Sektaður fyrir of skyggðar rúður Ökumaður var sektaður í Breiðholti í Reykjavík fyrir að aka með skyggðar filmur í hliðarrúðum bíls síns. Ólöglegt er að vera með filmur í framhliðarrúðum ökutækja. Fréttir 7. ágúst 2025 17:51
Smokkamaðurinn enn ófundinn Óprúttinn aðili sem ók inn á Svarfhólsvöll aðfaranótt síðasta föstudags, vann skemmdir á vellinum og skildi eftir sig smokk, er enn ófundinn. Innlent 7. ágúst 2025 16:17
Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Maður sem tók þátt í því sem kallað var fyrsta bankaránið á Íslandi árið 1975 gaf sig loksins fram við lögregluna í sumar, fimmtíu árum eftir verknaðinn. Maðurinn, sem var á fermingaraldri 1975, stal rúmlega 30 þúsund krónum úr Útvegsbankanum sáluga í Kópavogi. Varðandi hugsanlega refsingu segir lögregla að málið sé fyrnt. Innlent 7. ágúst 2025 14:07
Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Alvarlegt vinnuslys varð á sveitabæ í Skagafirðinum rétt fyrir hádegi í dag, þegar einingar sem áttu að fara í húsbyggingu hrundu ofan á mann. Innlent 7. ágúst 2025 13:50
Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi sem varð á Breiðamerkurjökli í fyrra er lokið. Engar kærur eða ákærur verða gefnar út í málinu. Innlent 7. ágúst 2025 11:20
Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Eigandi bíls þar sem í var að finna eitthvert magn bensínbrúsa og ýmsan annan búnað hefur verið handtekinn. Innlent 7. ágúst 2025 06:12
Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður lýsti langvarandi áreitni og umsáturseinelti af hálfu konu í hlaðvarpi sínu á dögunum. Hann segir eltihrelli hafa ofsótt hann undanfarin þrjú ár, setið um hann í bílakjöllurum, bankað upp á heima hjá honum og áreitt kærustu hans og vini. Innlent 6. ágúst 2025 22:04
Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sex manns voru í bílunum tveimur sem skullu harkalega saman á Skeiða- og Hrunamannavegi á sjöunda tímanum í kvöld. Innlent 6. ágúst 2025 21:14
Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. Innlent 6. ágúst 2025 19:49
Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Tveggja bíla árekstur varð við afleggjarann að Vallabæjum austan við Kirkjubæjarklaustur upp úr hádegi í dag. Meiðsl á fólki eru minniháttar en miklar skemmdir eru á bílunum. Innlent 6. ágúst 2025 15:04
Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Lögregluembættið í Vestmannaeyjum mun ekki greina frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð fyrr en búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola. Innlent 6. ágúst 2025 11:35
Nokkuð um hávaðaútköll Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var nokkrum sinnum kölluð út vegna hvers kyns hávaða í gærkvöldi og í nótt. Innlent 6. ágúst 2025 06:11
Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. Innlent 5. ágúst 2025 20:02
Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Konu á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í gær var sagt að hún væri bær til að aka þegar hún blés í áfengismæli lögreglu við Landeyjahöfn en var handtekin vegna gruns um ölvunarakstur eftir að hafa blásið á næsta eftirlitspósti, nokkrum mínútum síðar. Hún reiknar með hárri sekt og að missa ökuréttindin. Aðalvarðstjóri segir ökumenn alfarið ábyrga í tilfellum sem þessu og að áfengismælar gefi einungis vísbendingu um vínandamagn. Innlent 5. ágúst 2025 18:46
Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Karl og kona eru grunuð um líkamsárás, frelsisviptingu og byrlun í lok júlímánaðar. Þau eru talin hafa framið umrædd brot á áfangaheimili í Reykjavík þar sem þau hafi neytt mann til að neyta fíkniefna, svo ráðist á hann, og síðan stolið lyfjum hans. Innlent 5. ágúst 2025 12:19
Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að starfsmaður á hóteli í miðborg Reykjavíkur óskaði eftir aðstoðar vegna manns sem hafði leigt herbergi hjá þeim í tæpa viku. Innlent 5. ágúst 2025 06:15
Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Þyrluáhöfn Landhelgsisgæslunnar hefur sinnt umferðareftirliti í dag í samstarfi við lögregluna á Vesturlandi. Þrettán voru í dag sektaðir fyrir ölvunarakstur á Suðurlandi og um tvö hundruð stöðvaðir vegna hraðaksturs á Austurlandi. Umferðin um helgina hefur gengið stórslysalaust fyrir sig. Innlent 4. ágúst 2025 19:39
Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Lögreglunni í Vestmannaeyjum bárust tilkynningar um fimm líkamsárásir. Einn veittist að lögreglumanni og var handtekinn en viðkomandi var með kylfu og hnúajárn í fórum sínum. Innlent 4. ágúst 2025 11:02
Allir blása í Landeyjahöfn Lögreglan á Suðurlandi fylgist með umferð í Landeyjahöfn en Þjóðhátíðargestir flykkjast nú í land. Enginn bílstjóri kemst af svæðinu án þess að vera athugaður af lögreglu. Innlent 4. ágúst 2025 10:57
Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Fimm karlmenn í kringum tvítugt voru vistaðir í fangaklefa á Akureyri eftir að hópslagsmál komu upp. Mikill erill var hjá lögreglunni í nótt. Innlent 4. ágúst 2025 10:42
Einn handtekinn vegna líkamsárasar Einn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna en lögregla vistaði viðkomandi í fangageymslu vegna rannsókn málsins. Innlent 4. ágúst 2025 07:25
Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt, og tvær slíkar tilkynningar hafa borist lögreglunni á Akureyri um helgina. Heilt yfir hafa hátíðarhöld víðast hvar gengið vel fyrir sig það sem af er helgi samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum um landið. Innlent 3. ágúst 2025 12:06
Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Lögregluþjónar stöðvuðu í gærkvöldi ökumann sem reyndist bæði réttindalaus og undir áhrifum fíkniefna. Var hann stöðvaður eftir að hann hafði valdið slysi og var hann vistaður í fangaklefa í nótt. Innlent 3. ágúst 2025 07:49
Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi. Innlent 2. ágúst 2025 19:55
Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Barnung stúlka sem féll í sjóinn við Reynisfjöru í dag er fundin og hefur verið flutt á sjúkrahús í Reykjavík en lögreglan segir að ekki sé „vitað um ástand“ hennar. Um erlenda ferðamenn er að ræða. Innlent 2. ágúst 2025 17:12
Hnífurinn reyndist grilltangir Lögreglunni á Siglufirði barst í nótt tilkynning um líkamsárás þar sem átti að hafa verið notast við einhvers konar hníf. Var því kölluð út sérsveit ríkislögreglustjóra en í ljós kom að ekki var um hníf að ræða heldur grilltangir. Innlent 2. ágúst 2025 10:12
Læti í miðbænum og í veðrinu Níu gistu í fangageymslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina en alls voru 75 mál skráð í kerfi lögreglunnar frá fimm í gærdag til fimm í morgun. Flest þeirra virðast hafa tengst skemmtanalífinu og veðrinu. Innlent 2. ágúst 2025 08:06
Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Landsréttur ógilti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem er sakaður um glannaakstur á stolnum bíl um flugbraut Keflavíkurflugvallar. Ökuníðingurinn var að sögn lögreglu undir áhrifum fíkniefna og með reipi um hálsinn þegar hann var handtekinn. Þá hafði hann ekið á tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbraut og einnig reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél. Innlent 1. ágúst 2025 17:54
Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Margrét Halla Hansdóttir Löf, 28 ára gömul kona sem hefur verið ákærð fyrir að verða föður sínum að bana og tilraun til að bana móður sinni í Garðabæ í apríl síðastliðnum hefur talað um að foreldrar sínir hafi hlotið áverka sína vegna þess að þau féllu til jarðar. Innlent 1. ágúst 2025 15:41
Erum við á leiðinni í hnífavesti? Erum við 10-15 árum á eftir hinum Norðurlöndunum? Lögreglan þarf nú að hafa afskipti af hnífamálum þriðja hvern dag hér á landi. Er þetta tilviljun eða mun ástandið versna enn frekar? Árið 2023 fóru sérsveitir í tólf sinnum fleiri vopnuð útköll en árið 2013, og mig grunar að sú tölfræði hafi ekki skánað. Skoðun 1. ágúst 2025 15:33