Jason Daði þarf að fara í aðgerð að loknu Íslandsmótinu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, mætti til Guðmundar Benediktssonar í Stúkuna í kvöld eftir að titillinn var kominn í hús. Þar staðfesti hann að Jason Daði, vængmaður liðsins, hefði spilað meiddur stóran hluta Íslandsmótsins og þyrfti að fara í aðgerð eftir tímabilið. Íslenski boltinn 10. október 2022 22:46
Umfjöllun og myndir: Stjarnan - Víkingur 2-1 | Stjörnumenn sendu titilinn í Kópavog Stjarnan vann 2-1 endurkomusigur á Víking þegar liðin mættust í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Sigurinn þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari þar sem ekkert lið getur náð þeim að stigum þó þrjár umferðir séu enn eftir af Bestu deildinni. Íslenski boltinn 10. október 2022 22:15
Fagnaðarlæti Íslandsmeistara Breiðabliks: Myndir og myndbönd Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari karla í fótbolta. Liðið átti ekki leik en Víkingar, sem eru í öðru sæti, heimsóttu Stjörnuna í Garðabæ. Víkingar urðu að vinna þar sem þeir voru eina liðið sem átti tölfræðilegan möguleika á að ná toppliðinu. Það tókst ekki og því er Breiðablik Íslandsmeistari þó enn séu þrjár umferðir eftir af Bestu deildinni. Íslenski boltinn 10. október 2022 21:55
Arnar Gunnlaugsson: Innilega til hamingju Blikar nær og fjær Víkingur tapaði í kvöld 2-1 í leik gegn Stjörnunni og gerðu með því Breiðablik að Íslandsmeisturum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, byrjaði á því að óska öllu Blikum til hamingju. Sport 10. október 2022 21:35
Breiðablik Íslandsmeistari karla í fótbolta árið 2022 Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari karla í fótbolta. Stjarnan og Víkingur, Íslandsmeistarar síðasta árs, áttust við í Garðabæ en gestirnir voru fyrir leik kvöldsins eina liðið sem átti tölfræðilega möguleika á að ná toppliðinu. Það fór svo að Stjarnan vann 2-1 sigur sem þýðir að Breiðablik er Íslandsmeistari árið 2022. Íslenski boltinn 10. október 2022 21:06
„Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur“ Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður FH, skoraði þrennu í 4-2 sigri þeirra á Leikni Reykjavík í Kaplakrika í dag. Þetta var fyrsta þrenna hans á Íslandi í efstu deild. Ísfirðingurinn hefur ekki staðið undir væntingum í sumar. Hann sýndi sitt rétta andlit í þessu leik og var léttur í viðtali eftir leik. Íslenski boltinn 10. október 2022 18:46
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Keflavík 2-1 | Seiglusigur Eyjamanna sem fóru langt með að tryggja sætið að ári ÍBV vann 2-1 sigur á Keflavík á heimavelli í Bestu deild karla í knattspyrnu. Þetta er annar sigur Eyjamanna í röð í úrslitakeppni neðri hluta deildarinnar og stigin þrjú eru gríðarlega mikilvæg fyrir ÍBV í fallbaráttunni. Íslenski boltinn 10. október 2022 18:30
„Fannst við spila þetta upp í hendurnar á þeim til að byrja með í fyrri hálfleik“ Brynjar Hlöðversson, miðvörður Leiknis Reykjavíkur, var ekki ánægður með byrjun sinna manna er Leiknir heimsótti FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta. Brynjari fannst sitt lið ekki mæta nógu ákveðnir til leiks en FH fór með 4-2 sigur af hólmi eftir að komast í 2-0 í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 10. október 2022 18:15
Hermann: Karakterinn í klefanum náði í þessi stig „Þetta var mikilvægt, það er gott að byrja þetta svona vel með tveimur heimaleikjum og tveimur sigrum. Við erum kampakátir,“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir góðan sigur á Keflavík í Bestu deild karla í dag en sigurinn færir Eyjamönnum skrefi nær sæti í deildinni að ári. Íslenski boltinn 10. október 2022 18:00
Umfjöllun og viðtöl FH-Leiknir R. 4-2 | Matthías hetja FH sem er komið upp úr fallsæti á kostnað Leiknis FH og Leiknir Reykjavík mættust í sannkölluðum sex stiga leik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Heimamenn unnu 4-2 sigur og lyftu sér þar með upp úr fallsæti á kostnað Leiknismanna sem eru nú í næstneðsta sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 10. október 2022 17:30
Geta orðið níunda félagið frá 1970 til að vinna titilinn í borgaralegum klæðum Breiðablik getur orðið Íslandsmeistari í kvöld þrátt fyrir að þeir séu ekki sjálfir að spila. Sú staða kom upp eftir sigur Blika á Akureyri um helgina. Íslenski boltinn 10. október 2022 13:30
„Ekki skynjað mikið havarí“ Sigurvin Ólafsson, starfandi þjálfari FH, segist ekki halda að atburðir síðustu daga og brotthvarf Eiðs Smára Guðjohnsen hafi mikil áhrif á leikmenn Fimleikafélagsins. FH mætir Leiknir í afar mikilvægum botnslag í dag. Íslenski boltinn 10. október 2022 13:01
