Sýknaður af innbroti Hæstiréttur sýknaði síbrotamann af innbroti í verslun í Mjódd þar sem 3.000 þúsund krónum var stolið úr peningakassa verslunarinnar. Innlent 11. nóvember 2004 00:01
Fangelsi fyrir fjársvik Rúmlega þrítug kona var í Héraðsdómi Reykjaness dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Konan sveik út vörur og þjónustu fyrir tæpar 260 þúsund krónur með því að gefa símleiðis upp númer á greiðslukorti sem hún átti ekki. Innlent 11. nóvember 2004 00:01
Fær lögheimili í Bláskógabyggð Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að fimm manna fjölskylda skuli fá lögheimili í Bláskógabyggð. Fjölskyldan flutti þangað í vor en sveitarstjórnin vildi ekki samþykkja umsókn um lögheimili fyrst heimilið er á sumarhúsasvæði. Börnin fengu heldur ekki skólavist í Bláskógabyggð. Innlent 11. nóvember 2004 00:01
5 mánaða fangelsi fyrir fjársvik Kona á fertugsaldri var dæmd til fimm mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir fjársvik. Hún sveik út vörur fyrir tæpar 260 þúsund krónur með kreditkorti í eigu fyrirtækis. Konan hefur hlotið átta dóma og margrofið skilorð. Innlent 11. nóvember 2004 00:01
Hæstiréttur lækkaði bæturnar Hæstiréttur lækkaði í dag bætur til konu sem varð fyrir slysi er hún var farþegi í bifreið með ölvuðum ökumanni. Maðurinn andaðist í slysinu. Héraðsdómur dæmdi konunni eina og hálfa milljón í bætur en Hæstiréttur lækkaði bæturnar í rúma milljón. Innlent 11. nóvember 2004 00:01
Sýknaður á grundvelli skófars Hæstiréttur sýknaði í dag mann af ákæru fyrir að hafa stolið þrjú þúsund krónum í innbroti í verslun í Mjóddinni. Héraðsdómur hafði dæmt manninn í sex mánaða fangelsi en hann er síbrotamaður. Vafinn um sekt snerist um skófar. Innlent 11. nóvember 2004 00:01
Dæmdur fyrir að rífa upp klósett Maður á sextugsaldri var, í Héraðsdómi Norðurlands eystra, dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að rífa salernisskál upp úr gólfi hjá nágranna sínum. Salernisskálin eyðilagðist. Innlent 10. nóvember 2004 00:01
Framburður Jónasar þótti ótrúlegur Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas, þremenningarnir í líkfundarmálinu, voru í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Þeir voru fundnir sekir um fíkniefnabrot, fyrir að koma manni í lífshættu ekki til hjálpar og fyrir illa meðferð á líki. Innlent 9. nóvember 2004 00:01
Fyrrum forstjóri SÍF fyrir dómi Gunnar Örn Kristjánsson, fyrrverandi endurskoðandi Tryggingasjóðs lækna og fyrrum forstjóri SÍF, stóð í ströngu í gær þegar mál ákæruvaldsins gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er ákærður fyrir alvarlega vanrækslu í endurskoðendastarfi sínu. Innlent 9. nóvember 2004 00:01
Allir dæmdir í 2 1/2 árs fangelsi Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða, Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Thomas Malakauskas, voru dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir voru ákærðir fyrir að koma Litháanum Vaidas Juceviciusi ekki til hjálpar í neyð, ósæmilega meðferð á líki hans og innflutning á tæplega 224 grömmum af amfetamíni. Innlent 9. nóvember 2004 00:01
Saksóknari þarf leyfi Hæstaréttar Ríkissaksóknari hefur lagt fram beiðni til Hæstaréttar um áfrýjun vegna dóms Héraðsdóms Reykjaness þar sem frestað var refsingu manns sem beitti eiginkonu sína ofbeldi. Innlent 8. nóvember 2004 00:01
5 mánaða fangelsi fyrir fjársvik Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun liðlega tvítugan karlmann í fimm mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Maðurinn var sakfelldur fyrir að svíkja út bensín fyrir tæpar 400 þúsund krónur á bensínstöðvum í Reykjavík. Innlent 5. nóvember 2004 00:01
Maitsland-bræður dæmdir í fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Rúnar Ben Maitsland í fimm ára fangelsi og tvíburabróður hans, Davíð Ben Maitsland, í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að smygla tuttugu og sjö kílóum af hassi til landsins. Innlent 5. nóvember 2004 00:01
Rannsókn á láti Sri lokið Lögreglan í Reykjavík lauk í dag rannsókn á láti Sri Rhamawati sem myrt var í júlí síðastliðnum. Barnsfaðir hennar og fyrrverandi sambýlismaður, Hákon Eydal, sem hefur játað að hafa orðið henni að bana og komið líkinu fyrir í gjótu í hrauninu sunnan við Hafnarfjörð, var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 3. nóvember 2004 00:01
Héraðsdómur fjallar um kröfuna Héraðsdómur Reykjavíkur er nú að fjalla um kröfu lögreglunnar í Reykjavík um að karlmaður verði úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna hnífstungumáls í húsi við Hverfisgötu síðustu nótt. Fórnarlambið fannst í nótt á Laugavegi, nær dauða en lífi. Innlent 3. nóvember 2004 00:01
