Game of Thrones á Stöð 2 í apríl Ein stórkostlegasta sjónvarpsþáttaröð síðari ára snýr aftur og er sýnd á Stöð 2 innan við sólarhring eftir frumsýningu þáttanna í Bandaríkjunum. Stöð 2 26. mars 2012 09:45
Fyrstir með Game of Thrones Sjónvarpsþættirnir Game of Thrones verða Evrópufrumsýndir á Stöð 2 þann 2. apríl. Fyrsti þátturinn verður því sýndur á sjónvarpsstöðinni innan við sólarhring eftir frumsýninguna á HBO í Bandaríkjunum. Lífið 10. mars 2012 15:00
Ótrúleg lífsreynsla á Íslandi Leikaraliðið úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones tjáir sig um veru sína á Íslandi í nýju kynningarmyndbandi um þættina sem var tekið upp meðan á tökum stóð hér á landi í fyrra. Lífið 16. febrúar 2012 18:00
Tökulið Game of Thrones snýr aftur Möguleiki er á því að framhald verði á tökum þáttanna Game of Thrones hér á landi í sumar og í haust. Íslenskur aukaleikari segir það hafa verið kyngimagnað að taka þátt í verkefninu. Innlent 15. febrúar 2012 20:00
Kynningarmyndband um tökur Game of Thrones á Íslandi Kynningarmyndband um nýja þáttaröð af sjónvarpsþættinum Game of Thrones var opinberað á YouTube í dag. Framleiðendur þáttanna fara þar yfir tökur á Íslandi. Erlent 14. febrúar 2012 22:52
Snyrti skeggið í fyrsta sinn í átta mánuði fyrir Eurovision "Þetta er eins og að vera með tvö höfuð," segir tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson, sem skartar síðu og miklu skeggi um þessar mundir. Þeir sem sáu flutninginn á Eurovision-laginu Mundu eftir mér í Sjónvarpinu áttu vafalítið erfitt með að leiða skegg bakraddasöngvarans Péturs Arnar hjá sér. Mikill skeggvöxtur hefur verið í tísku að undanförnu og tónlistarmenn á borð við Mugison, Snorra Helgason og Högna Egilsson hafa látið skegg sitt vaxa duglega. Lífið 17. janúar 2012 20:00
Þættir Stöðvar 2 sigursælir á Golden Globe Þættir Stöðvar 2 hlutu 8 af 11 sjónvarpsverðlaunum sem veitt voru á Golden Globe verðlaunahátíðinni á sunnudag. Modern Family var valinn besti gamanþátturinn og Homeland besti dramatíski þátturinn. Stöð 2 17. janúar 2012 16:03
Bað áhorfendur um að "googla" lítt þekktan Breta Leikarinn Peter Dinklage lauk þakkarræðu sinni á Golden Globe-hátíðinni í gær með því að biðja áhorfendur um að "googla" mann að nafni Martin Henderson. Fjöldi fólks gerði það og er Henderson nú eitt vinsælasta efnisorðið á samskiptasíðunni Twitter. Erlent 16. janúar 2012 21:52
GusGus og The Weeknd eiga plötur ársins hjá Vasadiskó Rafsveitin GusGus og kanadíska söngvarinn er kallar sig The Weeknd eiga plötur ársins að mati útvarpsþáttarins Vasadiskó en seinna uppgjör þáttarins fór fram í dag. Plöturnar Arabian Horse og House of Balloons þóttu standa upp úr að mati þáttarstjórnanda en einnig voru plötur Mugison, Bjarkar, Sóleyjar og Lay Low inn á topp 5 á íslenska listanum en plötur Tune-Yards, Lauru Marling,Wu-Lyf og Önnu Calvi á þeim erlenda. Tónlist 15. janúar 2012 17:55
Game of Thrones snýr aftur 1. apríl Sjónvarpsstöðin HBO tilkynnti í dag að önnur sería af sjónvarpsþættinum vinsæla Game of Thrones verði frumsýnd 1. apríl næstkomandi. Innlent 13. janúar 2012 21:41
Ísland á hvíta tjaldinu - Þrjár stórmyndinu á teikniborðinu "Þetta lítur mjög vel út, nú þegar búið er að staðfesta 20 prósenta endurgreiðsluna. Við erum bara á fullu að vinna með tölur enda snýst allt um þær í Hollywood,“ segir Leifur Dagfinnsson, einn af eigendum framleiðslufyrirtækisins True North. Þrjár stórar Hollywood-kvikmyndir eru væntanlegar hingað til lands á árinu sem var að ganga í garð. Lífið 2. janúar 2012 14:00
