Ný heimildarmynd um Dr. J Julius Erving, betur þekktur sem Dr. J, er einn af þekktustu NBA-leikmönnum sögunnar og nú hefur NBA TV ákveðið að heiðra kappann með því að framleiða heimildarmynd um feril hans í tilefni af 30 ára afmæli fyrsta og eina meistaratitils hans. Körfubolti 16. apríl 2013 16:45
Kobe valinn bestur í síðustu viku sinni á tímabilinu Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers og Carmelo Anthony, leikmaður New York Knicks, voru valdir bestu leikmenn vikunnar 8. til 14. apríl í NBA-deildinni í körfubolta, Bryant í Vesturdeildinni en Anthony í Austurdeildinni. Körfubolti 16. apríl 2013 09:30
NBA: Utah Jazz á enn möguleika á því að ná Lakers Baráttan um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta heldur áfram alveg fram í síðasta leik eftir að Utah Jazz vann sinn leik í nótt. Utah er einum sigurleik á eftir Los Angeles Lakers þegar bæði lið eiga enn leik eftir en það nægir Jazz-liðinu að jafna Lakers. Körfubolti 16. apríl 2013 07:06
Leik Celtics og Pacers aflýst NBA deildin aflýsti núna í kvöld leik sem til stóð að færi fram á milli Boston Celtics og Indiana Pacers á morgun. Samkvæmt dagskrá átti leikurinn að fara fram í TD Garden, heimavelli Boston. Bæði liðin munu því leika 81 leik á leiktímabilinu í stað 82 eins og venja er. Ástæðan er sprengingarnar í Boston í dag. Í yfirlýsingunni frá NBA deildinni er þolendum sprenginganna vottuð samúð. Rajon Rondo, einn af byrjunarliðsmönnum í Boston sagði á Twitter núna í kvöld að hann myndi biðja fyrir þolendunum. Shaquille O' Neal, sem lék með Boston til skamms tíma, sagði einnig að hugur hans væri hjá þolendunum. Körfubolti 16. apríl 2013 00:50
NBA: Lakers vann San Antonio í fyrsta leik án KObe Los Angeles Lakers steig stórt skref í átt að úrslitakeppninni með því að vinna San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Kobe Bryant sleit hásin. Miami Heat vann Chicago Bulls, Dirk Nowitzki varð 17. leikmaðurinn í sögunni til að skora 25 þúsund stig í sigri Dallas Maverricks og Denver Nuggets vann 22. heimasigurinn í röð. Körfubolti 15. apríl 2013 07:09
Kobe verður frá í sex til níu mánuði Þegar Kobe Bryant meiddist fyrir helgi var hann alveg viss um að hann hefði slitið hásin. Sá grunur reyndist réttur hjá honum. Körfubolti 14. apríl 2013 19:50
NBA: Clippers sá um Grizzlies Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þar ber helst að nefna fínan sigur LA Clippers gegn Memphis Grizzlies, 91-87, en leikurinn fór fram í Memphis. Körfubolti 14. apríl 2013 11:00
Þriggja milljón króna sekt fyrir fagn Kevin Durant, stórstjarna Oklahoma Thunder, var sektaður um 3 milljónir króna fyrir umdeilt fagn í leik gegn Golden State á fimmtudag. Körfubolti 13. apríl 2013 21:00
Jackson rekinn frá Spurs Forráðamenn San Antonio Spurs hafa verið mjög ósáttir við Stephen Jackson upp á síðkastið og ákváðu því að segja honum upp störfum. Körfubolti 13. apríl 2013 12:30
Tímabilið líklega búið hjá Kobe LA Lakers vann gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State eftir framlengingu í nótt en sigurinn var liðinu dýr. Stjarna liðsins, Kobe Bryant, meiddist á ökkla í leiknum og spilar líklega ekki meira í vetur. Körfubolti 13. apríl 2013 10:57
Wade snýr aftur í kvöld Dwyane Wade hefur misst af síðustu sex leikjum Miami Heat vegna hnémeiðsla en hann stefnir á að spila með liðinu í kvöld gegn Boston. Körfubolti 12. apríl 2013 15:45
Bulls sópaði Knicks Nate Robinson skoraði 35 stig þegar Chicaco Bulls vann 118-111 sigur á New York Knicks í framlengdum leik í United Center í nótt. Körfubolti 12. apríl 2013 08:00
Kobe í úrslitakeppnisham Kobe Bryant skoraði 47 stig þegar L.A. Lakers lagði Portland Trail Blazers 113-106 í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 11. apríl 2013 07:21
Oladipo ætlar í NBA-nýliðavalið Háskólakörfuboltinn er búinn í ár og nú byrja vangaveltur um hvaða ungstirni ætla sér að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar. Margir sterkir leikmenn íhuga að taka slaginn og einn besti leikmaður háskólaboltans í vetur, Victor Oladipo, hefur ákveðið að kveðja Indiana-háskólann. Körfubolti 10. apríl 2013 21:45
