Margrét sakfelld fyrir hótanir í garð Semu Erlu á Grensásvegi Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsíðunnar frettin.is, var í dag sakfelld fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Margrét var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Sema Erla segir fagnaðarefni að réttlætið hafi sigrað. Innlent 9. febrúar 2023 17:03
Villti á sér heimildir til að afla gagna um eiginkonuna Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. mars næstkomandi vegna ítrekaðra brota á nálgunarbanni gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og ólögráða barni. Innlent 9. febrúar 2023 14:45
Kæra úrskurð héraðsdóms í hryðjuverkamálinu Úrskurður héraðsdóms um að vísa skuli frá ákærum er varða hryðjuverk hefur verið kærður til Landsréttar. Héraðsdómur úrskurðaði síðastliðin mánudag að Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson yrðu ekki ákærðir fyrir skipulagningu eða tilraun til hryðjuverka. Innlent 9. febrúar 2023 14:07
Mun kæra Steinar Þór vegna ætlaðra brota á siðareglum lögmanna Sigurður Valtýsson, fyrirsvarsmaður Frigusar II sem stendur í málaferlum við ríkið og Lindahvol, hefur fullan hug á að kæra Steinar Þór Guðgeirsson til úrskurðarnefndar Lögmannafélagsins vegna ætlaðs brots hans á siðareglum lögmanna. Innlent 9. febrúar 2023 14:02
Reyndi að smygla um 600 grömmum af kókaíni til landsins Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 640 grömmum af kókaíni til landsins með flugi í nóvember síðastliðinn. Innlent 9. febrúar 2023 10:52
Sneru við niðurstöðu um hærri bætur þrátt fyrir fyrirvara Hæstiréttur hefur sýknað tryggingarfélagið Sjóvá af kröfum háseta sem hafði bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti fengið hærri bætur vegna fyrirvara um síðara örorkumat sem gæti leitt til hærri bóta. Innlent 8. febrúar 2023 23:00
Endurreikna lán og hafa samband staðfesti æðri dómstólar dóminn Landsbankinn reiknar líkt og Neytendasamtökin með að áfrýja dómi þess efnis að bankinn skuli greiða hjónum tvö hundruð þúsund krónur vegna oftekinna vaxta af láni með breytilegum vöxtum. Komist æðri dómstólar að sömu niðurstöðu ætlar bankinn að eiga frumkvæði að því að endurreikna öll lán sem falli undir fordæmið. Neytendur 8. febrúar 2023 14:41
Frestun í stóra kókaínmálinu komi illa við hálfsjötugan sakborning Framhaldi aðalmeðferðar í því sem nefnt hefur verið stærsta kókaínmál Íslandssögunnar hefur verið frestað um ótilgreindan tíma. Verjandi segir frestun koma illa við skjólstæðing á sjötugsaldri sem sætt hefur gæsluvarðhaldi í tæpa sjö mánuði. Innlent 8. febrúar 2023 11:56
Dæmdir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Tveir karlmenn voru í lok janúar dæmdir í fangelsi og til að greiða miskabætur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í nóvember árið 2020. Mennirnir tveir réðust þá að þriðja manni og börðu. Innlent 8. febrúar 2023 09:10
Flutti inn 55 eða 47 pakkningar af kókaíni innvortis Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 700 grömmum af kókaíni með flugi til landsins í nóvember síðastliðinn. Innlent 8. febrúar 2023 07:43
Átta ára fangelsi fyrir skotárás með þrívíddarprentaðri byssu Ingólfur Kjartansson, tvítugur karlmaður, var í nóvember á síðasta ári dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa ætlað sér að bana karlmanni í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti. Saksóknari krafðist tíu ára dóms. Innlent 7. febrúar 2023 21:49
Landsbankinn tapaði máli sem gæti varðað um 70 þúsund lán Landsbankanum hefur verið gert að greiða hjónum um 200 þúsund krónur vegna oftekinna vaxta af láni með breytilegum vöxtum. Málið var rekið fyrir héraðsdómi með stuðningi Neytendasamtaka sem telja að um 70 þúsund sambærileg lán hafi verið tekin á undanförnum árum. Komist var að öndverðri niðurstöðu í sambærilegu máli gegn Arion banka. Viðskipti innlent 7. febrúar 2023 18:54
Dreifing á nektarmyndum af eiginmanni ekki „lostugt athæfi“ Kona var í dag sýknuð af ákæru um að hafa aflað sér og dreift nektarmynd af þáverandi eiginmanni sínum og tveimur nektarmyndum af annarri konu sem maðurinn var í samskiptum við. Samkvæmt dómi telst háttsemin ekki „lostugt athæfi“. Innlent 7. febrúar 2023 16:08
Öðru sinni dæmdur fyrir stórfelld skattalagabrot á innan við ári Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt framkvæmdastjóra og einn eiganda verktakafyrirtækis í tólf mánaða fangelsi og greiðslu um 207 milljóna króna sektar fyrir stórfelld skattalagabrot. Viðskipti innlent 7. febrúar 2023 07:47
Verkföllum haldið til streitu eftir viðburðaríkan dag Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð Félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að ríkissáttasemjari fái aðgang að kjörskrá Eflingar. Innlent 6. febrúar 2023 23:43