Kveðjupartí Game of Thrones á Fjörukránni Fimm mánaða löngu tökutímabili hjá tökuliði Game of Thrones lauk á laugardaginn og af því tilefni var skellt upp mikilli veislu á sunnudeginum. Staðsetningin var varla tilviljun, víkingastaðurinn Fjörukráin í Hafnarfirði. Lífið 13. desember 2011 10:00
Aðdáendurnir himinlifandi með mistök Djöflaeyjunnar Óklippt innslag af menningarþættinum Djöflaeyjunni, þar sem tökustaður Game of Thrones var heimsóttur, er nú að finna inni á aðdáendasíðu þáttanna, winter-is-coming.net. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku sást í innslaginu persóna sem framleiðendur þáttanna höfðu lagt ríka áherslu á að yrði haldið leyndri og höfðu gert heiðurssamkomulag við þá fjölmiðla sem heimsóttu tökustaðinn að umrædd persóna yrði hvergi nefnd né birt. Aðdáendur hafa nú upplýst að persónan heitir Ygritte og er leikin af Rose Leslie. Lífið 12. desember 2011 11:00
Kit Harington djammaði á Hressó Leikarinn Kit Harington átti frí frá tökum á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones síðastliðið fimmtudagskvöld og sótti tónleika með hljómsveitinni Mammút á Hressó. Harington þótti bæði kurteis og geðþekkur og lét lítið fyrir sér fara. Lífið 10. desember 2011 09:00
Héldu að ævintýraþáttur væri upphafið að Kötlugosi Neyðarlínunni var í morgun tilkynnt um torkennilega sterka ljósbjarma í hlíðum Mýrdalsjökuls, og veltu tilkynnendur því fyrir sér hvort gos væri að hefjast í Kötlu. Innlent 9. desember 2011 09:54
RÚV biðst afsökunar á Djöflaeyjunni „Þeir fengu alveg skýr fyrirmæli eins og aðrir fjölmiðlar um að ekki mætti sýna þessa persónu,“ segir Snorri Þórisson, eigandi Pegasus. Í innslagi menningarþáttarins Djöflaeyjunnar um tökur Game of Thrones hér á landi mátti sjá bregða fyrir persónu úr annarri þáttaröðinni sem framleiðendur þáttanna höfðu lagt blátt bann við að yrði notuð í umfjöllun íslenskra fjölmiðla. Lífið 8. desember 2011 12:00
Fær heilu doðrantana með sérþörfum stjarnanna „Það er ekkert hægt að mauksjóða pasta eða spagettí og hella tómatssósu yfir, það eru gerðar þær kröfur að þetta sé ferskt og bragðgott," segir Guðmundur Kr. Ragnarsson matreiðslumeistari sem sér um að allir fái nóg að borða á tökustað Game of Thrones. Hann segist oft fara hlæja þegar hann sjái menn fá nokkur blöð með sérþörfum stjarnanna. „Ég fæ yfirleitt heilu doðrantana." Lífið 5. desember 2011 10:00
Enginn öruggur í Game of Thrones Handritshöfundarnir og framleiðendurnir David Benioff og D.B. Weiss veðjuðu á réttan hest þegar þeir fóru saman á fund HBO fyrir sex árum og kynntu fyrir sjónvarpsrisanum sjónvarpsþáttaröð byggða á fimm bókum George R.R. Martin, A Song of Ice and Fire. Og til varð Game of Thrones. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við David Benioff og D.B. Weiss um framtíð þáttanna og dvölina á Íslandi. Innlent 3. desember 2011 20:03
Landaði flottu hlutverki í Rose-leikhúsinu í London „Æfingar byrja í lok janúar. Þetta er virkilega spennandi,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari. Hann hefur hreppt hlutverk Ókunnuga mannsins í uppfærslu Rose-leikhússins í Kingston-hverfinu í London á verki Henrik Ibsen, Konan við hafið. Lífið 2. desember 2011 18:00
