NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA: Lakers-menn unnu á útivelli og Miami vann Philadelphia

Fjölmargir leikir fór fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers hefur gengið illa á útivelli í vetur en byrjaði sex leikja útileikjaferðalag á sigri á Denver Nuggets. Miami Heat vann öruggan sigur á spútnikliði Philadelphia 76ers, Boston Celtics vann New York Knicks í hörkuleik, Oklahoma City vann Memphis og þá dugðu 30 stig frá Dirk Nowitzki ekki Dallas á móti Indiana.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron James verður kannski með í troðslukeppninni

LeBron James, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni, tróð með tilþrifum í upphafi vikunnar þegar hann hoppaði yfir einn leikmann Chicago Bulls og nú eru bandarískir fjölmiðlamenn að velta því upp að James muni taka þátt í troðslukeppni Stjörnuleiksins sem fer fram í Orlandi í lok febrúar.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Byrjunarliðin klár fyrir Stjörnuleikinn | Howard fékk flest atkvæði

Það er búið að gefa það út hvaða tíu leikmenn munu byrja Stjörnuleik NBA-deildarinnar í ár en leikurinn fer fram í Orlando 26. febrúar næstkomandi. Los Angeles borg á fjóra af fimm byrjunarliðsmönnum Vesturdeildarinnar og er það í fyrsta sinn í fimmtán ár sem tvö liðsfélagapör eru í sama byrjunarliði í Stjörnuleik.

Körfubolti
Fréttamynd

Miðaverð á NBA-leiki hækkar | Dýrast á leiki New York Knicks

Miðaverð á NBA-leiki er farið að hækka á nýjan leik eftir að hafa staðið í stað í þrjú ár. Meðalverð á miða hefur nú hækkað um 1.7 prósent og upp í 48,48 dollara eða rúmlega sex þúsund krónur íslenskar. Það langdýrast á leiki hjá New York Knicks en meðalmiðaverð á leik í Madison Square Garden er fimm sinnum hærra en hjá Memphis Grizzlies þar sem miðarnir eru ódýrastir.

Körfubolti
Fréttamynd

Irving og Rubio bestu nýliðarnir í NBA í janúarmánuði

Kyrie Irving hjá Cleveland Cavaliers og Ricky Rubio hjá Minnesota Timberwolves voru valdir bestu nýliðarnir í janúarmánuði í NBA-deildinni í körfubolta. Tom Thibodeau, þjálfari Chicago Bulls og Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City Thunder voru valdir bestu þjálfararnir. Hér er verið að tala um fyrsta rúma mánuðinn á tímabilinu því leikirnir í lok desember teljast einnig með.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: 40 stig frá LeBron ekki nóg fyrir Miami | Thunder vann Dallas

Tvö efstu lið Austurdeildarinnar töpuðu bæði sínum leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt því Milwaukee Bucks vann Miami Heat í annað skiptið í vetur og Chicago Bulls steinlá á móti Philadelphia 76 ers. Orlando Magic vann loksins sigur og Oklahoma City Thunder vann meistarana í Dallas

Körfubolti
Fréttamynd

Stuðningsmenn Lakers hafa ekki mikla trú á liðinu

Los Angeles Lakers hefur tapað 9 af 22 fyrstu leikjum sínum á NBA-tímabilinu til þessa og er aðeins með sjötta besta árangurinn í Vesturdeildinni. Stuðningsfólk liðsins er ekki bjartsýnt á góðan árangur á þessu tímabili en nú er að verða síðasti möguleikinn fyrir Kobe Bryant að gera eitthvað áður en hann verður of gamall.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaq á nærbuxunum í beinni á TNT

Shaquille O'Neal er óhræddur við að gera grín að sér og öðrum og það breytist ekkert þótt að hann sé orðinn heiðvirður sjónvarpsmaður í umfjöllun TNT um NBA-deildina. Það er nefnilega von á öllu þegar Shaq og Charles Barkley eru saman í sjónvarpssal.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Clippers vann Oklahoma City | 8 sigrar í 9 leikjum hjá Miami

Los Angeles Clippers sýndi styrk sinn með því að enda fjögurra leikja sigurgöngu Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt í leik tveggja liða sem eru í efsta sætinu í sínum deildum í vestrinu. Miami Heat vann sinn áttunda sigur í síðustu níu leikjum og Chicago Bulls, Dallas Mavericks og an Antonio Spurs unnu öll leiki sína.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Miami vann Chicago | Sjaldgæfur útisigur hjá Lakers

Miami Heat vann sigur á Chicago Bulls í toppslagnum í austrinu í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks vann San Antonio Spurs í framlengdum leik, Boston Celtics tapaði fyrir Cleveland á heimavelli og Los Angeles Lakers vann sjaldagæfan sigur á útivelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Ekkert gengur hjá Lakers á útivelli

Eftir þjálfaraskipti Los Angeles Lakers í sumar er eini stöðugleikinn sem liðið hefur sýnt á tímabilinu að liðið nær sér ekki á strik á útivelli. Liðið hefur tapað sjö af átta útileikjum sínum það sem af er tímabilinu en unnið tíu af tólf heimaleikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Miami á góðri siglingu án Dwayne Wade

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt. Chris Bosh skoraði 35 stig fyrir Miami en nýliðinn Kyrie Irving skoraði 17 stig fyrir Cleveland, í 92-85 sigri Miami. LeBron James skoraði 18 stig fyrir Miami, en Dwayne Wade lék ekki með Miami en þetta er fimmti leikurinn sem hann missir af eftir ökklameiðsli. Miami hefur unnið 7 af 8 leikjum tímabilsins þar sem Wade hefur ekki verið með.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Boston jafnaði félagsmet gegn Orlando

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics tók Orlando í kennslustund á heimavelli sínum með 87-56 sigri á heimavelli. Boston hefur aðeins einu sinni áður fengið á sig eins fá stig í NBA deildinni. Boston lék án lykilmanna á borð við Rajon Rondo og Ray Allen. Paul Pierce skoraði 19 stig fyrir Boston en Dwight Howard var sá eini sem eitthvað lét að sér kveða í liði Orlando. Hann skoraði 18 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Miami vinnur enn án Wade

Fjarvera Dwyane Wade virðist engin áhrif hafa á stjörnum prýtt lið Miami sem vann enn einn sigurinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt - í þetta sinn gegn Philadelphia, 113-92.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Miami vann Lakers

Það var stórslagur í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þá hafði Miami Heat betur gegn LA Lakers, 98-87. Tveir aðrir leikir voru einnig á dagskrá.

Körfubolti
Fréttamynd

Dwyane Wade fékk 29 milljón króna McLaren-bíl í afmælisgjöf

Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, hélt upp á þrítugsafmæli sitt í vikunni og kærasta hans, Gabrielle Union, hélt honum af því tilefni glæsilega veislu á hóteli í bænum. Stærsta afmælisgjöfin kom þó ekki frá frúnni heldur bílaumboði í Miami sem sá ástæðu til þess að senda einn af flottustu bílum sínum til Wade.

Körfubolti