Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu

Orri Freyr Þorkelsson átti frábæran leik fyrir Sporting og skoraði átta mörk en það dugði ekki til sigurs í heimsókn liðsins til Berlínar. Þýsku meistararnir Fuchse Berlin fögnuðu 33-29 sigri í 8. umferð Meistaradeildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

„Pabbi, ertu að fara að deyja?“

Handboltamaðurinn Anton Månsson, fyrrverandi landsliðsmaður Svíþjóðar, hefur greinst með eitilfrumukrabbamein. Hann kveðst staðráðinn í að vinna mikilvægustu rimmu ævi sinnar en átti erfitt með að segja börnum sínum frá veikindunum.

Handbolti
Fréttamynd

Sveinar Guð­jóns Vals aftur á sigurbraut

Eftir jafntefli við Kiel og eins marks tap gegn Hamburg, auk taps í bikarnum gegn Lemgo, komust lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar á sigurbraut í kvöld með fínum útisigri gegn Wetzlar. Í Danmörku var Íslendingaslagur.

Handbolti
Fréttamynd

Matt­hildur Lilja kölluð inn í HM hópinn

Matthildur Lilja Jónsdóttir leikmaður ÍR hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn fyrir komandi heimsmeistaramót kvenna í handbolta. Matthildur bætist við þá sextán leikmenn sem tilkynntir voru fyrr í mánuðinum.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta er allt annað dæmi“

„Við sýndum okkar rétta andlit í dag,“ sagði Hafdís Renötudóttir, markvörður Vals, eftir jafntefli liðsins gegn þýska stórliðinu Blomberg-Lippe í forkeppni Evrópudeildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum

Arnór Þór Gunnarsson stýrði sínum mönnum í Bergischer HC til sigurs gegn RN Löwen í 12. umferð þýsku Búndeslígunnar í dag. Haukur Þrastarson stóð sína vakt vel en náði ekki að koma sínum mönnum til bjargar.

Handbolti
Fréttamynd

Ágúst laus úr frysti­kistu í Dan­mörku

Ágúst Elí Björgvinsson, einn þriggja markvarða íslenska handboltalandsliðsins í síðustu leikjum, er í leit að nýju félagsliði eftir að hafa samið við danska félagið Ribe-Esbjerg um riftun samnings.

Handbolti
Fréttamynd

Tumi Rúnars­son með fjögur mörk í sigri

Tumi Steinn Rúnarsson og Hannes Jón Jónsson halda áfram að gera það gott með Alpla HC Hard í austurríska handboltanum. Nú fyrir skömmu var leik þeirr við Linz að ljúka þar sem Hard bar sigurorð úr býtum 33-37 á útivell.

Handbolti