Íslendingarnir eru einstakir Fyrir tuttugu og fimm árum kom kvikmyndagerðarmaðurinn Christopher Newman fyrst til Íslands vegna sjónvarpsþáttanna Nonna og Manna. Hann hefur hins vegar lítið fylgst með framgangi aðalstjörnu þáttarins, Garðars Thor, á óperusviðinu. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við Newman um Game of Thrones, velgengni þáttanna og framtíð þeirra hér á landi. Lífið 2. desember 2011 09:30
Kanye með sjö tilnefningar Kanye West hefur fengið sjö tilnefningar til bandarísku Grammy-verðlaunanna. Fjórar eru fyrir plötuna My Beautiful Dark Twisted Fantasy, sem kom út í fyrra, og þrjár fyrir Watch the Throne sem hann gerði með rapparanum Jay-Z. Lífið 2. desember 2011 07:30
Framleiðendur Game of Thrones ljóstruðu upp leyndarmáli Það vakti athygli þegar framleiðendur Game of Thrones uppljóstruðu því í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í gær að persónur úr sögunni, sem ekki dóu í bók númer tvö, sem heitir A Clash of Kings, myndu deyja í þáttaröðinni sem tekin er upp hér á landi. Innlent 1. desember 2011 11:13
Á þriðja hundrað manns vinna að Game of Thrones Á þriðja hundrað manns vinna að gerð bandarísku sjónvarpsþáttanna Game of Thrones við rætur Vatnajökuls. Mögulegt er að frekari upptökur fari hér fram á næstu misserum. Innlent 30. nóvember 2011 21:00
Framleiðendur vilja meira af Íslandi í Game of Thrones Framleiðendur Game of Thrones hafa hug á því að taka meira af efni fyrir næstu þáttaraðir hér á landi og jafnvel nýta sér sumarbirtuna og landslagið fyrir smærri tökur. Freyr Gígja Gunnarsson og Vilhelm Gunnarsson heimsóttu tökustað þáttanna við rætur Svínafellsjökuls. Lífið 30. nóvember 2011 12:00
Leikmunabíll fauk út af vegi „Jú, hérna voru þrjátíu metrar á sekúndu. Og leikmunabíll hjá okkur fauk út af veginum. En það slasaðist enginn og allir leikmunir eru heilir. Þetta gerðist bara í „slow-motion“,“ segir Snorri Þórisson hjá Pegasus. Tökur á bandarísku sjónvarpsþáttaröðinni Game of Thrones eru hafnar í Skaftafelli við Hótel Freysnes en mikið óveður reið yfir Austurland á fimmtudagskvöld með fyrrgreindum afleiðingum. Innlent 26. nóvember 2011 13:00
Stjörnurnar horfa til Íslands Bandarískar kvikmyndastjörnur og leikstjórar hafa verið tíðir gestir á Íslandi á þessu ári. Fréttablaðið tók saman lista yfir fræga fólkið sem hefur heiðrað Íslendinga með nærveru sinni árið 2011. Lífið 25. nóvember 2011 14:00
Bradley Cooper kynþokkafyllstur í heimi - listi yfir 10 efstu Bandaríska tímaritið People hefur valið tíu kynþokkafyllstu karlmenn í heimi en kapparnir eiga það sameiginlegt að vera úr leikarabransanum. Lífið 18. nóvember 2011 13:30
Hýsir leikara uppá jökli í 25 fermetra gámahúsum "Þeir eru aðallega að hugsa um gámahúsin. Ég get sett þau niður hvar sem er og er með hita á þeim þannig að leikararnir geta farið inn og ornað sér þegar þeir eiga stund milli stríða. Og svo er ég búinn að innrétta eldhús í eitt þeirra,“ segir Gísli D. Reynisson, eigandi Mýrdælings, fyrirtækis sem sérhæfir sig í ansi fjölbreytilegum verkefnum í Vík og næsta nágrenni. Lífið 14. nóvember 2011 08:00
Hætti við að lóga Randver „Ég var hættur þessu og ætlaði ekkert að gera meira af svona hlutum. En þegar starfsmenn Pegasus sáu reiðhestana mína gengu þeir mjög hart að mér og ég lét til leiðast,“ segir Jens Pétur Högnason hestabóndi. Innlent 11. nóvember 2011 11:00
Bauð hótelstarfsfólki á tónleika Rapparinn Kanye West bauð á dögunum öllu starfsfólki Mercer-hótelsins í New York á fyrstu tónleikana í tónleikaferð sem fylgir eftir plötunni Watch the Throne. Lífið 10. nóvember 2011 14:30