Aðalmeðferð í máli eldri borgara gegn Tryggingastofnun hefst í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. október 2021 10:10 Boðað hefur verið til útifundar að loknu dómsháldi klukkan 14 þar sem málið verður kynnt. Vísir/Vilhelm Félagar úr Gráa hernum, baráttuhópi eldri borgara um lífeyrismál, mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun til að fylgjast með aðalmeðferð í máli félaga hópsins gegn Tryggingastofnun. Málið höfðuðu þrír félagar Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum. Er málið byggt á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyristakar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi sínu og iðgjöldum, sé gengið gegn stjórnarskrarvörðum eignarrétti lífeyristaka. Að loknu dómhaldi verður útifundur á Austurvelli á vegum Gráa hersins þar sem Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, kynnir málsóknina. Þá mun Flóki Ásgeirsson lögmaður gera greni fyrir málflutningi beggja aðila málsins, Jónas Þórir og Örn Árnason fara með gamanmál, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri heldur tölu eftirlaunakonu og Hörður Torfa söngvaskóld flytur tónlist. Þá mun Andrea Jónsdóttir þeyta skífum fyrir fund og efla baráttuandann. Boðað hefur verið til útifundar að loknu dómshaldi.Vísir/Vilhelm Í kynningu Landssambands eldri borgara á málinu segir að skerðingarnar, sem meðlimir Gráa hersins mótmæla, nemi allt að 56,9 prósentum af greiðslum úr lífeyrissjóði. „Þegar einnig sé tekið tillit til tekjuskatta sé því um að ræða ígildi eignaupptöku á allt að 72,9% greiðslna frá lífeyrissjóðum. Þetta sé brot á 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins, og ákvæðum 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. mannréttindasáttmálans, sem leggja bann við mismunun,“ segir í tilkynningunni. Eldri borgarar fjölmenntu í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.Vísir/Vilhelm Í stefnu málsins kemur fram að kerfi skyldulífeyrissparnaðar, sem komið var á árið 1969, hafi ætlunin verið að hann kæmi til viðbótar við almannatryggingar, en ekki í stað þeirra. Núverandi skerðingar geri það þó að verkum að stór hluti þes ávinnings sem rekja megi til lífeyrissjóðakerfisins sé færður frá sjóðfélögum til ríkisins. Í stað þess að sjóðfélagar njóti lífeyrissparnaðar síns séu réttindi þeirra í lifyeirrsjóðum notuð til að draga úr útgjöldum ríkisins til almannatryggingar. Kjaramál Dómsmál Tryggingar Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Tengdar fréttir Segir Bjarna og ríkisstjórnina blóðmjólka eldri borgara Grái herinn býst til vopna. Ríkið tekur 80 prósent af aukagreiðslum eftirlaunafólks og 45 milljarða árlega af lífeyrisþegum. 25. maí 2021 11:52 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Málið höfðuðu þrír félagar Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum. Er málið byggt á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyristakar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi sínu og iðgjöldum, sé gengið gegn stjórnarskrarvörðum eignarrétti lífeyristaka. Að loknu dómhaldi verður útifundur á Austurvelli á vegum Gráa hersins þar sem Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, kynnir málsóknina. Þá mun Flóki Ásgeirsson lögmaður gera greni fyrir málflutningi beggja aðila málsins, Jónas Þórir og Örn Árnason fara með gamanmál, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri heldur tölu eftirlaunakonu og Hörður Torfa söngvaskóld flytur tónlist. Þá mun Andrea Jónsdóttir þeyta skífum fyrir fund og efla baráttuandann. Boðað hefur verið til útifundar að loknu dómshaldi.Vísir/Vilhelm Í kynningu Landssambands eldri borgara á málinu segir að skerðingarnar, sem meðlimir Gráa hersins mótmæla, nemi allt að 56,9 prósentum af greiðslum úr lífeyrissjóði. „Þegar einnig sé tekið tillit til tekjuskatta sé því um að ræða ígildi eignaupptöku á allt að 72,9% greiðslna frá lífeyrissjóðum. Þetta sé brot á 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins, og ákvæðum 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. mannréttindasáttmálans, sem leggja bann við mismunun,“ segir í tilkynningunni. Eldri borgarar fjölmenntu í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.Vísir/Vilhelm Í stefnu málsins kemur fram að kerfi skyldulífeyrissparnaðar, sem komið var á árið 1969, hafi ætlunin verið að hann kæmi til viðbótar við almannatryggingar, en ekki í stað þeirra. Núverandi skerðingar geri það þó að verkum að stór hluti þes ávinnings sem rekja megi til lífeyrissjóðakerfisins sé færður frá sjóðfélögum til ríkisins. Í stað þess að sjóðfélagar njóti lífeyrissparnaðar síns séu réttindi þeirra í lifyeirrsjóðum notuð til að draga úr útgjöldum ríkisins til almannatryggingar.
Kjaramál Dómsmál Tryggingar Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Tengdar fréttir Segir Bjarna og ríkisstjórnina blóðmjólka eldri borgara Grái herinn býst til vopna. Ríkið tekur 80 prósent af aukagreiðslum eftirlaunafólks og 45 milljarða árlega af lífeyrisþegum. 25. maí 2021 11:52 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Segir Bjarna og ríkisstjórnina blóðmjólka eldri borgara Grái herinn býst til vopna. Ríkið tekur 80 prósent af aukagreiðslum eftirlaunafólks og 45 milljarða árlega af lífeyrisþegum. 25. maí 2021 11:52