Rannsókn á axarárásinni í Úlfarsárdal miðar vel Karlmaður sem réðst á fyrrverandi eiginkonu sína vopnaður öxi fyrir framan Dalskóla þann 30. nóvember sætir en gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar. Innlent 9. janúar 2023 16:53
Meintur gerandi fái vernd á meðan brotaþoli og fjölskylda sitja í djúpum sárum Réttargæslumaður fimmtán ára stúlku, sem sakaði stjúpföður sinn um ítrekað og gróft kynferðisofbeldi, segir ekki boðlegt að réttarkerfið geti ekki unnið úr málum án þess að valda brotaþolum skaða. Stúlkan hafi þurft að bíða í nærri tvö ár án ákæru og lögreglan á þeim tíma afhent manninum síma brotaþola. Maðurinn nýtur nú verndar í formi nálgunarbanns. Innlent 9. janúar 2023 14:31
Tveir sárir í andliti eftir að snjór féll af þaki í miðbænum Óskað var aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að töluvert magn af snjó féll ofan af húsþaki og á gangandi vegfarendur. Tveir hlutu minni háttar áverka í andliti en ekki þótti ástæða til að flytja þá á bráðamóttöku til skoðunar. Innlent 9. janúar 2023 06:08
Loka fyrir umferð um Mosfellsheiði vegna fastra bíla Lokað hefur verið fyrir umferð austur Þingvallaveg, frá Gljúfrasteini í Mosfellsdal. Ástæðan eru bílar sem ökumenn hafa fest á Mosfellsheiði í dag. Innlent 8. janúar 2023 20:06
Tálbeitan klassískt dæmi um dómstól götunnar Sérfræðingur í tálbeituaðgerðum segir karlmann, sem hefur lokkað meinta barnaníðinga í gildru og ljóstrað upp um þá á samfélagsmiðlum, ganga of langt í sínum aðgerðum. Málið sé klassískt dæmi um dómstól götunnar. Innlent 8. janúar 2023 19:26
Hlaut varnarsár í átökum við Háskólabíó Slagsmál brutust út milli tveggja manna að loknum viðburði fyrir framan Háskólabíó í gærkvöldi. Annar var handtekinn og annar fluttur á slysadeils þar sem kom í ljós að hann hafði hlotið varnarsár. Innlent 8. janúar 2023 13:13
Gámar skíðloguðu eftir íkveikjur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti fjórum útköllum í gærkvöldi vegna íkveikja. Gámar skíðloguðu í Spönginni og kveikt var í ruslatunnu í Hafnarfirði. Innlent 8. janúar 2023 08:39
Flugeldur sprakk í hendi manns Í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um flugeldaslys þar sem flugeldur hafði sprungi í hendi manns. Sá var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Í gær var fyrsti dagur ársins þar sem ekki mátti sprengja flugelda. Innlent 8. janúar 2023 07:40
Með hnefana á lofti eftir Áramótaskop Ara Eldjárn Lögregla var kölluð til að Háskólabíó á tíunda tímanum í kvöld þar sem gestum á Áramótaskopi Ara Eldjárn var allt annað en hlátur í huga. Hnefar voru á lofti og greinilegt að einhverjir höfðu fengið sér í aðra tána eða rétt rúmlega það. Innlent 7. janúar 2023 23:35
Ekki í lífshættu og árásarmaðurinn laus úr haldi Ungur maður sem var stunginn í fjölbýlishúsi í Mosfellsbæ í gærkvöldi er ekki í lífshættu en líðan hans er eftir atvikum. Sá sem stakk hann var handtekinn í gær en hefur nú verið leystur úr haldi. Innlent 7. janúar 2023 15:29
Einn í haldi lögreglu vegna stunguárásar í Mosfellsbæ Einn er í haldi lögreglu vegna stunguárásar sem framin var í heimahúsi í Þverholti í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Hann var handtekinn á vettvangi að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, aðstoðarlögreglustjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 7. janúar 2023 10:17
Fluttur á sjúkrahús vegna stunguárásar Maður var fluttur á Landspítalann á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna alvarlegs stungusárs sem hann hlaut í Þverholti í Mosfellsbæ. Innlent 7. janúar 2023 07:26
Leiðir meinta barnaníðinga í gildru og afhjúpar á netinu Karlmaður, sem hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð lokkað og ljóstrað upp um meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, hefur skilað gögnunum sem hann hefur safnað til lögreglu. Hann segir lögreglu og dómskerfi ekki taka á kynferðisofbeldismálum af nógu mikilli hörku. Innlent 6. janúar 2023 18:29
Reglulegt eftirlit og engin handjárn við handtöku Kristjáns Einars Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður var ekki færður í handjárn þegar lögreglan á Húsavík hafði afskipti af honum við akstur í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Þá var sérsveitarbíll Norðurlands eystra staddur á Húsavík fyrir tilviljun, alls ótengt Kristjáni Einari. Innlent 6. janúar 2023 10:57