„Miklu stærri leikur fyrir FH heldur en bikarúrslitaleikurinn“ Stórleikur dagsins er fallbaráttuslagur FH og Leiknis í Kaplakrika. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna slæms veðurs. Mikilvægi leiksins fyrir heimamenn í FH er í hæstu hæðum samkvæmt sérfræðingi Stúkunnar. Íslenski boltinn 10. október 2022 11:31
FH vill að Hafnarfjarðarbær loki vinnustöðum og skólum snemma í dag Leikur FH og Leiknir fer fram á vinnu- og skólatíma í dag eftir að seinka þurfti leiknum um einn dag vegna veðurs. Þetta er leikur sem gæti ráðið örlögum liðanna í Bestu deildinni og FH-ingar vilja passa upp á það að fá sína stuðningsmenn á völlinn þótt að leikurinn fari fram á þessum óvanalega tíma. Íslenski boltinn 10. október 2022 07:31
Telur Íslendinga geta lært margt af Færeyingum - „Þeir eru varfærnir í sinni nálgun“ Þjálfaragoðsögnin Guðjón Þórðarson segir íslenskt samfélag geta tekið margt til fyrirmyndar af Færeyingum. Íslenski boltinn 9. október 2022 22:31
Helgi Sig tekur við þjálfarastarfinu í Grindavík Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur staðfest ráðningu á Helga Sigurðssyni sem nýjum þjálfara liðsins. Íslenski boltinn 9. október 2022 16:49
Keflavík skiptir um þjálfara Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við Gunnar Magnús Jónsson, þjálfara kvennaliðs félagsins. Fótbolti 8. október 2022 21:43
Hallgrímur: Erum að skrifa söguna Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var skiljanlega svekktur eftir naumt tap á móti Breiðablik í dag. Fótbolti 8. október 2022 18:25
Óskar Hrafn: Verðum að halda einbeitingu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu síns liðs í 2-1 útisigri gegn KA í dag. Hann fór um víðan völl í viðtali við blaðamann. Fótbolti 8. október 2022 17:57
Umfjöllun og viðtal: ÍA 3-2 Fram | Skagamenn enn þá á lífi ÍA vann 3-2 sigur á Fram í úrslitakeppni neðri hluta Bestu-deildar í dag en skagamenn er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti. Íslenski boltinn 8. október 2022 17:11
„Við viljum fá samfélagið á bakvið okkur eins og við gerðum í fyrra og klára þetta dæmi“ Skagamenn unnu mikilvægan 3-2 sigur á Fram í neðri hluta Bestu deildarinnar á Akranesi í dag. Viktor Jónsson, framherji ÍA, var gríðarlega sáttur í leikslok. Sport 8. október 2022 16:38
Umfjöllun: KR 2-1 Valur | KR-ingar unnu Reykjavíkurslaginn KR vann 2-1 sigur á Val í úrslitakeppni efri hluta Bestu-deildarinnar í dag en Stefan Ljubicic skoraði sigurmark KR á 90 mínútu. Íslenski boltinn 8. október 2022 16:05
Umfjöllun og viðtöl: KA 1-2 Breiðablik | Níu fingur Blika Breiðablik er komið með níu fingur á Íslandsmeistarabikarnum eftir 1-2 sigur gegn KA í Bestu-deildinni í dag en Blikar þurfa nú aðeins tvö stig í viðbót í síðustu þrem leikjunum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Íslenski boltinn 8. október 2022 16:03
Grindvíkingar reyndu að fá Einar Guðna Grindavík, sem leikur í Lengjudeild karla í fótbolta, reyndi að fá Einar Guðnason sem næsta þjálfara liðsins en án árangurs. Íslenski boltinn 7. október 2022 15:00
Flýta og seinka leikjum í Bestu deildinni vegna slæmrar veðurspár um helgina Knattspyrnusamband Íslands hefur gert breytingar á þremur leikjum í úrslitakeppni Bestu deildar karla og bæði fært leiki fram og aftur í tímann. Íslenski boltinn 7. október 2022 14:32
Ejub hættur en sonurinn samdi Ejub Purisevic, maðurinn sem stýrði Víkingi Ólafsvík í tvígang upp í efstu deild karla í fótbolta, er á lausu eftir að hafa hætt störfum hjá Stjörnunni. Íslenski boltinn 6. október 2022 16:01
Eiður Smári stígur tímabundið til hliðar og biður um svigrúm Eiður Smári Guðjohnsen mun stíga tímabundið til hliðar sem þjálfari FH en félagið staðfesti þetta í fréttatilkynningu í dag. Eiður biðst friðar til að vinna í sínum málum en FH-ingar vonast til að hann snúi aftur í teymi liðsins í náinni framtíð. Íslenski boltinn 6. október 2022 15:43
Fyrstir í 29 ár til að skora sextíu mörk í efstu deild Nýkrýndir bikarmeistarar Víkinga skoruðu í gær sitt sextugasta mark í Bestu deild karla í fótbolta í sumar og eru aðeins annað félagið í sögu efstu deildar karla til að ná slíkum markafjölda á einu tímabili. Íslenski boltinn 6. október 2022 12:00
Stjórn FH fundar um stöðu Eiðs Smára eftir ölvunarakstur Stjórn knattspyrnudeildar FH situr þessa stundina fund þar sem staða Eiðs Smára Guðjohnsen, þjálfara liðsins, er umræðuefnið. Staða hans er sögð óörugg þar sem hann var nýlega tekinn drukkinn undir stýri. Íslenski boltinn 6. október 2022 10:47
Hneyksluð á tilkynningu Sigurðar: „Mér finnst þetta alveg galið“ Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Stúkunni voru vægast sagt ekki hrifin af þeirri ákvörðun að Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, skyldi í gær tilkynna sínum leikmönnum að hann myndi hætta sem þjálfari þeirra eftir tímabilið. Íslenski boltinn 6. október 2022 10:31