Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Fastur á Kefla­víkur­flug­velli í fjóra sólar­hringa án alls

Albanskur maður, sem var áður eftirlýstur fyrir líkamsárás og fleiri brot, dvaldi allslaus á flugvellinum í Keflavík í fjóra daga á meðan hann beið ákvörðunar Útlendingastofnunar. Honum hefur verið vísað úr landi en lögmaður mannsins býst við að hann þurfi að bíða á flugvellinum í einhverja daga eftir lögreglufylgd úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Blés til skyndi­fundar vegna inn­flutnings gerviópíóða

Heilbrigðisráðuneytið efndi til skyndifundar í dag með fulltrúum Lyfjastofnunar, Landspítala, embætti landlæknis, tollayfirvalda, lögreglunnar, Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, Afstöðu og Matthildi skaðaminnkun, um leiðir til að bregðast við innflutningi ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa eftir Svövu Lydiu

Lögreglan á Vesturlandi lýsir eftir Svövu Lydiu Sigmundsdóttur. Síðast er vitað af ferðum hennar á Torrevieja svæðinu á Spáni föstudaginn 4. apríl. 

Innlent
Fréttamynd

Óvenjumargir sem sæta gæslu­varð­haldi í fangelsum landsins

Óvenjumargir hafa sætt gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins undanfarna mánuði að sögn setts fangelsismálastjóra. Á sama tíma eru boðunarlistar í afplánun langir og færst hefur í vöxt á allra síðustu misserum að refsingar fyrnist. Nokkuð er einnig um að erlendir einstaklingar sem bíða brottvísunar, en eru ekki grunaðir um refsiverða háttsemi, bíði í fangelsi þar til þeim er vísað úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um hóp­nauðgun í Reykja­vík

Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Beitti bar­efli í líkams­á­rás

Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í Breiðholti og Kópavogi í nótt. Einn var handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í nótt kölluð út á forgangi vegna líkamsárásar þar sem beitt var barefli. Ekki er tilgreind staðsetning í dagbók lögreglunnar en Stöð 3 svaraði útkallinu en þau sjá um Breiðholt og Kópavog.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Ís­landi

Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildarsamtakanna, samtaka um skaðaminnkun, hefur miklar áhyggjur af því að tollurinn hafi lagt hald á töflur sem innihalda nitazene. Hún óttast að efnið gæti þegar verið komið í dreifingu eða að það styttist í það. Nitazene er sterkur ólöglegur ópíóíði sem getur verið margfalt sterkara en aðrir ópíóíðar.

Innlent
Fréttamynd

Fanga­geymslur fullar eftir nóttina

Fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu voru fullar eftir eril næturinnar og kvöldsins. Samkvæmt dagbók lögreglunnar gistu tólf í fangageymslu í nótt. Alls voru 97 mál bókuð í kerfum lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Það sem við vitum og vitum ekki um mann­drápið hrotta­lega

Þrír karlmenn sæta enn einangrun grunaðir um aðkomu að manndrápi karlmanns í Þorlákshöfn á sjötugsaldri. Tveir þeirra hafa komið við sögu lögreglu í umtöluðum sakamálum. Spurningunni hvernig og hvers vegna ofbeldisfólkið komst í samband við karlmanninn er ósvarað. Vinkona segir hinn látna hafa verið einstakan mann.

Innlent
Fréttamynd

Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og á­reita börn

Karlmaður var sakfelldur í Landsrétti í dag fyrir að hafa áreitt stúlku í verslun 10-11 í miðbænum og fyrir að bera kynfæri sín í tvígang, annars vegar á Háskólatorgi og hins vegar í Mini market. Maðurinn var dæmdur til tólf mánaða fangelsis og til að greiða börnunum miskabætur. Maðurinn er 34 ára gamall og á að baki dóma fyrir svipuð brot samkvæmt dómi.

Innlent
Fréttamynd

Sól­rún fundin á Spáni

Búið er að finna Sólrúnu Petru Halldórsdóttur sem hafði verið týnd í um þrjá sólarhringa á Spáni heila á húfi. Það staðfestir faðir hennar, Halldór Ágústsson, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Hinir hand­teknu al­veg ó­tengdir

Tveir voru handteknir hér á landi í síðasta mánuði í alþjóðlegri lögregluaðgerð vegna vefsíðu þar sem finna mátti barnaníðsefni. Mennirnir eru grunaðir um að hafa deilt barnaníðsefni í gegnum síðuna. Á fjórða tug ríkja tóku þátt í aðgerðinni.

Innlent
Fréttamynd

Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi

Karli og konu sem grunuð eru um aðild að manndrápi, frelsissviptingu og fjárkúgun, í máli sem kennt hefur verið við Gufunes hefur verið sleppt úr haldi. Þau hafa enn réttarstöðu sakbornings. Þrír karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Grind­víkingum hleypt inn í bæinn á ný

Íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Grindavík hafa fengið heimild til að fara inn fyrir lokunarpósta og halda inn í bæinn. Lokunarpóstar eru á Grindavíkurvegi, Nesvegi og Suðurstrandarvegi en ná ekki til orkuversins í Svartsengi, Bláa lónsins og Northern Light Inn. Ferðamönnum er ekki hleypt inn til Grindavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður

Alls voru 79 handteknir og um fjórtán hundruð eru undir smásjá Evrópulögreglunnar grunuð um að miðla kynferðislegu efni með börnum á vefsíðunni Kidflix. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo í aðgerðunum sem teygðu sig til 38 landa. 39 börnum var bjargað úr hættulegum aðstæðum.

Innlent
Fréttamynd

Aðal­með­ferð hafin í Menningarnætur­máli

Aðalmeðferð er hafin í máli ungs manns sem ákærður er fyrir að hafa orðið Bryndísi Klöru Birgisdóttur að bana eftir stunguárás á Menningarnótt í ágúst síðastliðinn. Maðurinn er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps.

Innlent
Fréttamynd

Réðust á og hótuðu starfs­mönnum verslunar

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um tvo menn að stela í verslun í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Þegar starfsmenn verslunarinnar hafi haft afskipti af þeim réðust mennirnir á starfsmennina og höfðu í hótunum.

Innlent
Fréttamynd

„Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“

„Þó ég sé ekkert að vorkenna sjálfum mér þá tikka ég í öll box, með hjarta og annað. Ég má ekkert við svona. Ég var svo sem ekkert að segja þeim það. En það munaði minnstu að þeir dræpu mig. Pumpan, það var allt komið á fulla ferð. Ég hef aldrei lent í öðru eins.“

Innlent
Fréttamynd

„Hauga­lygi að ég hafi ógnað ein­hverjum með byssu“

Hermann Ólafsson hobbýbóndi, fyrrverandi sjávarútvegsmaður og Grindvíkingur, er miður sín eftir að hafa fengið að kenna óþyrmilega á því: Handjárnaður, „blásaklaus“, settur í steininn og til að bíta hausinn af skömminni: Talinn hafa ógnað fólki með byssu.

Innlent