Gagnrýnir dóminn harðlega Jafnréttisnefnd Reykjavíkur gagnrýnir harðlega nýgenginn dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli þar sem refsingu yfir karlmanni í líkamsárásarmáli gegn konu hans var frestað, þar sem konan hefði átt sök á ofbeldinu. Í ályktun frá jafnréttisnefndinni segir að að látið sé að sök konunnar liggja í dómnum þar sem hún hafi reitt mann sinn til reiði. Innlent 3. nóvember 2004 00:01
Tvö ár í fangelsi fyrir bankarán Bryngeir Sigurðsson var í gær dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að ræna Landsbanka Íslands við Gullinbrú í Reykjavík vopnaður öxi sem hann ógnaði gjaldkera og braut glerskilrúm með. Frá refsingunni dregst sá tími sem hann hefur verið í gæsluvarðhaldi. Innlent 3. nóvember 2004 00:01
55 milljón króna sekt Maður á fimmtugsaldri var, í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Þá er hann dæmdur til að greiða 55 milljónir króna í sekt og verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna kemur hennar í stað eins árs fangelsi. Innlent 2. nóvember 2004 00:01
Dæmdur fyrir rán og árás Tvítugum maður var í gær dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rán og líkamsárás fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Það var í mars 2002 sem maðurinn, í félagi við aðra óþekkta manneskju, kom inn í söluturinn Vídeóspóluna í Reykjavík og ógnaði afgreiðslustúlku með því að bera hníf upp að hálsi hennar, ýta henni upp við vegg og niður á gólf. Innlent 1. nóvember 2004 00:01
Tíu mánaða fangelsi fyrir rán Héraðsdómur dæmdi í dag tuttugu og eins árs gamlan mann til tíu mánaða skilorðsbundins fangelsis fyrir að ráðast inn í myndbandaleigu á Holtsgötu og ógna þar starfsmanni með hnífi og ræna við annan mann 57 þúsund krónum. Þá var manninum gert að greiða starfsmanni myndbandaleigunnar 200 þúsund krónur í miskabætur. Innlent 1. nóvember 2004 00:01
Bílstjórinn braut ekki lög Vöruflutningabílstjóri braut ekki lög þegar hann ók vöruflutningabifreið í meira en sjö daga án þess að taka sér lögboðna vikuhvíld. Þetta þótti brjóta í bága við hvíldartíma sem fjallað er um í EES-samningnum. Ríkissaksóknari gaf út opinbera ákæru á hendur manninum. Innlent 28. október 2004 00:01
Dæmdur í 4 mánaða fangelsi Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvítugan karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og að framvísa fölsuðum lyfseðli í apóteki. Líkamsárásin átti sér stað í september á síðasta ári þegar maðurinn réðst á annan fyrir utan Félagsheimilið Festi í Grindavík og sló hann í andlitið þannig að kinnbein brotnaði. Innlent 28. október 2004 00:01
Geðsjúkur fangi í einangrun Færa þurfti mjög geðsjúkan fanga frá Sogni í einangrun á Litla - Hrauni, þar sem hann dvaldi í átta daga. Fangelsismálastofnun segir að erfitt sé að fá fanga vistaða á geðdeildum. Þeir hafi jafnvel verið sendir til baka þegar vistun hafi verið reynd. </font /></b /> Innlent 27. október 2004 00:01
Stal páskaeggi og átti hass Í Héraðsdómi Reykjavíkur var nítján ára piltur dæmdur í þriggja mánaða skilorðbundið fangelsi og sextán ára piltur dæmdur í tveggja mánaða skilorðbundið fangelsi fyrir þjófnaðarbrot. Mál þriðja piltsins var skilið frá þessu máli. Innlent 26. október 2004 00:01
Komst ekki hjá sektinni Fertugur karlmaður var, í Héraðsdómi Reykjaness, dæmdur til að greiða 50 þúsund króna sekt í ríkissjóð, fyrir hraðakstur. Innlent 26. október 2004 00:01
Kærði viku eftir árásina Í dómnum er látið að því liggja að kona hafi unnið til áverkanna," segir Jónína Bjartmarz, alþingismaður og lögfræðingur, um dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku þar sem refsingu yfir manni vegna heimilisofbeldis var frestað. Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari, dæmdi málið. Innlent 26. október 2004 00:01
Braut gegn fósturdóttur sinni Maður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa haft samfarir og önnur kynferðismök við fósturdóttur sína. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa káfað á vinkonu hennar og fyrir vörslu barnakláms. Innlent 25. október 2004 00:01
Rannsókn lokið í Hagamelsmálinu Lögreglan í Reykjavík hefur lokið rannsókn á því þegar móðir varð dóttur sinni að bana á heimili þeirra við Hagamel í sumar. Dóttirin var á tólfta ári og var henni banað þar sem hún lá í rúmi sínu og eldri bróðir hennar særður. Innlent 23. október 2004 00:01
Stefán dæmdur í 3 ára fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Stefán Loga Sívarsson, annan „Skeljagrandabróðurinn“, í þriggja ára fangelsi fyrir mjög alvarlega líkamsárás sem hefði getað leitt til dauða. Milta mannsins rifnaði svo hann hlaut innvortis blæðingu. Innlent 22. október 2004 00:01
Tveir síbrotamenn dæmdir Tveir síbrotamenn voru í morgun dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness til fangelsisvistar og er hvorugur dómurinn skilorðsbundinn. Innlent 22. október 2004 00:01