Skora á Eflingu að fresta og áskilja sér rétt til bótakrafna Samtök atvinnulífsins hafa skorað á Eflingu að fresta vinnustöðvun, sem félagið hefur boðað á morgun. Þá segir að samtökin áskilji aðildarfélögum sínum bótarétt vegna alls tjóns sem af ólögmætum aðgerðum Eflingar kunni að hljótast. Innlent 6. febrúar 2023 19:55
„Ég neita að trúa því að Efling fylgi ekki lögum“ Ríkissáttasemjari segir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur ákaflega skýran um það að miðlunartillaga hans í deilu Eflingar og SA hafi verið löglega fram sett og að Eflingu beri að framvísa félagatali. Innlent 6. febrúar 2023 18:49
Hryðjuverkamálið í uppnámi eftir frávísun í héraðsdómi Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur vísað frá báðum köflum er lúta að hryðjuverkum í hryðjuverkamálinu svokallaða. Innlent 6. febrúar 2023 14:48
Iva klippt út úr myndbandi um gott aðgengi vegna skoðana sinna Söngkonunni og laganemanum Ivu Marín Adrichem var illa brugðið þegar settur ferðamálastjóri, Elías Bj. Gíslason, tilkynnti henni að brugðið hafi verið á það ráð að taka myndband sem fjallar um bætt aðgengi á ferðamannastöðum úr birtingu og klippa hana út. Innlent 6. febrúar 2023 12:25
Ár í fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir börnum Landsréttur staðfesti í dag eins árs óskilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manni á áttræðisaldri. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir börnum á leikvelli fyrir framan heimili hans. Innlent 3. febrúar 2023 19:40
SA segja stöðuna í kjaradeilunni skelfilega Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir skelfilegt að verið sé að boða til enn frekari verkfalla á sama tíma og málaferli standi yfir bæði fyrir héraðsdómi og Félagsdómi. Hann og formaður Eflingar eru hins vegar bæði viss um sigur fyrir Félagsdómi þar sem málflutningur fór fram síðdegis. Innlent 3. febrúar 2023 19:30
Stóryrtur Breki lagði smálánafyrirtækin í annarri lotu Landsréttur hefur sýknað Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, vegna ummæla sem hann lét falla um starfsemi smálánafyrirtækisins Ecommerce. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði í september 2021 dæmt fjögur ummæli Breka, um að smálánin og innheimta þeirra væri ólögleg, dauð og ómerk. Innlent 3. febrúar 2023 17:39
Varanlegur heilaskaði og 150 milljóna króna bótakrafa 26 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás við Moe's bar í Jafnaseli í fyrra. Gerð er krafa í miska- og skaðabætur upp á 150 milljón króna. Innlent 3. febrúar 2023 16:09
Bæði fullviss um sigur í Félagsdómi Bæði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru fullviss um sigur í deilu SA og Eflingar fyrir Félagsdómi. Dómurinn kemur saman klukkan fjögur í dag til að skera úr um hvort boðuð verkföll Eflingar séu lögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga frá ríkissáttasemjara liggur fyrir. Innlent 3. febrúar 2023 14:49
Sýknuð í deilu um átján ára millifærslu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Birki Kristinsson, fjárfesti og fyrrverandi landsliðsmann í knattspyrnu, Sólveigu Pétursdóttur, fyrrverandi forseta Alþingis og auk fleiri, í deilu um átján ára millifærslu á hátt í fimmtíu milljónum. Viðskipti innlent 3. febrúar 2023 12:06
Sér ekki möguleika á samningum nema Aðalsteinn stígi til hliðar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að skipa þurfi vararíkissáttasemjara ef kalla eigi Eflingu og Samtök Atvinnulífsins aftur að samningsborðinu. Efling hefur dregið stjórnsýslukæru sína vegna miðlunartillögu sáttasemjara til baka og þess í stað kært hana til héraðsdóms. Innlent 2. febrúar 2023 15:50
Efling skýtur lögmæti miðlunartillögunnar til héraðsdóms Efling hefur ákveðið að skjóta kröfu sinni um ógildingu miðlunartillögu ríkissáttasemjara til Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta gerir félagið vegna viðbragðsleysis Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra við stjórnsýslukæru Eflingar. Innlent 2. febrúar 2023 13:42
Telur skuggalegt að greinargerð sín um Lindarhvol sé ekki lögð fram Sigurður Þórðarson fyrrverandi ríkisendurskoðandi furðar sig á því hvers vegna greinargerð um Lindarhvol sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé ekki gerð opinber. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir slíkan mótþróa. Viðskipti innlent 2. febrúar 2023 07:01
Fimm ára fangelsi fyrir gróf brot gegn tveimur konum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun, stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi. Um var að ræða brot gegn tveimur konum í aðskildum málum en bæði brotin áttu sér stað þann 1. ágúst 2022. Innlent 1. febrúar 2023 23:35
Fær bætur eftir að hafa fræst á sér handlegginn Rafiðnaðarmaður, sem slasaðist illa þegar fræsari hrökk í handlegg hans við vinnu, fær greiddar bætur úr ábyrgðartryggingu Sjóvár. Sjóvá hafnaði ábyrgð og bar fyrir sig að um óhappaatvik hafi verið að ræða. Innlent 1. febrúar 2023 12:54