NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Eiginkona Kobe sækir um skilnað

Vanessa Bryant, eiginkona körfuboltakappans Kobe Bryant, sótti í gær um skilnað frá leikmanninum sem hún hefur staðið þétt við bakið á síðustu ár. Vanessa var til að mynda áberandi þegar Kobe var kærður fyrir nauðgun árið 2003.

Körfubolti
Fréttamynd

Eigandi Nets vill verða forseti Rússlands

Milljarðamæringuinn Mikhail Prokhorov, eigandi New Jersey Nets, stendur í ströngu þessa dagana. Hann er að reyna að búa til stórlið í NBA-deildinni og hefur einnig ákveðið að bjóða sig fram til forseta í Rússlandi gegn Vladimir Pútin.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers er enn að reyna að fá Paul

Samkvæmt heimildum ESPN þá hafa forráðamenn LA Lakers ekki enn gefið upp alla von um að fá leikstjórnandann Chris Paul til félagsins. Margir héldu að Lakers hefði gefist upp en svo er ekki.

Körfubolti
Fréttamynd

Nene fær 67 milljónir dollara hjá Denver

Það er mikið líf á leikmannamarkaðnum í NBA-deildinni þessa dagana og liðin að gera sig klár fyrir stutt og snarpt tímabil. Denver Nuggets er búið að endursemja við Nene til næstu fimm ára.

Körfubolti
Fréttamynd

Paul gæti enn farið til Clippers - Billups kominn

Hringavitleysan í kringum Chris Paul heldur áfram. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að viðræður við LA Clippers sigldu í strand hófust viðræður á nýjan leik og því er enn möguleika á að Paul spili með Blake Griffin.

Körfubolti
Fréttamynd

Chris Paul gæti farið til Clippers

Chris Paul hefur síðustu daga verið á leið til Los Angeles Lakers en ekki náðist að ganga frá samningum. Paul gæti verið á förum til Los Angeles en þó ekki til Lakers. Nú er nefnilega hermt að hann sé við það að semja við LA Clippers.

Körfubolti
Fréttamynd

Chris Paul var kominn til Lakers en David Stern sagði nei

NBA-deildin stoppaði stór skipti í nótt en þá leit allt út fyrir það að leikstjórnandinn Chris Paul myndi spila við hlið Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers í vetur. Bandarískir fjölmiðlar segja að aðrir eigendur deildarinnar hafi kvartað og því hafi David Stern, yfirmaður NBA, ákveðið að leyfa ekki skiptin.

Körfubolti
Fréttamynd

Ekki byrjar það vel hjá Miami Heat - Miller frá í átta vikur

NBA-leikmennirnir mega nú mæta í æfingahús sinna liða á nýjan leik og þeir hafa því byrjað undirbúning sinn fyrir komandi tímabil þrátt fyrir að formlegar æfingabúðir liðanna hefjist ekki fyrr en 9. desember næstkomandi. Einn leikmaður getur þó ekki byrjað að æfa strax.

Körfubolti
Fréttamynd

Fimm NBA-leikir á jóladag

NBA-deildin hefur ákveðið að bæta tveimur leikjum við á jóladag sem verður fyrsti leikdagurinn á nýju 66 leikja tímabili sem varð að veruleika eftir að eigendur og leikmenn náðu saman um nýjan samning.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA-leikmenn fastir í Kína fram í mars

NBA-leikmennirnir Wilson Chandler, Kenyon Martin, J.R. Smith og Aaron Brooks tóku allir áhættuna og sömdu við kínversk lið á meðan að verkbannið var í gangi í NBA-deildinni. Þeir sem sömdu við evrópsk lið geta snúið aftur þegar NBA-deildin fer af stað á ný en reglurnar í Kína leyfa leikmönnunum hinsvegar ekki að stinga af.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA-deildin ætlar að troða Stjörnuleiknum inn

NBA-deildin fer væntanlega af stað á jóladag eftir að eigendur og leikmenn náðu óvænt saman um helgina. Deildin fer 55 dögum of seint og stað og forráðamenn NBA-deildarinnar verða því að troða 66 leikjum niður á fimm mánuði.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA-liðin munu öll spila einu sinni þrjú kvöld í röð

Það verður mikið leikjaálag á NBA-liðunum á nýja tímabilinu sem hefst væntanlega 9. desember næstkomandi en nú er farið að leka út hvernig tímabilið verður sett upp. Forráðamenn NBA-deildarinnar þurfa að koma fyrir 66 leikjum á tæpum fimm mánuðum.

Körfubolti
Fréttamynd

Búið að leysa NBA-deiluna - líklega byrjað að spila á jóladag

Kraftaverkin ku gerast á jólunum og það á svo sannarlega við í NBA-deilunni. Það benti ekkert til þess að það myndi nokkuð þokast í deilunni á næstunni þegar óvænt var greint frá því í dag að búið væri að leysa deiluna. Leikmenn og eigendur hafa loksins komist að samkomulagi og búið er að aflétta 149 daga verkbanni í deildinni sem hefst væntanlega á jóladag.

Körfubolti
Fréttamynd

Fá NBA-áhugamenn jólagjöf? - viðræður í gang á ný á morgun

Það er loksins eitthvað farið að gerast í NBA-deilunni því eigendur og leikmenn ætla að byrja að tala aftur formlega saman á morgun. Deiluaðilar munu byrja á því að koma í veg fyrir að deilan fari fyrir dómstóla en nokkrir leikmenn ákváðu að taka upp mál gegn NBA-deildinni í kjölfar þesss að þeir höfnuðu nýjasta tilboði eigendanna og leystu upp samtökin sín fyrir tíu dögum síðan.

Körfubolti
Fréttamynd

Besiktas vill fá Odom

Tyrkneska liðið Besiktas er þegar búið að landa Deron Williams, leikmanni NJ Nets, og félagið vill núna fá Lamar Odom, leikmann LA Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Lausn Metta World Peace: Ég og Jordan spilum bara upp á þetta

Metta World Peace, sem áður hét Ron Artest, segist hafa fundið lausnina á NBA-deilunni en NBA-verkbannið er nú orðið fimm mánaða og ekkert bendir til að það taki enda á næstunni. Tillaga leikmanns Los Angeles Lakers er eins og margt í hans lífi, það er í litlum tengslum við raunveruleikann.

Körfubolti
Fréttamynd

Kjarnorkuvetur í NBA: Við búum bara til nýja deild

Billy Hunter, framkvæmdastjóri NBA-leikmannasamtakanna sem voru leyst upp í byrjun síðustu viku, hefur talað um þann möguleika að NBA-leikmennirnir taki sig saman og stofni bara nýja deild. Kjarnorkuveturinn er hafinn í NBA-deildinni eftir að leikmennirnir ákváðu að fara með deiluna í réttarsalinn og samningarviðræður við eigendur NBA-liðanna fóru í algjört frost.

Körfubolti
Fréttamynd

Pippen á meðal þekktra gjaldþrota NBA leikmanna

Deila eigenda og samtaka leikmanna í NBA deildinni í körfuknattleik virðist engan endi ætla að taka. Samningafundir hafa engu skilað og búið er að fresta keppni til 15. desember. Útlit fyrir að deilan leysist ekki fyrr en eftir áramót. NBA leikmenn eru flestir á ofurlaunum en það vekur athygli að 60% fyrrum NBA leikmanna lenda í fjárhagsvændræðum 5 árum eftir að ferli þeirra lýkur. Margir þekktir kappar hafa lent í fjárhagsvandræðum eftir að ferli þeirra og má þar nefna Scottie Pippen – fyrrum leikmann meistaraliðs Chicago Bulls.

Körfubolti