Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Heiðar í 20.-25. sæti

Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr Kili í Mosfellsbæ, lauk í gær keppni á móti í Brönderslev í Danmörku í 20.-25. sæti en mótið er liður í dönsku keppnismótaröðinni. Davíð Heiðar spilaði þriðja og síðasta hringinn á þremur höggum yfir pari og samtals á átta höggum yfir parinu. Hann átti frábæran fyrsta hring á mótinu er hann spilaði á einu höggi undir pari en náði ekki að leika það eftir.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð í 18. sæti í Danmörku

Heiðar Davíð Bragason úr Kili varð í 18.-20. sæti á opna golfmótinu í Herning í Danmörku sem lauk í dag. Heiðar lék lokahringinn á þremur höggum yfir pari og lauk keppni á fjórum höggum yfir pari.

Sport
Fréttamynd

Skelfileg byrjun hjá Ólöfu Maríu

Ólöf María Jónsdóttir náði sér engan veginn á strik á fyrsta keppnisdeginum á Estorial-mótinu í golfi sem fram fer í Portúgal. Ólöf á litla möguleika á að komast í gegn um niðurskurð á mótinu á morgun eftir að hafa lokið keppni á 13 höggum yfir pari í dag.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur byrjar vel í Sviss

Birgir Leifur Hafþórsson byrjar ágætlega á Credid Suisse-mótinu í golfi sem fram fer í Sviss. Birgir lauk fyrsta hringnum á 72 höggum eða einu höggi undir pari. Efsti maður er á níu höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Tiger Woods í miklum vandræðum

Nú er útlit fyrir að Tiger Woods lendi í því í fyrsta skipti á ferlinum að komast ekki í gegn um niðurskurð á stórmóti í golfi. Woods er nýkominn til keppni á ný eftir frí vegna dauða föður hans og virkar mjög ryðgaður. Woods hefur spilað fyrstu tvo hringina á 76 höggum og er á 12 höggum yfir pari Winged Foot-vallarins.

Sport
Fréttamynd

Ólöf úr leik á BMW-mótinu

Ólöf María Jónsdóttir úr Keili er úr leik á BMW-mótinu á Ítalíu, en mótið er liður í Evrópumótaröðinni. Ólöf lék skelfilega í dag og lauk keppni á 11 höggum yfir pari vallar - 83 höggum. Í gær lék hún á þremur höggum yfir pari og lýkur því keppni á 14 yfir pari og var fjarri því að komast í geng um niðurskurðinn á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Ólöf á þremur yfir pari

Ólöf María Jónsdóttir úr golfklúbbnum Keili lauk fyrsta keppnisdeginum á BMW-mótinu á Ítalíu á þremur höggum yfir pari, eða 75 höggum í dag. Ólöf er nokkuð langt frá efstu mönnum á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Heiðar á fimm höggum yfir pari

Heiðar Davíð Bragason náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi Telia-mótsins í golfi í dag, en mótið er liður í sænsku mótaröðinni. Heiðar lék hringinn á 77 höggum, eða 5 höggum yfir pari.

Sport
Fréttamynd

Tiger Woods farinn að æfa

Stjörnukylfingurinn Tiger Woods er farinn að æfa fyrir opna bandaríska meistaramótið í golfi sem fram fer á Winged Foot vellinum í næsta mánuði, en Woods hefur haldið sig til hlés undanfarið eftir lát föður hans. Woods æfði sveifluna á vellinum um helgina og verður væntanlega klár í slaginn á mótinu sem fram fer um miðjan næsta mánuð.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur í vandræðum í dag

Birgir Leifur Hafþórsson náði sér alls ekki á strik á þriðja degi áskorendamótsins í Marokkó í dag. Birgir lék á fimm höggum yfir pari í dag og er því á fjórum höggum yfir pari samanlagt á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Ólöf úr leik í Frakklandi

Ólöf María Jónsdóttir úr GKG er úr leik á franska meistaramótinu í golfi eftir að hún leik annan hringinn í dag á 8 höggum yfir pari. Hún var því samtals á 11 höggum yfir pari á mótinu og komst ekki í gegn um niðurskurðinn.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð náði fjórða sætinu

Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason hafnaði í fjórða til sjötta sæti á Kinnaborg-mótinu í golfi sem lauk í Svíþjóð í dag. Heiðar lék lokadaginn á tveimur höggum yfir pari og lauk því keppni á einu höggi undir pari.

Sport
Fréttamynd

Fín byrjun hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson var í stuði á fyrsta keppnisdegi opna áskorendamótsins í Marokkó í Afríku í dag og lauk hann fyrsta hringnum á 67 höggum, eða 4 höggum undir pari. Hann er því á meðal efstu manna eftir fyrsta daginn.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð í góðum málum

Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason hélt áfram að leika vel á öðrum degi Kinnaborgmótsins í Svíðþjóð í dag og lauk hann keppni á tveimur höggum undir pari og er því samtals á þremur höggum undir pari. Heiðar var í efsta sæti mótsins þegar hann lauk keppni í dag.

Sport
Fréttamynd

Nýr golfvöllur tekinn í notkun

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar tók í dag formlega í notkun nýjan golfvöll í Leirdal sem er 9 holu viðbót við golfvöll klúbbsins við Vífilsstaði. Bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar afhentu Golfklúbbi GKG völlinn til afnota og undirrituðu í leiðinni viljayfirlýsingu um áframhaldandi stuðning við golfklúbbinn.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur á pari í Belgíu

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er að leika samtals á pari á áskorendamótinu í Belgíu eftir að hann lauk keppni í dag á einu höggi undir pari í dag, 71 höggi og er kominn í gegn um niðurskurðin á mótinu. Birgir kláraði á 73 höggum í gær eða einu höggi yfir pari.

Sport
Fréttamynd

Ólöf náði sér ekki á strik

Ólöf María Jónsdóttir náði sér ekki á strik á öðrum degi opna svissneska meistaramótsins í golfi í dag, en eftir að hafa leikið á tveimur höggum undir pari í gær, lauk hún keppni á sjö höggum yfir pari í dag. Ólöf komst fyrir vikið ekki í gegn um niðurskurðinn á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð í vandræðum

Heiðar Davíð Bragason, Íslandsmeistari í höggleik, náði sér alls ekki á strik á öðrum keppnisdeginum í sænsku mótaröðinni í golfi í dag. Eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á pari í gær, spilaði hann annan hringinn á 75 höggum í dag eða 5 höggum yfir pari.

Sport
Fréttamynd

Birgir á höggi yfir pari í Belgíu

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari eða 73 höggum á áskorendamóti sem haldið er í Belgíu. Birgir Leifur byrjaði frekar illa og átti erfitt uppdráttar á fyrstu holunum, en náði að rétta hlut sinn á lokasprettinum.

Sport
Fréttamynd

Góð byrjun hjá Ólöfu

Ólöf María Jónsdóttir byrjar mjög vel á Deutsche Bank mótinu í golfi sem fram fer í Sviss. Ólöf lauk keppni á tveimur höggum undir pari á fyrsta keppnisdeginum eða 70 höggum. Hún á því ágæta möguleika á að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu á morgun ef hún heldur uppteknum hætti.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María hafnaði í 36. sæti

Íslandsmeistarinn Ólöf María Jónsdóttir hafnaði í 36.-44. sæti á Opna Spánarmótinu í golfi sem fram fór í Castellon um helgina. Ólöf lauk keppni á tveimur höggum yfir pari eftir að hafa leikið á 3 höggum yfir pari á lokadeginum.

Sport
Fréttamynd

Ólöf aftur á pari

Íslandsmeistarinn Ólöf María Jónsdóttir úr Keili lauk þriðja hringnum á opna Spánarmótinu á pari í dag og er því samtals á einu höggi undir pari. Ólöf er því í 18.-22 sæti keppenda á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Ólöf lék vel í dag

Ólöf María Jónsdóttir lauk keppni á öðrum deginum á Spánarmótinu í golfi á höggi undir pari í dag og á því mjög góða möguleika á að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu. Ólöf lék á pari í gær og er í hópi efstu manna á mótinu enn sem komið er.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María á pari

Ólöf María Jónsdóttir lék fyrsta keppnisdaginn á pari á móti á Panoramica-vellinum á Spáni í dag, en mótið er liður í evrópsku mótaröðinni. Ólöf lék á 72 höggum og er því greinilega að ná sér betur á strik en á fyrsta mótinu í Tenerife um daginn, þar sem hún komst ekki í gegn um niðurskurðinn.

Sport
Fréttamynd

Bo van Pelt með forystu

Bandaríkjamaðurinn, Bo van Pelt, hefur forystu á Wachovia-mótinu í golfi í Charlotte í Norður Karolínu. Hann hefur þriggja högga forystu á landa sinn, Jim Furyk. Það var leiðindaveður á Quail Hollow-vellinum í gær og 74 kylfingar náðu ekki að ljúka hringnum.

Sport
Fréttamynd

Fjórir kylfingar efstir og jafnir

Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrsta hring á Wachovia-mótinu í golfi. Þetta eru Suður-Afríkumennirnir Trevor Immelman og Rory Sabbatini og Bandaríkjamennirnir Jim Furyk og Bill Haas. Allir fóru hringinn á 68 höggum, eða fjórum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Faðir Tiger Woods látinn

Faðir bandaríska kylfingsins Tiger Woods lést úr krabbameini í morgun, en hann hefur barist við sjúkdóminn í átta ár og hafði verið þungt haldinn síðustu mánuði. Woods hefur undanfarið lítið geta einbeitt sér að því að spila golf og tók sér frí á dögunum til að verja tíma með veikum föður sínum, sem hann kallaði læriföður sinn og góða fyrirmynd í stuttri yfirlýsingu í dag.

Sport
Fréttamynd

Tapaði yfir 400 milljónum í spilum

Bandaríski kylfingurinn John Daly segir í nýútkominni ævisögu sinni að hann hafi tapað yfir 400 milljónum íslenskra króna í fjárhættuspilum á síðustu 12 árum. Daly hefur átt í miklum vandræðum í einkalífinu og hefur meðal annars barist við alkóhólisma. Daly segist í bókinni óttast að spilafíkn hans muni koma honum í gröfina ef hann nái ekki að halda aftur af henni.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur úr leik á Ítalíu

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á áskorendamótinu í Tessati á Ítalíu eftir að hann lék annan hringinn á mótinu á tveimur höggum yfir pari líkt og í gær. Hann komst því ekki í gegn um niðurskurðinn á mótinu, en keppir aftur á Ítalíu eftir tvær vikur.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María úr leik á Tenerife

Ólöf María Jónsdóttir úr GKG er úr leik á áskorendamótinu sem fram fer á Tenerife á Kanaríeyjum eftir að hún lék á níu höggum yfir pari á öðrum deginum á mótinu í dag og var því alls á sextán höggum yfir pari. Það er því ljóst að Ólöf kemst ekki í gegn um niðurskurðinn á mótinu.

Sport