Ólöglegir með fíkniefni og ölvaður á hóteli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af tveimur mönnum sem reyndust dvelja ólöglega hér á landi í gærkvöldi og nótt. Um var að ræða tvö aðskilin mál. Innlent 6. janúar 2023 06:18
Sakborningur í hryðjuverkamálinu: Yfirlýstur nasisti sem finnst hommar fá of mikið pláss Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi kvaðst vera nasisti í skýrslutöku og sagði homma fá of mikið pláss í samfélaginu. Þá ætti að „banna þá frá börnum.“ Maðurinn sagðist vera ósáttur við hvernig útlendingar streymdu inn í landið, vinni ekkert og lifi á kerfinu. Hér væri of mikið af útlendingum og „aðal vandamálið væri þá öfgamúslímar.“ Innlent 5. janúar 2023 23:38
Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. Innlent 5. janúar 2023 22:48
Viðbúnaður hjá lögreglu í Miðtúni í Reykjavík Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með nokkurn viðbúnað í Miðtúni í Reykjavík á fjórða og fimmta tímanum í dag. Sérsveitarmenn voru kallaðir til vegna málsins en að sögn aðalvarðstjóra var um að ræða útkall vegna veiks einstaklings sem var vopnaður hnífi. Innlent 5. janúar 2023 16:35
Konan sem lýst var eftir er fundin Kona á fertugsaldri sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er komin í leitirnar. Ekkert hafði spurst til hennar frá 26. desember þegar hún fór frá dvalarstað sínum í Reykjavík og var hennar leitað í dag. Innlent 5. janúar 2023 15:14
Svikarar narra leigjendur í neyð með fölskum gylliboðum Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að um alveg sérlega ósvífna tegund af svikastarfsemi sé að ræða en brögð eru að því að óprúttnir hrappar geri út á neyð leigjenda. Þeir auglýsa íbúðir til leigu, sem er tilbúningur en heimta sérstakt umsóknargjald svo leigjendur eigi möguleika á að sækja um íbúðina. Innlent 5. janúar 2023 12:47
Fyrstu rannsóknir benda til að efnið hafi verið hættulaust Fyrstu niðurstöður greiningar Háskóla Íslands á innihaldi sendingarinnar sem var fjarlægð úr bandaríska sendiráðinu í gær sýna fram á að innihaldið sé hættulaust. Innlent 5. janúar 2023 12:20
Arna fer fram á að rannsókn á hendur sér verði felld niður Arna McClure, yfirlögfræðingur Samherja, hefur farið þess á leit við dómstóla að rannsókn héraðssaksóknara á hendur henni verði úrskurðuð ólögmæt og felld niður. Innlent 5. janúar 2023 06:51
Ekki bara færðin sem var að trufla menn í umferðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð út vegna nokkurs fjölda umferðarslysa. Innlent 5. janúar 2023 06:34
Rúta valt við Kirkjubæjarklaustur Rúta fór út af vegi við Kirkjubæjarklaustur og valt á hliðina rétt í þessu. Innlent 4. janúar 2023 18:35
Hjálparköll sendiráða setja skýrt verklag í gang hjá lögreglu Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir að reglulegt verklag hafi farið af stað á þriðja tímanum í dag þegar boð barst frá bandaríska sendiráðinu um dularfulla pakkasendingu. Tveir starfsmenn sendiráðsins voru sendir á sjúkrahús í varúðarskyni. Ekkert amar að þeim. Innlent 4. janúar 2023 17:12
Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. Innlent 4. janúar 2023 14:17
Myndir ársins 2022: Eldgos, óveður og menn í járnum Ljósmyndarar og myndatökumenn Vísis voru á ferð og flugi árið 2022. Eldgos, óveður og stjórnmálin voru að sjálfsögðu meðal helstu myndefna en aðgerðir lögreglu og dómsmál komu einnig oft við sögu. Innlent 4. janúar 2023 09:30
Hafði í hótunum við starfsfólk fyrirtækis Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt og var meðal annars kallað út eftir að maður hafði haft í hótunum við starfsfólk fyrirtækis og svo óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Innlent 4. janúar 2023 06:17
Níu fluttir með flugi til Reykjavíkur eftir alvarlegt umferðarslys Harður árekstur varð á Suðurlandi í dag. Fólksbíll og jeppi skullu saman á Suðurlandsvegi við Öldulón og Fagurhólsmýri, suður af Öræfajökli, um klukkan tvö en níu manns voru í bílunum tveimur. Innlent 3. janúar 2023 16:39
Óska eftir að ræða við sundlaugargesti sem urði vitni að banaslysi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ná tali af sundlaugargestum sem voru á vettvangi þegar karlmaður á áttræðisaldri missti meðvitund í Breiðholtslaug og lést í kjölfarið í síðasta mánuði. Andlát mannsins er til rannsóknar hjá lögreglunni. Innlent 3. janúar 2023 10:40