
Jajalo missir af byrjun tímabilsins
Kristijan Jajalo, markvörður KA, missir af byrjun tímabilsins. Hann handleggsbrotnaði á æfingu í gær.
Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.
Kristijan Jajalo, markvörður KA, missir af byrjun tímabilsins. Hann handleggsbrotnaði á æfingu í gær.
Hólmfríður Magnúsdóttir hefur ákveðið að hætta við að hætta og mun spila með Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.
Fyrrverandi samherji Garys Martin hjá ÍBV kærði hann fyrir að taka nektarmynd af sér eftir leik liðsins í síðustu viku.
Gary Martin hefur verið rekinn frá ÍBV vegna agabrots. Enski framherjinn hafði leikið með liðinu síðan 2019.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er bærilega bjartsýnn á að Rasmus Nissen leiki með Víkingum í sumar.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.
Það var hiti í mönnum eftir leik Úlfana og Ísbjarnarins í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins en leikið var í Safamýrinni.
Hinn margfaldi Íslandsmeistari, Ólafur Jóhannesson, er á meðal þeirra spekinga sem verða Guðmundi Benediktssyni til halds og trausts í Pepsi Max Stúkunni í sumar.
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, fagnar því að fá Valgeir Valgeirsson aftur til félagsins.
Hinn nítján ára gamli Rasmus Nissen skoraði þrennu fyrir Víkinga í síðasta æfingaleik liðsins áður en Pepsi Max deild karla hefst um næstu helgi.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.
Haukar, ÍH og Ægir eru komin áfram í aðra umferð Mjólkurbikars karla eftir leiki liðanna í fyrstu umferðinni í kvöld.
Fjórum leikjum er lokið í Mjólkurbikar karla í fótbolta í dag. ÍBV, Vestri og Stokkseyri unnu örugga sigra.
Sóknartengiliðurinn Ægir Jarl Jónasson hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnufélag Reykjavíkur um tvö ár.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.
Pepsi Max deildin verður flautuð í gang 30. apríl og því hefur Ölgerðin gert myndarlega auglýsingu fyrir deildir sumarsins.
Fjölmargir leikir voru á dagskrá í Mjólkurbikar karla í fótbolta í dag. Hæst ber að Kórdrengir unnu Selfoss í Lengjudeildarslag og Víkingur frá Ólafsvík skoraði 18 mörk gegn Gullfálkanum.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.
HK hefur heldur betur fengið öflugan liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Pepsi Max-deild karla. Valgeir Valgeirsson, besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð, mun leika með uppeldisfélagi sínu í sumar. HK greindi frá þessu í kvöld.
Framherjinn Guðmundur Magnússon hefur gengið í raðir uppeldisfélags síns Fram og mun því leika í Safamýrinni í Lengjudeild karla í sumar. Fram hefur leik í deildinni gegn gömlum félögum Guðmundar.
Varnarmaðurinn Annie Williams hefur samið við ÍBV um að leika með liðinu í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Eyjakonur mæta Þór/KA í fyrstu umferð þann 4. maí.
Sóknartengiliðurinn Hilmar Árni Halldórsson skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Stjörnuna í dag. Fram undan er sjötta tímabil hans með Garðabæjarliðinu.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur sína menn geta borið sigur úr býtum í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í sumar. Liðið endaði í 4. sæti deildarinnar síðasta sumar er keppni var hætt þegar enn voru nokkrar umferðir eftir af mótinu.
Fyrr í kvöld greindi Vísir frá því að æfingaleikur KR og ÍA í knattspyrnu hefði verið flautaður af þegar stundarfjórðungur var til leiksloka þar sem mönnum var svo heitt í hamsi. Ísak Snær Þorvaldsson segir málið vera blásið allverulega upp.
Samkvæmt heimildum Vísis var æfingaleikur KR og ÍA flautaður af þar sem mönnum var orðið það heitt í hamsi að ekki var hægt að halda leiknum áfram.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.
Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt aðildarfélögum sínum um breytingar á reglugerð um aga- og úrskurðarmál.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.