Birgir Leifur Hafþórsson spilaði fyrsta hringinn sinn á Opna rússneska mótinu á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hann er jafn í 73. sæti níu höggum á eftir efsta manni Svíanum Nilsson sem spilaði á 65 höggum í dag.
Birgir Leifur fékk fimm fugla á hringnum í dag en aftur á móti tvo skramba og þrjá skolla.
Birgir Leifur er í 177. sæti á mótaröðinni og er góður árangur á þessu móti nauðsynlegur fyrir hann því margir sem eru í mótinu eru á svipuðu róli og hann á mótaröðinni. Birgir Leifur þarf að komast í efstu 115 sætin á mótaröðinni til að halda þáttökuréttinum á næsta ári.