Bónus-deild kvenna

Bónus-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Roberson var best í lokaumferðunum

    Tiffany Roberson hjá Grindavík var í dag útnefnd besti leikmaðurinn í umferðum 18-24 í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Þá var valið úrvalslið umferðanna og besti þjálfarinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR heldur öðru sætinu

    Þó svo að Grindavík hafi unnið KR í dag voru það KR-ingar sem gátu leyft sér að fagna í lokin þar sem úrslit leiksins þýddu að KR myndi halda heimavallarréttinum í úrslitakeppninni sem er framundan.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fögnuðu deildameistaratitlinum með stæl

    Keflavíkurstúlkur tóku við deildameistaratitilinum í kvöld og héldu upp á það með því að bursta Hamar 97-74 í Iceland Express deildinni. Liðið tryggði sér sigur í deildinni í umferðinni á undan.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík deildarmeistari

    Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Keflavíkurstúlkur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með stórsigri á KR 90-59. Haukar unnu góðan sigur á bikarmeisturum Grindavíkur 87-73 og þá vann Hamar sigur á Val 81-66.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík burstaði Hauka

    Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna þar sem efsta lið deildarinnar, Keflavík, vann stórsigur á Íslandsmeisturum Hauka.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR vann Reykjavíkurslaginn

    Það var Reykjavíkurslagur í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar Valur og KR mættust í Vodafonehöllinni. KR vann í hörkuleik 70-73 en liðið hafði ellefu stiga forystu í hálfleik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík bikarmeistari kvenna í fyrsta sinn

    Grindavík er bikarmeistari í kvennaflokki í körfubolta. Liðið vann sigur á Haukum 77-67 í ansi sveiflukenndum úrslitaleik í Laugardalshöll. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Grindavíkur í kvennaflokki.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík lagði granna sína í framlengingu

    Mikið fjör var í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Keflavík situr á toppnum eftir 106-101 sigri á Grindavík á útivelli eftir framlengdan leik. Valsstúlkur unnu góðan útisigur á Haukum 66-61 en þó varð ljóst að liðið nær ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Valsstúlkur unnu Grindavík

    Valur heldur áfram að gera góða hluti í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Liðið vann Grindavík 68-58 í dag og heldur enn í vonina um að komast í úrslitakeppnina.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Signý best í umferðum 10-17

    Nú í hádeginu var úrvalslið umferða 10-17 í Iceland Express deild kvenna í körfubolta tilkynnt. Viðurkenningar voru veittar á veitingastaðnum Carpe Diem.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík og Haukar mætast í úrslitum

    Það verða Grindavík og Haukar sem leika til úrslita í Lýsingarbikar kvenna í körfubolta. Grindavík vann í kvöld góðan sigur á Keflavík á heimavelli 66-58 og tryggði sætið í úrslitaleiknum, en í gær lögðu Haukar Fjölni örugglega í hinum undanúrslitaleiknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Valur vann Hamar

    Einn leikur var í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Valur vann Hamar 74-58 eftir að Hamarsstúlkur höfðu haft þriggja stiga forystu í hálfleik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík burstaði Grindavík

    Keflavíkurstúlkur smelltu sér í kvöld upp að hlið Grindavíkur og KR á toppi Iceland Express deildarinnar með stórsigri á grönnum sínum í Grindavík 95-72. KR lagði Fjölni á útivelli 68-58.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Valsstúlkur unnu Hauka

    Valur vann óvæntan sigur á Haukum í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Valsstúlkur unnu nauman 80-79 sigur. Molly Peterman skoraði 34 stig fyrir Val.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík á toppinn

    Grindavíkurstúlkur komust í kvöld upp á hlið granna sinna í Keflavík á toppi Iceland Express deildarinnar þegar liðið vann sigur á Fjölni 79-68 í Grafarvogi. Þá unnu Haukar nauman sigur á Hamri í Hveragerði 73-69.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR skellti Íslandsmeisturunum

    Þrír leikir voru á dagskrá í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag. KR-stúlkur lögðu Íslandsmeistara Hauka 80-74 í Hafnarfirði þrátt fyrir að vera án stórskyttunnar Monique Martin.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík vann KR í æsispennandi leik

    Grindavík vann í kvöld KR í æsispennandi leik í toppslag í Iceland Express deild kvenna. Góð byrjun Grindvíkinga í fjórða leikhluta tryggði á endanum tveggja stiga sigur, 86-84.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tvö heitustu liðin mætast í kvöld

    Tvö heitustu liðin í Iceland Express deild kvenna mætast í Grindavík í kvöld þegar heimastúlkur mæta toppliði KR sem komst á toppinn með því að vinna Keflavík 90-81 í síðustu umferð.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Valur vann Fjölni

    Valur vann í kvöld dýrmætan sigur á Fjölni í Iceland Express deild kvenna en liðin eru bæði í neðri hluta deildarinnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    65 stig Martin skutu KR á toppinn

    KR er komið á toppinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir að liðið skellti Keflavík 90-81 í kvöld. Monique Martin fór hamförum í liði KR og skoraði 65 stig í leiknum.

    Körfubolti