Fær bætur vegna raddleysis eftir íþróttakennslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2018 15:52 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Akureyrarbær þarf að greiða konu sem starfaði sem íþróttakennari við Lundarskóla skaðabætur eftir að raddbönd hennar sködduðust er hún var við kennslu í íþróttahúsi KA árið 2011. Starfsaðstæður voru að mati héraðsdóms ófullnægjandi. Skaðabótaskylda bæjarins gagnvart konunni var viðurkennd auk þess sem að bærinn þarf greiða henni 2,1 milljón í málskostnað vegna málsins. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 3. apríl síðastliðinn en hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. Málsatvik voru þannig að konan, sem starfað hafði sem íþróttakennari í 20 ár, var að störfum við kennslu í íþróttahúsinu þann 5. október 2011. Nokkrum dögum áður hafði verið skipt um gólf í íþróttahúsinu en í skýrslu konunnar fyrir dómi kom fram að í húsinu hafi verið „megn lyktarmengun fyrst eftir að húsið var tekið í notkun og þar hafi einnig verið mikið ryk og hávaði.“ Fjórir samkennarar konunnar komu fyrir dóm og lýstu aðstæðum í húsinu með sambærilegum hætti. Umræddan dag var konan við kennslu í íþróttahúsinu að útskýra leik fyrir nemendum sínum þegar rödd hennar brast. Sagðist hún næstu vikur hafa reynt að hlífa röddinni en loks leitað sér læknishjálpar þann 10. nóvember 2011. Var hún í veikindaleyfi út skólaárið og hefur ekki snúið aftur til íþróttakennslu en sinnt ýmsum öðrum störfum innan skólans síðan. Hefur konan verið í raddmeðferð undanfarin ár en hún var sögð ekki hafa skilað fullnægjandi árangri, rödd hennar væri þróttlítil og ekki náð fullnægjandi styrk til að hún gæti hafið kennslu á ný.Konan var við störf í íþróttahúsi KA á Akureyri.VísirBærinn sagði raddleysi algengan fylgifisk kennslu Undir rekstri málsins voru tveir dómkvaddir læknar kallaðir til að meta hvort orsakatengsl væru á milli líkamstjóns hennar og aðstæðna á vinnustað. Var það mat þeirra beggja að mun meiri líkur en minni væru á því að raddvandamál konunnar væru vegna óviðunandi ástands í íþróttahúsinu.Akureyrarbær krafðist sýknu og byggðist vörnin á því að ósannað væri að bærinn ætti sök á tjóni konunnar, þá væru ekki orsakatengsl á milli vinnuaðstæðna og tjóns konunnar. Benti bærinn á að konan hefði starfað sem íþróttakennari í tuttugu ár og að raddleysi væri algengur fylgifiskur kennslu, sérstaklega íþróttakennslu.Byggði dómur héraðsdóms í málinu einkum á mati læknanna tveggja, sem og vitnisburði samkennara konunnar, en ekki væri vafi á því að bærinn bæri ábyrgð á því að aðstæður til kennslu í íþróttahúsinu væru viðunandi.„Stefnandi hefur leitt fjögur vitni fyrir dóminn, sem unnu sama verk á sama tíma og stað fyrir stefnda og hefur að auki kostað til mats dómskvaddra matsmanna sem telja að aðstæður sem þessi vitni lýsa hafi valdið því líkamstjóni sem stefnandi hefur átt við að stríða, verður að telja að þá sé svo komið að stefndi beri hallan af skorti á sönnun um hverjar aðstæðurnar nákvæmlega voru,“ segir í dómi héraðsdóms.Akureyrarbæ hafi á sama tíma ekki tekist að sýna fram á að aðstæður til kennslu í íþróttahúsinu hafi verið í samræmi við lágmarkskröfur laga. Var því að mati dómsins sannað að háttsemi bæjarins hafi af hlotist tjón konunnar.Var skaðabótaskylda bæjarsins gagnvart konunni viðurkennd og þarf bærinn sem fyrr segir að greiða konunni 161 þúsund krónur í skaðabætur, eða því sem nemur upphæð reikninga vegna raddmeðferðar konunnar hjá Talmeinastofunni, sem og eins reiknings vegna sjúkranudds.Þá þarf Akureyrarbær einnig að greiða konunni 2,1 milljón króna í málskostnað vegna málsins, þóknun lögmanns og útlagðan kostnað konunnar í málinu. Dómsmál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Akureyrarbær þarf að greiða konu sem starfaði sem íþróttakennari við Lundarskóla skaðabætur eftir að raddbönd hennar sködduðust er hún var við kennslu í íþróttahúsi KA árið 2011. Starfsaðstæður voru að mati héraðsdóms ófullnægjandi. Skaðabótaskylda bæjarins gagnvart konunni var viðurkennd auk þess sem að bærinn þarf greiða henni 2,1 milljón í málskostnað vegna málsins. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 3. apríl síðastliðinn en hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. Málsatvik voru þannig að konan, sem starfað hafði sem íþróttakennari í 20 ár, var að störfum við kennslu í íþróttahúsinu þann 5. október 2011. Nokkrum dögum áður hafði verið skipt um gólf í íþróttahúsinu en í skýrslu konunnar fyrir dómi kom fram að í húsinu hafi verið „megn lyktarmengun fyrst eftir að húsið var tekið í notkun og þar hafi einnig verið mikið ryk og hávaði.“ Fjórir samkennarar konunnar komu fyrir dóm og lýstu aðstæðum í húsinu með sambærilegum hætti. Umræddan dag var konan við kennslu í íþróttahúsinu að útskýra leik fyrir nemendum sínum þegar rödd hennar brast. Sagðist hún næstu vikur hafa reynt að hlífa röddinni en loks leitað sér læknishjálpar þann 10. nóvember 2011. Var hún í veikindaleyfi út skólaárið og hefur ekki snúið aftur til íþróttakennslu en sinnt ýmsum öðrum störfum innan skólans síðan. Hefur konan verið í raddmeðferð undanfarin ár en hún var sögð ekki hafa skilað fullnægjandi árangri, rödd hennar væri þróttlítil og ekki náð fullnægjandi styrk til að hún gæti hafið kennslu á ný.Konan var við störf í íþróttahúsi KA á Akureyri.VísirBærinn sagði raddleysi algengan fylgifisk kennslu Undir rekstri málsins voru tveir dómkvaddir læknar kallaðir til að meta hvort orsakatengsl væru á milli líkamstjóns hennar og aðstæðna á vinnustað. Var það mat þeirra beggja að mun meiri líkur en minni væru á því að raddvandamál konunnar væru vegna óviðunandi ástands í íþróttahúsinu.Akureyrarbær krafðist sýknu og byggðist vörnin á því að ósannað væri að bærinn ætti sök á tjóni konunnar, þá væru ekki orsakatengsl á milli vinnuaðstæðna og tjóns konunnar. Benti bærinn á að konan hefði starfað sem íþróttakennari í tuttugu ár og að raddleysi væri algengur fylgifiskur kennslu, sérstaklega íþróttakennslu.Byggði dómur héraðsdóms í málinu einkum á mati læknanna tveggja, sem og vitnisburði samkennara konunnar, en ekki væri vafi á því að bærinn bæri ábyrgð á því að aðstæður til kennslu í íþróttahúsinu væru viðunandi.„Stefnandi hefur leitt fjögur vitni fyrir dóminn, sem unnu sama verk á sama tíma og stað fyrir stefnda og hefur að auki kostað til mats dómskvaddra matsmanna sem telja að aðstæður sem þessi vitni lýsa hafi valdið því líkamstjóni sem stefnandi hefur átt við að stríða, verður að telja að þá sé svo komið að stefndi beri hallan af skorti á sönnun um hverjar aðstæðurnar nákvæmlega voru,“ segir í dómi héraðsdóms.Akureyrarbæ hafi á sama tíma ekki tekist að sýna fram á að aðstæður til kennslu í íþróttahúsinu hafi verið í samræmi við lágmarkskröfur laga. Var því að mati dómsins sannað að háttsemi bæjarins hafi af hlotist tjón konunnar.Var skaðabótaskylda bæjarsins gagnvart konunni viðurkennd og þarf bærinn sem fyrr segir að greiða konunni 161 þúsund krónur í skaðabætur, eða því sem nemur upphæð reikninga vegna raddmeðferðar konunnar hjá Talmeinastofunni, sem og eins reiknings vegna sjúkranudds.Þá þarf Akureyrarbær einnig að greiða konunni 2,1 milljón króna í málskostnað vegna málsins, þóknun lögmanns og útlagðan kostnað konunnar í málinu.
Dómsmál Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira