Missir Mickelson af titilvörninni? Phil Mickelson vonast til að geta tekið þátt í Phoenix Open mótinu á PGA-mótaröðinni um næstu helgi en þar á þessi bandaríski kylfingur titil að verja. Golf 28. janúar 2014 14:25
Er Tiger of mikið í ræktinni? Fyrrverandi þjálfari kylfingsins Tiger Woods telur að efsti kylfingur heimslistans hafi bætt við sig of miklum vöðvamassa og að það sé að trufla frammistöðu hans á golfvellinum. Golf 27. janúar 2014 19:22
Tryggði sér sigurinn með fugli á lokaholunni Bandaríkjamaðurinn Scott Stallings bar sigur úr býtum á Farmers Insurance-mótinu á PGA-mótaröðinni um helgina en það fór fram á Torrey Pines-vellinum í San Diego. Golf 27. janúar 2014 11:52
Óþarfi að örvænta segir þjálfari Woods Þjálfari Tiger Woods segir að það sé óþarfi fyrir aðdáendur hans að örvænta þrátt fyrir skelfilega byrjun á árinu. Woods féll úr leik á Farmers Insurance mótinu á PGA-mótaröðinni í gær. Golf 26. janúar 2014 22:37
Tveir frábærir hringir dugðu ekki til Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, var einu höggi frá því að öðlast takmarkaðan þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í Suður-Ameríku. Keppni á úrtökumótinu í Orlando lauk í dag. Golf 25. janúar 2014 16:30
Garcia tryggði sér sigur eftir þrjá bráðabana Spánverjinn Sergio Garcia vann dramatískan sigur á Katar Masters mótinu í golfi sem lauk eystra fyrir stundu. Golf 25. janúar 2014 14:03
Webster og Cabrera-Bello efstir fyrir lokahringinn Englendingurinn Steve Webster spilaði vel á öðrum degi Katar Master í golfi í dag. Hann deilir forystusætinu með Spánverjanum Rafa Cabrera-Bello fyrir lokahringinn. Golf 24. janúar 2014 14:00
Tiger átta höggum á eftir forystusauðnum Bandaríkjamaðurinn Stewart Cink var í banastuði á fyrsta degi Farmers Insurance mótsins í golfi á Torrey Pines vellinum í Kaliforníu í gær. Golf 24. janúar 2014 08:30
Suður afrískir kylfingar í stuði í Katar Suður Afríkumaðurinn George Coetzee hefur forystu á Katar-mótinu í golfi. Hann lék á 8 höggum undir pari í morgun. Golf 22. janúar 2014 20:00
Einvígi á milli Mickelson og McIlroy? Mikil spenna er fyrir lokahringinn á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni. Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson lék gríðarlega vel í dag eða á 63 höggum og er á meðal efstu manna. Golf 18. janúar 2014 22:56
Mickelson magnaður í Abú Dabí Phil Mickelson sýndi allar sínu bestu hliðar á Abú Dabí-meistaramótinu í golfi í morgun. Hann skilaði sér í hús á 63 höggum eða níu undir pari vallarins. Golf 18. janúar 2014 15:09
Töframaður plataði kylfinga upp úr skónum Töframaðurinn Drummond Money-Coutts eða DMC eins og hann kallar sig mætti einn daginn á Evrópumótaröðina í golfi og sýndi sín brögð fyrir atvinnukylfinga. Golf 17. janúar 2014 23:30
McIlroy í toppbaráttunni í Abu Dhabi Norður-Írinn Rory McIlroy er á meðal efstu manna eftir annan keppnisdag á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni í golfi. Golf 17. janúar 2014 19:30
Guðrún Brá gengur til liðs við Fresno State Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili hefur hafið nám við Fresno State háskólann í Kaliforníu, Bandaríkjunum. Hún mun leika golf með skólanum samhliða námi. Golf 17. janúar 2014 08:00
Reed með eins höggs forystu í Kaliforníu Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed tók forystuna á Humana Challenge mótinu á PGA-mótaröðinni í gær eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 63 höggum eða níu höggum undir pari. Golf 17. janúar 2014 01:34
Mickelson í vandræðum í Abu Dhabi Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello, Frakkinn Romain Wattel og Englendingurinn Matthew Baldwin eru efstir eftir fyrsta hring á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni. Golf 16. janúar 2014 14:51
Ólafur Björn ætlar að vera sjóðandi heitur á morgun Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, komst í gegn niðurskurðinn á móti á NGA mótaröðinni í Orlando í dag. Golf 15. janúar 2014 23:17
Ólafur Björn í góðum gír í Orlando Seltirningurinn Ólafur Björn Loftsson lék fyrsta hringinn á NCA mótaröðinni í Orlando í Flórída í dag á 68 höggum eða á þremur höggum undir pari. Hann deilir 11. sæti fjórum höggum á eftir efsta manni. Golf 14. janúar 2014 22:15
Úlfar hættur við að hætta Úlfar Jónsson verður áfram landsliðsþjálfari Íslands í golfi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Golfsambandi Íslands. Golf 13. janúar 2014 16:02
Oosthuizen varði titilinn í Suður-Afríku Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku sigraði á Volvo Champions mótinu sem lauk í dag á Evrópumótaröðinni í golfi. Hann lék hringina fjóra í mótinu á samtals á 12 höggum undir pari og varð einu höggi betri en landi sinn Branden Grace. Golf 12. janúar 2014 17:13
Ólafur Björn í úrtökumót fyrir PGA-mótaröð Suður-Ameríku Kylfingurinn Ólafur Björn Loftsson mun taka þátt í úrtökumóti fyrir PGA-mótaröðina í Suður-Ameríku sem fer fram í Flórdía síðar í mánuðinum. Golf 12. janúar 2014 14:30
Zach Johnson vann fyrsta mót ársins Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson bar sigur úr býtum á fyrsta PGA-móti ársins í golfi, Tournament of Champions sem fór fram á Hawaii-eyjum. Þetta var hans þriðji sigur síðan í september síðastliðnum og sá ellefti á ferlinum. Golf 7. janúar 2014 10:45
Þrír deila forystunni á Hawaii Dustin Johnson, Jordan Spieth og Webb Simpson eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á Tournament of Champions-mótinu á Hawaii-eyjum, fyrsta móti ársins í PGA-mótaröðinni. Golf 6. janúar 2014 09:47
Adam Scott fékk fimm fleiri atkvæði en Tiger Ástralski kylfingurinn Adam Scott og Inbee Park frá Suður-Kóreu voru valin karl- og kvenkylfingur ársins 2013 af Golf Writers Association of America, Samtökum golffréttamanna í Bandaríkjunum. Golf 4. janúar 2014 22:00
Golfstöðin hefur útsendingar í dag Golfstöðin, ný sjónvarpsrás hefur útsendingar í dag, en hún verður með beinar útsendingar frá golfi í 50 vikur á ári. Golf 3. janúar 2014 12:15
Wozniacki og McIlroy trúlofuð Tenniskonan Caroline Wozniacki og kylfingurinn Rory McIlroy, eitt þekktasta íþróttapar heims, ákvaðu að fagna nýju ári með því að trúlofa sig. Golf 1. janúar 2014 10:37
Óvissa um þátttöku Rose, Scott og Tiger í holukeppninni Flest bendir til þess að Englendingurinn Justin Rose verði ekki á meðal keppenda á heimsmótinu í holukeppni í Arizona í febrúar. Golf 23. desember 2013 18:45
Búið að velja afrekshópa GSÍ Úlfar Jónsson, fráfarandi landsliðsþjálfari, og Ragnar Ólafsson liðsstjóri hafa valið þá kylfinga sem skipa munu afrekshópa GSÍ á næsta ári. Úlfar og Ragnar munu brúa bilið þangað til nýr til landsliðsþjálfari verður ráðinn. Golf 22. desember 2013 09:00
Stjórnin hætti eftir að varaforsetinn spilaði golf með mafíuforingja Það varð uppi fótur og fit í Japan á dögunum er upp komst að tveir stjórnarmenn hjá japanska golfsambandinu hefðu spilað golf með mafíuforingja. Golf 19. desember 2013 15:00
Möguleikar Valdísar Þóru hverfandi Skagamærin hefur ekki náð sér á strik á öðrum og þriðja hring úrtökumótsins í Marokkó eftir fína byrjun. Golf 17. desember 2013 09:15