Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Margrét 83 ára á Selfossi leikur Bjarna durt

„Það er bara mjög gott og það klæðir mig bara virkilega vel að heita Bjarni og leika durt“, segir Margrét Óskarsdóttir, 83 ára leikari á Selfossi. Hún og félagar henni eru að æfa leikritið „Maður í mislitum sokkum“ sem sýnt verður í Litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Eins og í ástarsögu eftir Barböru Cartland

Tónlistarmaðurinn Höskuldur Ólafsson, betur þekktur sem Hössi í Quarashi er í hljómsveitinni Kig & Husk ásamt Frank Hall en þeir eru í óðaönn að safna fyrir vínyl útgáfu plötunnar Kill The Moon. Þeim finnst vínyllinn tengja tónlist og myndlist á einstakan hátt og vilja halda í þá athöfn.

Lífið
Fréttamynd

Vandaðar þáttaraðir byggðar á metsölubókum Sally Rooney

Sally Rooney er einn af ástsælustu rithöfundum okkar tíma en hún hefur gefið út þrjár bækur sem allar nutu mikilla vinsælda um allan heim. Fyrsta bókin hennar, Conversations with Friends, kom út árið 2017 og á mánudaginn næsta, þann 16. maí mun þáttaröðin koma inn í heild sinni á Stöð 2+.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ís­landi spáð 23. sæti á úr­slita­kvöldinu

Systurnar Sigga, Beta og Elín munu stíga á svið í seinni hluta á úrslitakvöldi Eurovision sem fer fram í Tórínó á Ítalíu á laugardag. Þær tryggðu Íslandi sæti í úrslitunum í gærkvöldi þvert á slæma spá. 

Tónlist
Fréttamynd

Kom að ótrúlegum flótta liðskonu Pussy Riot

Svo virðist sem að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi leikið lykilhlutverk í ótrúlegum flótta Maríu Alyokhinu, liðsmanni Pussy Riot, á flótta hennar frá Rússlandi á dögunum. Er hann sagður hafa sannfært ónefnt ríki í Evrópu um að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast yfir til Litháens frá Hvíta-Rússlandi.

Innlent
Fréttamynd

Systur snúa aftur á úr­slita­kvöldinu

Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag.

Lífið
Fréttamynd

Gítargrip og texti Með hækkandi sól

Fyrri undankeppni Eurovision fer fram í kvöld og Systur munu stíga á svið og flytja Með hækkandi sól fyrir Íslands hönd. Hörðustu Júró-aðdáendur munu líklega blása til teitis í kvöld til að hvetja okkar konur áfram og verður því að gera fólki mögulegt að grípa í gítarinn og syngja með systrum. 

Tónlist
Fréttamynd

Hefur farið 23 sinnum á Eurovision

Peter Fenner er mikill Eurovision spekúlant sem hefur oft á tíðum verið íslenskum hópum innan handar í keppninni og aðstoðað íslenska Eurovision þula. Hann hefur einnig komið að gerð nokkurra íslenskra Eurovision laga á borð við This is my life og Valentine Lost og segist elska íslenska listamenn. Blaðamaður hafði samband við þennan lífskúnstner og fékk hann til að svara nokkrum Júró-spurningum.

Tónlist
Fréttamynd

„Ég var fæddur til að bumpa“

Love Bump 22 er ný útgáfa Love Guru af fyrsta laginu sem Boney M gáfu út, „Baby do ya wanna bump“ sem kom út árið 1975. Love Guru segir að hér sé sungið um þokkafyllsta dans sögunnar, The Bump sem á einmitt 50 ára afmæli um þessar mundir.

Tónlist