Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

„Af hverju í ó­sköpunum fær þessi maður að endur­taka þetta aftur og aftur?“

Móðir drengs sem var í hóp þeirra sem maður sat um og réðst á í síðustu viku eftir að þeir höfðu gert dyraat á heimili hans, segir málið galið og grafalvarlegt. Hún er hrædd um að álíka atvik muni koma fyrir aftur, verði ekkert aðhafst.  Maðurinn dró einn drengjanna inn til sín og hélt honum föngnum í tíu mínútur eða þar til faðir annars drengs braut rúðu á útidyrahurð mannsins til að komast inn og ná drengnum út.

Innlent
Fréttamynd

Umfangsmikil leit hafin á ný

Leit að Stefáni Arnari Gunnarssyni, sem saknað hefur verið síðan á fimmtudag, hófst á ný í morgun með sama sniði og í gær, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Fresta leitinni til morguns

Ákveðið hefur verið að fresta leit að Stefáni Arnari Gunnarssyni til morguns. Henni var hætt þegar nokkuð var liðið á kvöldið og birtuskilyrði fóru þverrandi.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla lýsir eftir Stefáni Arnari

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Stefáni Arnari Gunnarssyni, 44 ára. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að Stefán Arnar sé búsettur á Arnarhrauni í Hafnarfirði en síðast er vitað um ferðir hans síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Krefst þess að lög­reglan biðjist af­sökunar

Sex ára rannsókn á máli sem lögreglan kynnti sem eitt umfangsmesta fíkniefna og peningaþvættismál sögunnar er lokið án þess að gefin verði út ákæra. Fyrrverandi sakborningur í málinu krefst afsökunarbeiðni. 

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekinn vegna sprengju­hótunar í Reykja­nes­bæ

Karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í gær við komuna til landsins. Hann er grunaður um að standa að baki sprengjuhótunar sem send var á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í síðustu viku. Ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt vegna hótunarinnar auk þess sem hún beindist gegn nokkrum leikskólum. Lögreglustjóri segir manninn eiga langan sakaferil að baki.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á unglingsstrák á hlaupahjóli í Lindahverfi

Fólksbíl var ekið á fjórtán ára dreng á hlaupahjóli í Lindahverfi í Kópavogi um miðjan dag. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðs slasaðist drengurinn ekki alvarlega en farið var með hann til skoðunar á slysadeild til öryggis.

Innlent
Fréttamynd

Blönduósmálið fellt niður á grundvelli neyðarvarnar

Héraðssaksóknari hefur ákveðið að gefa ekki út ákæru í rannsókn á manndrápi á Blönduósi í ágúst í fyrra. Talið var að sakborningar í málinu hefðu ekki farið út fyrir takmörk sín til leyfilegrar neyðarvarnar. Málið hefði ekki verið líklegt til sakfellis. 

Innlent
Fréttamynd

Í góðum gír að ónáða gesti

Í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann í miðbænum sem var að ónáða gesti á veitingastað. Lögreglufulltrúar fóru á vettvang og ræddu við aðilann og virtist maðurinn bara vera í góðum gír. Ekki var metin þörf á frekari afskiptum lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Fjórir handteknir eftir stunguárás í Mathöll Höfða

Fjórir hafa verið handteknir eftir hnífstungu á Höfða í dag og einn fluttur á slysadeild eftir stunguárás. Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang eftir að tilkynning barst, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Ungi maðurinn er aftur fundinn

Átján ára karlmaður sem lögreglan lýsti eftir í tvígang í gærkvöldi er kominn í leitirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Sást til veggjakrotarans í Vesturbæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er engu nær um það hver stóð að verki þegar krotað var á fjölda veggja í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í rusli fyrir framan hús í mið­borginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að kveikt hefði verið í ruslið fyrir framan hús í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögreglumenn sem fóru á vettvang náðu að slökkva eldinn en málið er nú í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Stór­sér á Vestur­bænum eftir skemmdar­varginn

Veggjakrotari, vopnaður spreybrúsum í öllum litum, framdi skemmdarverk á fjölda mannvirkja í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Maðurinn krotaði meðal annars á vegg Melabúðarinnar og furðar eigandi sig á atferli skemmdarvargsins. Lögreglan er með málið til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Réttinda­laus ók lyftara á bíl

Ökumaður lyftara ók á bifreið við Hafnarfjarðarhöfn klukkan hálf tvö í dag. Ökumaðurinn var ekki með réttindi til að vinna á vinnuvél á opnu svæði.

Innlent
Fréttamynd

Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla

Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum.

Innlent