Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Illa hefur gengið hjá Breiðabliki í seinni umferð Bestu deildar karla. Í síðustu tíu leikjum hafa aðeins þrjú lið náð í færri stig en Íslandsmeistararnir. Íslenski boltinn 12.9.2025 11:32
Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Botnlið ÍA hélt vonum sínum um áframhaldandi veru í Bestu deild karla á lífi með frábærum 3-0 sigri á Breiðabliki í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Íslenski boltinn 12.9.2025 09:32
„Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Lára Kristín Pedersen lagði á dögunum fótboltaskóna upp í hillu vegna bakmeiðsla. Hún skilur sátt við en hefði þó viljað beita rödd sinni betur á meðan ferlinum stóð og átti þá til að ganga fram af sér er hún glímdi við fíknisjúkdóm. Önnur verkefni taka nú við, þar á meðal að aðstoða aðra í fíknivanda. Íslenski boltinn 12.9.2025 09:00
Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Eitt af betri liðum Póllands bauð í Ágúst Orra Þorsteinsson, leikmann Íslandsmeistara Breiðabliks, eftir að félagaskiptaglugganum hér á landi hafði verið lokað. Íslenski boltinn 9. september 2025 23:33
Arna semur við Vålerenga Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, hefur samið við Vålerenga í Noregi. Hún skrifar undir þriggja ára samning við félagið. Fótbolti 9. september 2025 15:41
Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Þróttur fór stórkostlega af stað í Bestu deild kvenna en hefur dregist verulega aftur úr toppbaráttunni. Þjálfari liðsins, Ólafur Kristjánsson, er gagnrýndur af sérfræðingum Bestu markanna fyrir að bregðast ekki nógu vel við þeim aðstæðum sem komu upp. Íslenski boltinn 8. september 2025 16:15
Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti FHL sótti stig gegn Þrótti í gær, sitt fjórða stig í allt sumar. Mörkin úr 2-2 jafntefli liðanna má sjá hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 8. september 2025 12:00
Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Þróttur og FHL gerðu 2-2 jafntefli á Avis-vellinum í dag. Jafnteflið sennilega sanngjarnt á endanum en frammistaða FHL var að mörgu leyti öflug og þær voru beittar í flestum sínum aðgerðum. Þróttur, sem hafa oft spilað betur í sumar, unnu síðast í deildinni fyrir um mánuði síðan. Íslenski boltinn 7. september 2025 16:35
Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenska landsliðið vann fyrsta leikinn í undankeppni HM gegn Aserum á Laugardalvelli á föstudagskvöldið, 5-0. Nú hefur verið lagt nýtt undirlag á völlinn og þar er blandað gras eins og best verður á kosið. Lýsing vallarins einnig verið tekin í gegn. Íslenski boltinn 7. september 2025 10:00
Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Stjarnan lagði Þór/KA 4-1 í mikilvægum sigri í Bestu deild kvenna í dag. Sigurinn lyftir liðinu fyrir ofan Þór/KA í 5. sæti í deildinni. Gyða Kristín Gunnarsdóttir átti stórleik og var með tvö mörk og stoðsendingu í leiknum. Íslenski boltinn 6. september 2025 15:16
Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Þróttur og ítalska stórliðið Inter Milan hafa gert með sér samkomulag um félagaskipti Björns Darra Oddgeirssonar til ítalska félagsins. Íslenski boltinn 5. september 2025 07:00
Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Þrátt fyrir að hafa tryggt toppliði Breiðabliks hádramatískan sigur á FH, liðinu í 2. sæti Bestu deildar kvenna, var Birta Georgsdóttir með báða fæturna á jörðinni þegar hún ræddi við Sýn Sport eftir leik. Íslenski boltinn 4. september 2025 21:32
„Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, var svekktur að tapa í dag en hann var sáttur með frammistöðu liðs síns eftir naumt tap á Sauðárkróki í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Íslenski boltinn 4. september 2025 21:17
Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur lagði HK 4-1 í hreinum úrslitaleik um hvort liðið myndi tryggja sér sæti í Bestu deild kvenna í fótbolta á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 4. september 2025 20:14
Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Víkingur stöðvaði sigurgöngu Vals með 3-2 sigri í leik liðanna í 16. umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta á Heimavelli Hamingunnar í kvöld. Víkingur nældi sér þarna í dýrmæt stig í fallbarátunni en liðið var að vinna sinn þriðja leik í röð. Valur hafði haft betur í þremur leikum í röð fyrir þetta tap. Íslenski boltinn 4. september 2025 19:56
Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslandsmeistarar Breiðabliks tók á móti FH í 16. umferð Bestu deild kvenna í kvöld. Gestirnir úr Hafnafirði komust yfir og virtust lengi vel ætla að stela stigunum þremur þrátt fyrir mikinn sóknarþunga frá heimakonum. Birta Georgsdóttir steig hins vegar upp þegar mest á reyndi og tryggði Blikum þrjú stig og örugga forystu á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 4. september 2025 18:30
Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Tindastóll vann baráttu sigur á Fram 1-0 í Bestu deild kvenna á blíðunni á Sauðárkróki í kvöld. Íslenski boltinn 4. september 2025 17:15
Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Valsmenn hafa skrifað undir fimm ára samning við framherjann Dag Orra Garðarsson. Íslenski boltinn 4. september 2025 14:44
Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Tvö efstu lið Bestu deildar kvenna í fótbolta, Breiðablik og FH, mætast í stórleik í kvöld. Að því tilefni mættust leikmenn liðanna í fótboltagolfi. Íslenski boltinn 4. september 2025 12:01
Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Það var svo sannarlega skellihlegið þegar fulltrúar Breiðabliks og FH mættust í skemmtilegri blindraþraut á Kópavogsvelli, fyrir rosalegt uppgjör þessara efstu liða Bestu deildar kvenna í fótbolta annað kvöld. Íslenski boltinn 3. september 2025 22:02
Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Strákarnir í Stúkunni tóku Stjörnuna til bæna eftir að Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, gagnrýndi skort á gestrisni hjá Garðbæingum. Íslenski boltinn 3. september 2025 09:00
Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn af velli í toppslag Víkings og Breiðabliks í síðustu umferð í Bestu deild karla í fótbolta og sérfræðingar Stúkunnar gagnrýndu þá ákvörðun. Víkingar voru þá 2-1 yfir og manni fleiri en misstu leikinn niður í jafntefli eftir að Gylfi fór af velli. Íslenski boltinn 3. september 2025 08:00
„Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Sigurður Bjartur Hallsson skoraði dramatískt, og umdeilt, sigurmark þegar FH lagði Aftureldingu 2-1 í Bestu deild karla í fótbolta á dögunum. Farið var yfir markið og aðdraganda þess í Stúkunni. Íslenski boltinn 2. september 2025 22:00
Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Valur, topplið Bestu deildar karla, verður án þriggja lykilmanna þegar liðið mætir Stjörnunni í 22. umferð Bestu deildarinnar. Um er að ræða síðustu umferð hefðbundinnar deildarkeppni áður en deildinni er skipt upp í efri og neðri hluta. Íslenski boltinn 2. september 2025 19:48