Höfuðborg hins bjarta norðurs Fór menningarreisu norður í lognsældina í Eyjafirði um helgina Fastir pennar 7. apríl 2008 11:14
Breytingaskeið Trúlega er ég að ganga í gegnum einhvers konar breytingaskeið enn einu sinni - en þau eru orðin fleiri en hægt er að telja upp í stuttum bakþanka. Líkamlega eru þau svipuð hjá mér og flestum öðrum. Það eru hin andlegu breytingaskeið sem ég er smeykur um að séu fleiri en gengur og gerist. Bakþankar 7. apríl 2008 06:00
Bílabúskapur Þess er eflaust skammt að bíða að fyrsti Íslendingurinn láti grafa sig í bílnum sínum, en eins og kunnugt er tíðkaðist það til forna að höfðingjar létu grafa sig með eftirlætis hestinum sínum. Fastir pennar 7. apríl 2008 06:00
Er tími uppbyggingar liðinn? Miðborgin er komin í nefnd, Aðgerðahóp um miðborg Reykjavíkur. Það er ekkert nýtt að staða miðborgarinnar sé komin í nefnd. Þar hefur hún átt lögheimili í að minnsta kosti rúman áratug. Það er misgott hvað kemur svo frá þessum nefndum og rýnihópum. Fastir pennar 7. apríl 2008 06:00
Herbergið fyrir barnið Samkvæmt fréttum eru 37 þúsund fermetrar af íbúðarhúsnæði til sölu á Austurlandi. Kaupendur fást ekki og verð fer að lækka aftur eftir þá þenslu sem varð þar um fárra missera skeið. Fastir pennar 6. apríl 2008 06:00
Ný kynni af fyrstu ástinni Eyjan birti frétt fyrir nokkru um hlut foreldra í sænskum bókmenntum. Mömmur í sænskum bókmenntum eru hálfvonlausar, sjálfhverfar og taugaveiklaðar, eða látnar. Minna var sagt um stöðu pabbanna, en í sjálfu sér segir það heilmikið að um þá hafi ekki einu sinni verið fjallað. Bakþankar 6. apríl 2008 06:00
Nelson Obama Á regnköldum febrúardegi 1988 tók ég jarðlestina upp í Harlem. Jesse Jackson hélt framboðsfund fyrir utan eina háhýsið í hverfi svartra, á 125. stræti. Fastir pennar 5. apríl 2008 08:00
Hverjir sofa? Flutningabílstjórar og eigendur eyðslufrekustu tómstundabíla hafa skipulagt mótmæli að frönskum sið síðustu daga. Enginn hefur komist hjá að taka eftir því. Fastir pennar 5. apríl 2008 07:00
Einkaþota ÉG á vin sem fór einu sinni til útlanda í einkaþotu, starfs síns vegna. Þvert á hugmyndir mínar á þessum tíma um að í einkaþotum væri einstaklega þægilegt að vera og að stólar væru þar rúmgóðir og hægt að teygja úr sér og skeggræða andans mál í rólegheitum, tjáði þessi vinur minn mér að lokinni ferðinni að einkaþotan hefði í raun verið einstaklega óþægileg. Bakþankar 5. apríl 2008 06:00
Árangur er ekki sjálfgefinn Það verður seint hægt að saka Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, fyrir áhugaleysi á löggæslustörfum í landinu þau ár sem hann hefur setið í ráðuneytinu. Fastir pennar 4. apríl 2008 06:00
Engan bölmóð! Stundum er því haldið fram, að Íslendingar séu fram úr hófi eyðslusamir. En ég held, að eyðslusemi okkar sé skynsamlegri en virðast kann í fyrstu... Fastir pennar 4. apríl 2008 06:00
Til Búkarest Geir kastaði sér í brúnan leðursófa einkaþotunnar, klæddi sig úr skónum og teygði úr sér. „Ahh, svona á lífið að vera,“ dæsti hann og trommaði á magann á sér. Bakþankar 4. apríl 2008 06:00
Saksóknari setur lögreglu tímamörk Ríkissaksóknari hefur sett lögreglu tímamörk um rannsókn nauðgunarmála. Þessi fyrirmæli ríkislögreglustjóra koma því miður ekki til af góðu. Rannsóknartími nauðgunarmála er óheyrilega langur og hefur lengst ár frá ári milli áranna 1998 og 2006. Fastir pennar 3. apríl 2008 06:00