Öskubuskan í Michigan daðraði við Upton á Twitter Spike Albrecht, leikmaður Michigan-háskólans, sló mjög óvænt í gegn í úrslitaleik háskólakörfuboltans á mánudag. Sjálfstraustið hjá stráknum var greinilega í lagi eftir leik eins og sjá mátti á Twitter. Körfubolti 10. apríl 2013 16:30
Jay-Z ætlar að gerast umboðsmaður NBA-leikmanna Rapparinn heimsfrægi, Jay-Z, er mikill körfuboltaáhugamaður og hann á hlut í NBA-liðinu Brooklyn Nets. Hann ætlar nú að selja hlut sinn í félaginu svo hann geti einbeitt sér að öðrum hlutum. Körfubolti 10. apríl 2013 13:30
Lakers í bílstjórasætið Kobe Bryant skoraði 23 stig í fjórða leikhluta þegar L.A. Lakers lagði New Orleans Hornets á heimavelli sínum 104-96. Sigurinn kom Kaliforníuliðinu í áttunda sæti Vesturdeildar, hið síðasta sem gefur sæti í úrslitakeppninni. Körfubolti 10. apríl 2013 07:23
Veik von Dallas lifir Dallas Mavericks heldur í örlitla von um sæti í úrslitakeppni NBA-körfuboltans eftir heimasigur á Portland Trail Blazers 96-91 í nótt. Körfubolti 8. apríl 2013 07:20
Clippers sópaði Lakers | Tólfti sigur New York í röð LA Clippers hafði betur gegn grönnum sínum í LA Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld, 109-95. Körfubolti 7. apríl 2013 22:37
NBA: Tuttugu heimasigrar í röð í þunna loftinu Denver Nuggets hélt áfram magnaði sigurgöngu sinni í þunna loftinu í Colorado í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, LeBron James snéri aftur í lið Miami Heat eftir þriggja leikja fjarveru og Rick Adelman, þjálfari Minnesota Timberwolves, stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn. Körfubolti 7. apríl 2013 11:00
Sá besti fimmta mánuðinn í röð LeBron James var útnefndur besti leikmaður marsmánaðar í Vesturdeildinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem hann hlýtur verðlaunin. Körfubolti 6. apríl 2013 20:30
NBA í nótt: Lakers og Utah unnu bæði | Carmelo með 41 stig Baráttan um áttunda sæti Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni körfubolta harðnar enn en bæði LA Lakers og Utah Jazz unnu leiki sína í nótt. Körfubolti 6. apríl 2013 11:00
"Hanskinn" á leiðinni í Heiðurshöllina Gary Payton verður tekinn inn í heiðurshöll körfuboltans á mánudaginn kemur en þessi frábæri varnarmaður fór fyrir Seattle SuperSonics liðinu á tíunda áratugnum. Körfubolti 5. apríl 2013 19:45
Rændu heimili Bosh en létu NBA-hringinn hans vera Chris Bosh, einn af stjörnuleikmönnum NBA-meistara Miami Heat, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í vikunni þegar hann kom heim úr afmælisveislu sinni. Á meðan veislunni stóð höfðu nefnilega bíræfnir þjófar látið greipar sópa í skartgripasafni heimilisins. Körfubolti 5. apríl 2013 17:30
Ofbeldisfulli þjálfarinn fær 12 milljónir í bónus Körfuboltaþjálfarinn Mike Rice komst í heimsfréttirnar í vikunni þegar myndband með vafasömum þjálfunaraðferðum hans fór sem eldur í sinu um veraldarvefinn. Körfubolti 5. apríl 2013 16:30
NBA í nótt: Góð endurkoma hjá Chicago Chicago Bulls vann góðan sigur á Brooklyn Nets, 92-90, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þá fóru þrír leikir fram. Körfubolti 5. apríl 2013 09:01
Treyjan hans Shaq snýr öfugt Forráðamenn Los Angeles Lakers gerðu sig seka um klaufaleg mistök þegar þeir hengdu treyju Shaquille O'Neal upp í rjáfur í Staples Center höllinni í Los Angeles í vikunni. Körfubolti 4. apríl 2013 23:30
NBA í nótt: Tíundi sigur New York í röð Carmelo Anthony hefur nú skorað 90 stig í síðustu tveimur leikjum sínum með New York Knicks í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 4. apríl 2013 09:24
Sparkar í og lemur leikmenn sína | Myndband Mike Rice, þjálfari Rutgers-háskólans, er enginn venjulegur þjálfari. Þjálfunaraðferðir hans eru afar harkalegar enda gengur hann nánast í skrokk á leikmönnum sínum. Körfubolti 3. apríl 2013 16:30
Treyja Shaq hengd upp hjá Lakers LA Lakers ákvað að heiðra Shaquille O'Neal í gær með því að hengja upp treyju með númerinu hans, 34. Með því er ljóst að enginn annar leikmaður Lakers mun aftur bera það númer á sinni treyju. Körfubolti 3. apríl 2013 09:13