NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Lakers steinlá í fyrsta leik Steve Nash

Það er búist við miklu af Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í vetur enda liðið búið að fá til sín stórstjörnur á borð við Dwight Howard og Steve Nash. Allir nema Howard voru með í nótt en það kom þó ekki í veg fyrir að liðið steinlá á móti Golden State Warriors.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe er meiddur á fæti

Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers, er að glíma við meiðsli á fæti þessa dagana og gat ekkert æft með Lakers í gær vegna meiðslanna.

Körfubolti
Fréttamynd

Howard lætur Shaq heyra það

Körfuboltagoðsögnin Shaquille O'Neal hefur ekki alltaf farið mjúkum höndum um Dwight Howard, leikmann Lakers. Howard hefur aldrei skilið meðferðina sem hann fær hjá Shaq.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA mun sekta fyrir leikaraskap í vetur

NBA-deildin hefur stigið áhugavert skref sem margir vilja sjá í öðrum íþróttum. Deildin ætlar að fara að sekta leikmenn fyrir leikaraskap og ítrekuð brot enda í leikbanni. Leikaraskapur hefur farið mikið í taugarnar á forráðamönnum deildarinnar, sem og stuðningsmönnum, og nú er nóg komið.

Körfubolti
Fréttamynd

Knicks tímdi ekki að halda Lin

Framkvæmdastjóri NY Knicks, Glen Grunwald, segir að félagið hafi leyft Jeremy Lin að fara þar sem Knicks var ekki til í að greiða leikmanninum sömu laun og Houston Rockets.

Körfubolti
Fréttamynd

Garnett hættur að tala við Allen

Þeir Ray Allen og Kevin Garnett voru liðsfélagar hjá Boston Celtics frá 2007 til 2012 en nú er Allen farinn til Miami. Vinskap þeirra er þar með lokið og Garnett vill ekkert hafa með sinn gamla félaga.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA ætlar að sekta fyrir leikaraskap

Leikaraskapur er fyrir löngu síðan orðið stórt vandamál í íþróttum mörgum til mikillar mæðu. Það sem verra er þá hafa stóru íþróttagreinarnar ekki gert neitt í því til að koma í veg fyrir leikaraskapinn. Svindlurum er ekki refsað.

Körfubolti
Fréttamynd

Milicic á leið til Boston

Serbinn Darko Milicic er á leið til Boston Celtics og mun væntanlega skrifa undir eins árs samning við félagið að því er ESPN segir.

Körfubolti
Fréttamynd

Tárin runnu hjá Derrick Rose þegar hann kynnti nýju skóna sína

NBA-körfuboltamaðurinn Derrick Rose er á fullu í endurhæfingu eftir að hafa slitið krossband í fyrsta leik Chicago Bulls í úrslitakeppninni í vor. Meiðslin hafa reynt mikið á andlegu liðina hjá þessum besta leikmanni NBA-deildarinnar 2010-11 og það kom vel í ljóst þegar hann brotnaði á kynningarfundi á nýju skónum hans.

Körfubolti
Fréttamynd

Nýjasta NBA-höllin er tilbúin í Brooklyn

NBA-körfuboltaliðið New Jersey Nets er nú orðið að Brooklyn Nets og spilar því ekki lengur heimaleiki sína í New Jersey heldur í Brooklyn í New York. Nýjasta NBA-höllin er Barclays Center í Brooklyn og hún er líka tilbúin.

Körfubolti