Rjúkandi ráð Sumir halda, að gengisfall krónunnar frá áramótum muni ganga til baka, kannski alla leið. Fastir pennar 3. apríl 2008 06:00
Bati Einu sinni á miðju fylliríi fékk vinur minn hugmynd. Hann hafði reyndar verið að pæla í þessu lengi en fékk snögglega vitrun: Strákar, sparkiði í rassinn á mér! sagði hann æstur, beygði sig niður og setti rassinn út í loftið. Bakþankar 3. apríl 2008 06:00
Samstaða um lykilatriði: Orð með þyngd Ræða forsætisráðherra á ársfundi Seðlabankans er að líkindum sú mikilvægasta sem flutt hefur verið á þeim vettvangi frá upphafi vega. Það var hún ekki vegna upphrópana. Þunginn í henni var sannast sagna í öfugu hlutfalli við látleysi orðanna. Fastir pennar 2. apríl 2008 06:00
Æðst allra dyggða Nú hafa stórkaupmenn sent út kaldrifjaða orðsendingu um hroðalegar verðhækkanir sem augsjáanlega koma okkur illa. Margir munu bíta á jaxlinn og aðlagast eins og áður en ekki allir hafa svigrúm til þess. Bakþankar 2. apríl 2008 06:00
Slegið á hendur tollgæslunnar Varla er ég einn landsmanna sem hristi hausinn yfir nýjustu Fastir pennar 1. apríl 2008 10:44
Framtíð til bráðabirgða Undarlegt, en þó fremur fyndið, að lesa ummæli Gísla Marteins Fastir pennar 1. apríl 2008 10:23
Eftirlitslaust eftirlit Heimildir lögreglunnar til að hafa eftirlit með fólki án vitneskju þess eru rúmar samkvæmt íslenskum lögum. Reyndar eru lagaákvæðin svo opin að þau virðast fremur vera sniðin að hagsmunum lögreglunnar en borgaranna. Fastir pennar 1. apríl 2008 06:00
Flugvöllurinn festur í sessi Þá er það ljóst. Flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýri. Fastir pennar 31. mars 2008 14:54
Olíuþegnarnir Ég tek ofan fyrir trukkabílstjórum landsins. Þeir hafa afsannað Fastir pennar 31. mars 2008 10:51
Salernishreinsiefnaauglýsingafárið Konan mín vann einu sinni á spítala. Af þeim sökum virðast því lítil takmörk sett hve ítarlega samræðurnar við kvöldverðarborðið geta fjallað um síðari stigu meltingarkerfisins, iðrastarfsemi og líkamsvessa án þess að hún missi matarlystina. Bakþankar 30. mars 2008 06:00
Evrópuumræðan Ólöf Nordal alþingismaður opnaði greinaflokk um Evrópumálefni hér í Fréttablaðinu í liðinni viku með þörfum ábendingum um aðferðafræði þessarar mikilvægu umræðu. Fastir pennar 30. mars 2008 06:00
Valdið er laust Krónan hrundi fyrir páska og daginn eftir skipaði kaupmaður í Kringlunni búðarkrökkum sínum að hækka allar vörur um tvö þúsund kall. Siðlaust og ólöglegt en gert án aðfinnslu. Fastir pennar 29. mars 2008 06:00
Heilsuleysi Dana Á háskólaárunum hnaut ég um þá speki að fjölmiðlar endurspegluðu samtímann. Á henni hef ég hangið eins og hundur á roði þar til nú um páskahelgina að á mig komu vöflur. Bakþankar 29. mars 2008 06:00
Ó, borg mín, borg Ójá, víst er miðborgin ljót. Forljót og fer versnandi. Fastir pennar 28. mars 2008 14:41
Brennum borgina Enn herðist hnúturinn um háls skipulagsyfirvalda í Reykjavík. Þau eru bandingi á palli með snöru um hálsinn sem játar kjökrandi að hann hafi ekkert gert og geti ekkert gert. Fastir pennar 28. mars 2008 07:00
Fallandi gengi Ekki er hægt að segja annað en að landsmenn hafi tekið hraustlega við sér eftir að fréttir bárust af mikilli gengisfellingu nú á dögunum. Fastir pennar 28. mars 2008 06:00
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun