Dómur í kynferðisbrotamáli gegn barni ómerktur og sendur aftur til Landsréttar Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Landsréttar yfir manni sem hafði verið sakfelldur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar, að hafa haft barnaklám í vörslum sínum og fíkniefnalagabrot. Innlent 15. október 2020 20:48
Áfram í varðhaldi vegna hótana, húsbrots og árása Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni til 9. nóvember næstkomandi. Manninum er meðal annars gefið að sök að hafa hótað tveimur lögmönnum. Innlent 15. október 2020 18:07
Þóttist ætla að kaupa vændi af kærustunni en réðst svo á hana með hótunum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Óttar Gunnarsson í tveggja ára fangelsi fyrir brot í nánu sambandi, hótanir og brot á blygðunarsemi gegn fyrrverandi kærustu sinni árið 2017. Innlent 15. október 2020 13:28
Maður grunaður um að hafa orðið konu sinni að bana í Sandgerði látinn laus í ljósi nýrra gagna Karlmaður á sextugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi í ljósi nýrra gagna í málinu. Innlent 15. október 2020 12:38
Borgin sýknuð af kröfu kennara sem vildi ekki hætta vegna aldurs Reykjavíkurborg var sýknuð af skaðabótakröfu grunnskólakennara sem var gert að hætta störfum vegna aldurs í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 14. október 2020 18:58
Jón hafði sigur í löngu og ströngu vatnsstríði Deilur um vörumerki á íslensku vatni hafa staðið fyrir dómstólum árum saman. Viðskipti innlent 14. október 2020 16:04
Tók upp samfarir í heimildarleysi Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi konu aðfaranótt laugardagsins 29. desember 2018 á heimili hans. Innlent 13. október 2020 10:19
Dóms að vænta í grófu nauðgunarmáli Aðalmeðferð lauk í síðustu viku í grófu kynferðisbrotamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meint brot átti sér stað í ágúst 2008 í hótelherbergi utan landsteinanna. Innlent 13. október 2020 07:00
Guðmundur á Núpum fær tvö ár á skilorði Guðmundur A. Birgisson, oft kenndur við Núpa í Ölfusi, hefur verið dæmdur í tveggja ára skiloðsbundið fangelsi fyrir skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. Innlent 10. október 2020 23:36
Fær ekki bætur eftir óhapp við brauðbakstur Tryggingafélagið TM þarf ekki að greiða starfsmanni mötuneyti hjá ótilgreindu félagi á höfuðborgarsvæðinu bætur vegna slyss sem varð þegar starfsmaðurinn var að hnoða deig í stóran brauðhleif. Innlent 10. október 2020 20:15
Byssur og hnífar á heimili fjölhæfs fíkniefnasala Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot á fíkniefna-, lyfja-, tolla- og vopnalögum. Innlent 9. október 2020 11:49
Guðmundi dæmdar 5,6 milljónir í bætur Íslenska ríkið var í sumar dæmt til að greiða Guðmundi R. Guðlaugssyni 5,6 milljónir króna í skaðabætur vegna tekjutaps sem hann varð fyrir eftir gæsluvarðhaldsvistun árið 2010. Innlent 8. október 2020 19:34
Heldur áfram að brjóta á konum á Vestfjörðum Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa gripið tvisvar utanklæða um brjóst konu á skemmtistað á Ísafirði. Þá þarf hann að greiða konunni 200 þúsund krónur í miskabætur. Innlent 7. október 2020 12:11
Kjötpantanir Búllunnar feli í sér tollalagabrot og peningaþvætti Starfsmaður Búllunnar er ákærður fyrir tollalagabrot, grunaður um að hafa ranglega skráð innflutt kjöt sem kjöt með beini í staðinn fyrir beinlaust kjöt við tollskráningu. Mismunurinn vegna rangrar skráningar nemur tæpum tuttugu milljónum króna. Viðskipti innlent 6. október 2020 08:31
Sökuð um að smána fyrrverandi eiginmann sinn Kona nokkur hefur verið ákærð fyrir hótanir í garð fyrrverandi eiginmanns síns og brot gegn blygðunarsemi hans með því að senda öðru fólki myndir af eiginmanninum fáklæddum og í kynferðislegum athöfnum. Innlent 4. október 2020 22:01
„Ég skil ekki hvernig þú lifðir þetta af“ „Ég sagði strax að mamma hefði vakað yfir mér og kippt í mig. Ef bíllinn hefði hitt mig eins og hundinn þá væri ég ekki hér,“ segir Jóhanna Ásmundsdóttir, kennari á Akureyri. Innlent 3. október 2020 09:05
Dómur staðfestur yfir rútubílstjóra fyrir manndráp af gáleysi Landsréttur hefur staðfest sex mánaða skilorðsbundinn dóm yfir rútubílstjóra sem ók rútu aftan á fólksbíl með þeim afleiðingum að tveir ferðamenn létust. Innlent 2. október 2020 16:05
Staðfesti fimm ára dóm fyrir gróft ofbeldi og nauðgun Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm yfir karlmanni sem beitti sambýliskonu sína grófu ofbeldi og nauðgaði í íbúðargámi. Maðurinn hefur áður hlotið fangelsisdóm fyrir að beita sömu konu ofbeldi. Innlent 2. október 2020 15:32
Costco dæmt til að greiða sjö milljónir Costco á Íslandi var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmt til að greiða Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) 7,3 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna félagsgjalda. Viðskipti innlent 2. október 2020 14:50
Játaði brot gegn fyrrverandi unnustu Maður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða fyrrverandi unnustu sinni 800 þúsund krónur í miskabætur fyrir brot gegn blygðunarsemi og stórfelldar ærumeiðingar. Innlent 1. október 2020 22:26
Brotaþoli í nauðgunarmáli nuddara fær að bera vitni í gegnum Teams Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að kona búsett í Bandaríkjunum fái að bera vitni í gegnum fjarfundarbúnað í dómsmáli gegn nuddara sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Konan sem fær að bera vitni er brotaþoli í málinu. Innlent 1. október 2020 21:39
Klofningur í nauðgunarmáli fyrir Hæstarétti Landsréttur þarf að taka aftur fyrir mál konu sem sökuð var um hlutdeild í nauðgun á konu með þroskahömlun. Innlent 1. október 2020 14:46
Guðmundur á Núpum játaði skilasvik og peningaþvætti Guðmundur A. Birgisson, oft kenndur við Núpa í Ölfusi, játaði fyrir héraðsdómi skilasvik og peningaþvætti í tengslum við gjaldþrot hans. Viðskipti innlent 30. september 2020 10:16
60 daga fangelsi fyrir að hafa slegið á rass sjö ára drengja Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ítrekað áreitt tvo sjö ára drengi kynferðislega í ótilgreindri sundlaug á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 29. september 2020 17:27
Reyndi ítrekað að stinga konuna í höfuðið 33 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðst að því er virðist að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi í júní síðastliðnum. Innlent 29. september 2020 14:30
Meiðyrði „deyja“ ekki við það eitt að vera fjarlægð Þann 16. september féll dómur í meiðyrðamáli í héraðsdómi Reykjavíkur. Fjölmiðlar hafa veitt þessum dómi nokkra athygli. Skoðun 27. september 2020 18:00
Afi greiðir móður afabarns bætur vegna ummæla á Facebook Afi var á dögunum dæmdur til að greiða móður barnabarns síns 250 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa birt um hana ærumeiðandi ummæli á Facebook. Innlent 26. september 2020 22:55
Kynferðisbrotamál á hendur starfsmanni frístundaheimilis fellt niður Mál á hendur starfsmanni frístundaheimilis sem grunaður var um að hafa brotið á tveimur börnum í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði hefur verið fellt niður. Innlent 26. september 2020 14:06
„Hefur ömurlegar afleiðingar í för með sér“ Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms og sýknaði dagmóður af ákæru fyrir líkamsárás gegn barni. Lögmaður konunnar segir málið átakanlegt og vonar að hægt verði að draga lærdóm af því Innlent 26. september 2020 12:45
Sýn og Nova máttu reka saman dreifikerfi Landsréttur hafnaði kröfu Símans um að ógilda skyldi ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og Póst- og fjarskiptastofnunar um að leyfa Sýn og Nova að samnýta tíðniheimildir vegna sameiginlegs reksturs á dreifikerfi fyrir farsímaþjónustu. Viðskipti innlent 26. september 2020 11:00