Staðfesta þriggja ára fangelsisdóm yfir þjálfara sem nauðgaði þrettán ára stúlku Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm sem féll í Héraðsdómi Vesturlands á Akranesi yfir karlmanni á þrítugsaldri fyrir að hafa nauðgað þrettán ára gamalli stúlku sem hann hafði þjálfað í íþróttum. Innlent 12. júní 2020 16:48
Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Innlent 12. júní 2020 07:26
Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 11. júní 2020 23:48
Íslenska ríkið braut ekki á Carli vegna hatursorðræðudóms Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Carls Jóhanns Lilliendahl gegn íslenska ríkinu. Hann taldi íslenska ríkið hafa brotið á mannréttindum sínum er hann var sakfelldur fyrir hatursorðræðu. Dómstólinn telur að ummæli Carls hafi falið í sér hatursorðræðu. Innlent 11. júní 2020 09:33
Segir frænda sinn hafa reynt að svipta sig lífi eftir misnotkun Þórhalls Inga Sæland, Alþingismaður og formaður Flokks fólksins, segir bróðurson sinn hafa reynt að svipta sig lífi í kjölfar þess að hafa verið misnotaður af Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni. Inga hafði áður sagt frá meintri misnotkun Þórhalls á Facebook. Innlent 10. júní 2020 11:34
Hótaði lögreglumanni lífláti og reyndi að ráðast á lögreglukonu Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir brot gegn valdstjórn og lögreglulögum með því að hafa hótað lögreglumanni lífláti og ítrekað reynt að ráðast á lögreglukonu. Innlent 9. júní 2020 12:34
Deilan langvinna á milli Sigmars og Skúla send aftur til Landsréttar Deilan langvinna á milli Sigmars Vilhjálmssonar og Skúla Gunnars Sigfússonar um lóðarréttindi á Hvolsvelli hefur verið send aftur til meðferðar Landsréttar. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í morgun. Viðskipti innlent 9. júní 2020 10:15
Dæmdur fyrir að fella níu aspir gróðursettar til minningar um fórnarlömb snjóflóðsins á Flateyri Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann til greiðslu 200 þúsund króna sektar fyrir að hafa í óleyfi fellt níu aspir í eigu Ísafjarðarbæjar sem gróðursettar voru við Drafnargötu á Flateyri í minningu þeirra sem fórust í snjóflóðinu í plássinu árið 1995. Innlent 9. júní 2020 08:00
Eiganda 66°Norður dæmdar 172 milljónir í bætur af Hæstarétti Hæstiréttur hefur dæmt félagið Molden Enterprises Ltd. til að greiða 66North holding Lux S.Á.R.L. móðurfélagið 66°Norður 172 milljónir króna. Viðskipti innlent 8. júní 2020 18:34
Ákærður fyrir að sparka í andlit lögreglumanns og hóta honum lífláti Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir að hafa sparkað í andlit lögreglumanns og hótað honum lífláti við handtöku. Málið er þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Innlent 8. júní 2020 10:41
Inga Sæland segir ungan frænda sinn í sárum hafa lent í klóm Þórhalls miðils Sláandi frásögn formanns Flokks fólksins vekur óhug. Innlent 8. júní 2020 09:32
Dæmdur í 238 milljóna sekt fyrir skatt- og skilasvik Landsréttur staðfesti tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og 238 milljóna króna sekt yfir Ágústi Alfreð Snæbjörnssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra lithásks verktakafyrirtækis, fyrir skatt- og skilavik í gær. Fyrri stjórnandi annars verktakafélags sem Ágúst Alfreð stýrði var sýknaður af ákæru um hlutdeild í brotum. Innlent 6. júní 2020 14:42
Þórhallur „miðill“ í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm yfir Þórhalli „miðli“ Guðmundssyni vegna kynferðisbrots gegn skjólstæðingi sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum. Þórhallur neitaði allri sök í málinu en tekið var tillit til hversu langan tíma málið dróst þegar refsing hans var ákvörðuð. Innlent 5. júní 2020 16:42
Ólafur William Hand sýknaður fyrir Landsrétti Ólafur William Hand, fyrrverandi upplýsingafulltrúi og forstöðumaður markaðsmála á alþjóðasviði Eimskips, var í dag sýknaður af kæru um ofbeldi í garð barnsmóður sinnar fyrir Landsrétti. Innlent 5. júní 2020 16:06
Laganna vörður hafði betur gegn Verði Tryggingafélagið Vörður var í gær dæmt af Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða lögreglumanni bætur eftir að hann slasaðist við störf sín í október árið 2014 þegar ekið var í veg fyrir lögreglubifreið sem hann ók. Innlent 5. júní 2020 11:32
Sýknuð í meiðyrðamáli sem foreldrar ráku fyrir hönd látins sonar síns Kona var í fyrradag sýknuð í héraðsdómi Reykjaness af miskabótakröfu sem foreldrar látins manns kröfðust fyrir hönd dánarbús sonar síns. Innlent 5. júní 2020 08:00
Gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis fellt úr gildi Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tvítugum karlmanni sem var handtekinn á sunnudag grunaður um heimilisofbeldi. Innlent 4. júní 2020 23:20
Greiddi ekki fargjaldið að fullu og reif áklæði í bílnum Karlmaður á fertugsaldri var í gær dæmdur í sextíu daga fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjársvik og eignaspjöll. Innlent 3. júní 2020 14:05
Þyngir fangelsisdóm í fimmtán mánuði vegna ítrekaðra umferðarlagabrota Landréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á þrítugsaldri í fimmtán mánaða fangelsi vegna umferðarlagabrota. Innlent 3. júní 2020 13:08
Ákærður fyrir að nauðga tveimur konum með alzheimer Karlmaður um sjötugt hefur verið ákærður fyrir að nauðga tveimur konum um áttrætt sem báðar voru með langt genginn alzheimer. Innlent 2. júní 2020 20:35
Fá 163 milljónir í bætur verði ráðist í endurbyggingu eftir stórbruna Tryggingarfélagið Sjóvá þarf að greiða eigenda atvinnuhúsnæðis sem brann til grunna í miklum eldsvoða á Akureyri í maí árið 2017 alls 163,6 milljónur í vátryggingabætur vegna brunans, svo framarlega sem húsnæðið verði endurbyggt Innlent 2. júní 2020 18:53
Dæmdur fyrir að stela bíl og rúnta norður í Borgarfjörð Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku karlmann um þrítugt í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa í félagi við annan mann tekið bíl í heimildarleysi af bílastæði þjónustuverkstæðis Bílabúðar Benna við Tangarhöfða í Reykjavík. Innlent 2. júní 2020 09:56
Dæmdur öðru sinni fyrir kynferðisbrot gegn barni Anthony Lee Bellere var á föstudag sakfelldur fyrir Landsrétti fyrir ítrekuð kynferðisbrot, tilraun til kynferðisbrots, hótun, áfengislagabrot, brot gegn barnverndarlögum og umferðalagabrot. Innlent 1. júní 2020 15:56
Sautján ára piltur annan mánuð í gæsluvarðhaldi Sautján ára piltur, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, mun þurfa að sæta gæsluvarðhaldi til 25. júní næstkomandi. Innlent 28. maí 2020 16:16
Lagði VÍS í bumbuboltabaráttu Karlmaður á fimmtugsaldri hafði betur í baráttu við Vátryggingafélag Íslands sem neitaði að viðurkenna bótaskyldu eftir slys í hádegiskörfubolta vinnufélaga í febrúar 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 28. maí 2020 14:53
Mál Elínar og Sigurjóns fara aftur fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur hafnað frávísunarkröfu ákæruvaldsins varðandi endurupptöku mála þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Innlent 27. maí 2020 18:50
Dæmdur fyrir samræði við 13 ára stúlku Maðurinn var 19 ára þegar brotið átti sér stað. Innlent 27. maí 2020 17:40
Dæmdur fyrir stórfellt brot gegn barnsmóður sinni „Segðu henni að vera ekki með þetta fokking kjaftæði. Það er ekki ég sem er að eyðileggja þetta allt það er hún, ha. Og hún skal bara fokking koma með drengina í dag eða ég fokking stúta henni, ég er ekki að fokking djóka,“ var meðal þess sem maðurinn sagði í símtali við vinkonu brotaþola. Innlent 26. maí 2020 17:35
Húsleit gerð hjá manni sem grunaður er um að hafa brotið á tveimur börnum Gerð var húsleit á heimili mannsins sem grunaður er um að hafa brotið á tveimur börnum í Hraunavallaskóla í Hafnarfirði og hald lagt á gögn í þágu málsins. Innlent 26. maí 2020 17:15
Klúðruðu rannsókn á innbroti þar sem þjófurinn þakkaði fyrir sig og baðst afsökunar Karlmaður sem grunaður var um að hafa brotist inn í lyfjakæli í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur verið sýknaður af innbrotinu. Innlent 26. maí 2020 14:17