Boston og bakvörðurinn Ricky Davis fer til Minnesota.

Sport
Fréttamynd

Phoenix skellti Miami

Þrír leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Phoenix Suns lagði Miami Heat á útivelli 107-98. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 22 stig og Steve Nash skoraði 21 stig og gaf 14 stoðsendingar, en fjórir leikmenn liðsins skoruðu 19 stig eða meira í leiknum. Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst.

Sport
Fréttamynd

Seattle - Dallas í beinni

Leikur Seattle Supersonics og Dallas Mavericks verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í nótt og hefst leikurinn klukkan 3:30. Leikurinn verður svo endursýndur í fyrramálið og fram að hádegi. Bæði lið hafa verið á góðu skriði á undanförnum dögum.

Sport
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri Toronto rekinn

Forseti NBA-liðs Toronto Raptors rak í dag framkvæmdastjórann Rob Babcock úr starfi eftir að hann hafði starfað í aðeins eitt og hálft ár hjá félaginu. Babcock var nokkuð umdeildur fyrir störf sín fyrir félagið, ekki síst þegar hann skipti Vince Carter í burtu og valdi svo leikmann í nýliðavalinu í fyrra sem reyndist vonlaus.

Sport
Fréttamynd

Níu í röð hjá Detroit

Detroit Pistons vann níunda leik sinn í röð í nótt þegar liðiði skellti Milwaukee í framlengdum leik 106-102. Rip Hamilton skoraði 35 stig fyrir Detroit, en Chauncey Billups var maðurinn á bak við sigurinn með því að skora 11 stig fyrir Detroit í framlengingunni einni saman. Michael Redd skoraði 41 stig fyrir Milwaukee.

Sport