Verjendur óbundnir af viðmiðunarreglum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. apríl 2018 08:00 Reikningarnir sem deilt var um voru tilkomnir vegna verjendastarfa á rannsóknarstigi. Vísir/eyþór „Niðurstaða dómsins er í raun sú að framkvæmd lögreglunnar hefur verið röng í mörg ár,“ segir lögmaðurinn Björn Ólafur Hallgrímsson. Lögmannsstofu hans voru í fyrradag dæmdar tæpar 870 þúsund krónur úr hendi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) vegna verjendastarfa við rannsókn sakamála. Málið varðaði tíu reikninga sem Lögskil hafði sent embættinu vegna starfa sinna. Í reikningunum var tekið mið af tímagjaldi samkvæmt viðmiðunarreglum um þóknun lögmanna en í þeim öllum gerður fyrirvari um að síðar meir kynni að vera gefinn út reikningur samkvæmt gjaldskrá stofunnar. Þegar viðbótarreikningur var gefinn út taldi LRH sér ekki skylt að greiða hann þar sem hann væri umfram upphæðir sem settar eru fram í reglunum. „Það er þannig að ef þú ert skipaður verjandi eða réttargæslumaður ertu skyldugur samkvæmt lögmannalögum til að vinna þau störf. Slíkt heimtar að við komum og sinnum málunum. Síðan eigum við að fá greitt samkvæmt óraunhæfu tímagjaldi sem dekkar kannski ekki nema rétt rúmlega helming af gjaldskrá stofunnar. Það fer ekki saman að bera þessa skyldu og að sá sem skipar lögmann til verksins ákveði þóknunina líka,“ segir Björn.Björn Ólafur Hallgrímsson, lögmaðurFyrirkomulagið hefur lengi verið gagnrýnt af lögmönnum. „Fyrir fimm eða sex árum var ég orðinn svo ósáttur við þessa framkomu að ég hóf undirbúning málsins. Aflahæfi lögmanna er verndað með eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og það stenst ekki að menn séu skikkaðir í vinnu einhliða án þess að fá viðunandi þóknun,“ segir Björn. Í niðurstöðu héraðsdóms segir vafalaust að löggjafanum sé heimilt að setja reglur um hvernig skuli staðið að ákvörðun um viðmiðun fyrir þóknanir verjenda og réttargæslumanna. Það verði þó ekki gert „án þess að lagður sé viðhlítandi grundvöllur að reglusetningunni með einhvers konar athugun á grundvelli ákvörðunar þóknunar.“ Að mati dómsins var ekki byggt á skýrri lagaheimild við ákvörðun þóknunarinnar og ekki heldur á málefnalegum forsendum þar sem engin „könnun eða úttekt á þeim atriðum sem hefði getað skapað málefnalegan grundvöll að slíkri ákvörðun“ fór fram. Umkrafin þóknun var ekki talin úr hófi miðað við það sem gengur og gerist því fallist á hana. „Félagið hefur lengi talið að þessi mál hafi ekki verið í nægilega góðum farvegi og fjárhæðirnar hafi verið of lágar. Þessi dómur felur í sér viðurkenningu á því sjónarmiði,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. „Við eigum eftir að rýna í dóminn. Ef það verður niðurstaðan að framkvæmdina skorti skýrari lagastoð þá munum við taka það upp með viðeigandi aðila,“ segir Helgi Valberg Jensson aðallögfræðingur LRH. Ákvörðun um áfrýjun verði tekin í samráði við dómsmálaráðuneytið og ríkislögmann. Helgi veit ekki til þess að fleiri hafi gert sambærilegan fyrirvara við reikninga sína. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Niðurstaða dómsins er í raun sú að framkvæmd lögreglunnar hefur verið röng í mörg ár,“ segir lögmaðurinn Björn Ólafur Hallgrímsson. Lögmannsstofu hans voru í fyrradag dæmdar tæpar 870 þúsund krónur úr hendi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) vegna verjendastarfa við rannsókn sakamála. Málið varðaði tíu reikninga sem Lögskil hafði sent embættinu vegna starfa sinna. Í reikningunum var tekið mið af tímagjaldi samkvæmt viðmiðunarreglum um þóknun lögmanna en í þeim öllum gerður fyrirvari um að síðar meir kynni að vera gefinn út reikningur samkvæmt gjaldskrá stofunnar. Þegar viðbótarreikningur var gefinn út taldi LRH sér ekki skylt að greiða hann þar sem hann væri umfram upphæðir sem settar eru fram í reglunum. „Það er þannig að ef þú ert skipaður verjandi eða réttargæslumaður ertu skyldugur samkvæmt lögmannalögum til að vinna þau störf. Slíkt heimtar að við komum og sinnum málunum. Síðan eigum við að fá greitt samkvæmt óraunhæfu tímagjaldi sem dekkar kannski ekki nema rétt rúmlega helming af gjaldskrá stofunnar. Það fer ekki saman að bera þessa skyldu og að sá sem skipar lögmann til verksins ákveði þóknunina líka,“ segir Björn.Björn Ólafur Hallgrímsson, lögmaðurFyrirkomulagið hefur lengi verið gagnrýnt af lögmönnum. „Fyrir fimm eða sex árum var ég orðinn svo ósáttur við þessa framkomu að ég hóf undirbúning málsins. Aflahæfi lögmanna er verndað með eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og það stenst ekki að menn séu skikkaðir í vinnu einhliða án þess að fá viðunandi þóknun,“ segir Björn. Í niðurstöðu héraðsdóms segir vafalaust að löggjafanum sé heimilt að setja reglur um hvernig skuli staðið að ákvörðun um viðmiðun fyrir þóknanir verjenda og réttargæslumanna. Það verði þó ekki gert „án þess að lagður sé viðhlítandi grundvöllur að reglusetningunni með einhvers konar athugun á grundvelli ákvörðunar þóknunar.“ Að mati dómsins var ekki byggt á skýrri lagaheimild við ákvörðun þóknunarinnar og ekki heldur á málefnalegum forsendum þar sem engin „könnun eða úttekt á þeim atriðum sem hefði getað skapað málefnalegan grundvöll að slíkri ákvörðun“ fór fram. Umkrafin þóknun var ekki talin úr hófi miðað við það sem gengur og gerist því fallist á hana. „Félagið hefur lengi talið að þessi mál hafi ekki verið í nægilega góðum farvegi og fjárhæðirnar hafi verið of lágar. Þessi dómur felur í sér viðurkenningu á því sjónarmiði,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands. „Við eigum eftir að rýna í dóminn. Ef það verður niðurstaðan að framkvæmdina skorti skýrari lagastoð þá munum við taka það upp með viðeigandi aðila,“ segir Helgi Valberg Jensson aðallögfræðingur LRH. Ákvörðun um áfrýjun verði tekin í samráði við dómsmálaráðuneytið og ríkislögmann. Helgi veit ekki til þess að fleiri hafi gert sambærilegan fyrirvara við reikninga sína.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira