Tiger slapp líklegast fyrir horn Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. júlí 2014 18:02 Tiger Woods. Vísir/Getty Slök hola var nálægt því að slá Tiger Woods úr leik á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Tiger byrjaði illa annan daginn í röð og var þremur yfir eftir tvær holur í dag. Tiger lék á þremur undir á fyrsta keppnisdegi og var hann því heilt yfir á pari eftir tvær holur. Eftir þær lagaðist spilamennskan hjá Tiger og paraði hann næstu fimmtán holur. Þegar Tiger steig á sautjánda teig var ekkert sem benti til annars en að hann myndi komast í gegn um niðurskurðinn. Tiger valdi hinsvegar að slá með driver af teignum og sló út af brautinni(e. out of bounds). Ekki lærði hann af fyrri mistökum sínum því hann endurtók leikinn í annarri tilraun og þurfti að slá fimmta högg af teig á holunni. Hann náði hinsvegar að koma boltanum í holuna á þremur höggum og var því 3 höggum yfir pari fyrir lokaholuna. Talið var líklegt að til þess að ná í gegnum niðurskurðinn þyrftu leikmenn að leika á +2 yfir pari eða minna og hafði því Tiger aðeins eina holu til þess að laga stöðuna. Tiger byrjaði holuna vel og var teighöggið með þrjú tréinu til fyrirmyndar en annað höggið var slakt og lenti hann í karganum um það bil 30 metrum frá holu. Innáhöggið bjargaði Tiger fyrir horn og setti hann niður pútt fyrir fugli og fyrir vikið kemst hann líklegast í gegnum niðurskurðinn. Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Slök hola var nálægt því að slá Tiger Woods úr leik á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Tiger byrjaði illa annan daginn í röð og var þremur yfir eftir tvær holur í dag. Tiger lék á þremur undir á fyrsta keppnisdegi og var hann því heilt yfir á pari eftir tvær holur. Eftir þær lagaðist spilamennskan hjá Tiger og paraði hann næstu fimmtán holur. Þegar Tiger steig á sautjánda teig var ekkert sem benti til annars en að hann myndi komast í gegn um niðurskurðinn. Tiger valdi hinsvegar að slá með driver af teignum og sló út af brautinni(e. out of bounds). Ekki lærði hann af fyrri mistökum sínum því hann endurtók leikinn í annarri tilraun og þurfti að slá fimmta högg af teig á holunni. Hann náði hinsvegar að koma boltanum í holuna á þremur höggum og var því 3 höggum yfir pari fyrir lokaholuna. Talið var líklegt að til þess að ná í gegnum niðurskurðinn þyrftu leikmenn að leika á +2 yfir pari eða minna og hafði því Tiger aðeins eina holu til þess að laga stöðuna. Tiger byrjaði holuna vel og var teighöggið með þrjú tréinu til fyrirmyndar en annað höggið var slakt og lenti hann í karganum um það bil 30 metrum frá holu. Innáhöggið bjargaði Tiger fyrir horn og setti hann niður pútt fyrir fugli og fyrir vikið kemst hann líklegast í gegnum niðurskurðinn.
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira