Beljanski í Breiðablik Miðherjinn Igor Beljanski hefur gengið frá samningi við körfuknattleiksdeild Breiðabliks þar sem hann mun spila undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar. Beljanski lék með Grindavík síðasta vetur en spilaði fyrir Einar Árna hjá Njarðvík á sínum tíma. Þetta kom fram á karfan.is í dag. Körfubolti 12. júní 2008 16:27
Gunnar semur við Keflavík Gunnar Einarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Keflavík en það kemur fram á heimasíðu félagsins. Körfubolti 6. júní 2008 18:33
Sovic á leið frá Breiðabliki Nemanja Sovic hefur farið þess á leit við félagið að verða leystur undan samningi. Hann skrifaði undir tveggja ára samning þegar hann gekk til liðs við Blika í október. Körfubolti 5. júní 2008 16:47
Fær tvö olnbogaskot í stað eins "Maggi verður alltaf vinur minn hvort sem hann fer í Njarðvík eða eitthvað annað," sagði Jón Norðdal Hafsteinsson, leikmaður Keflavíkur, um ákvörðun félaga hans Magnúsar Gunnarssonar um að ganga í raðir Njarðvíkinga. Körfubolti 4. júní 2008 19:06
Ætli ég fái ekki kauphækkun Magnús Þór Gunnarsson hefur leikið allan sinn feril með Keflavík, en í kvöld gengur hann formlega í raðir erkifjendanna í Njarðvík. Vísir spurði Magnús hvernig tilhugsun það væri að fara að spila í grænu. Körfubolti 4. júní 2008 17:42
Skallagrímur fær Eric Bell Skallagrímur hefur fengið bandarískan leikmann í sínar raðir. Hann heitir Eric Bell en hann þekkir þjálfara liðsins, Ken Webb, mjög vel. Þeir voru saman í Noregi í tvö ár og spilaði Bell undir stjórn Webb. Körfubolti 4. júní 2008 14:55
Magnús frá Keflavík í Njarðvík Það er nóg að gerast í leikmannamálum í körfuboltanum en á vefsíðu Víkurfrétta er sagt að Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Íslandsmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, hafi komist að samkomulagi við Njarðvíkinga um að leika með þeim á næstu leiktíð. Körfubolti 4. júní 2008 09:24
Fékk gott tilboð en verður áfram í Hólminum Landsliðsmaðurinn Hlynur Bæringsson segist fastlega reikna með því að hann spili með Snæfelli áfram næsta vetur. Vísir hefur heimildir fyrir því að Stjörnumenn hafi reynt að fá Hlyn í sínar raðir í vor. Körfubolti 30. maí 2008 20:59
Zdravevski að fá íslenskt ríkisfang Körfuboltamaðurinn Jovan Zdravevski hjá Stjörnunni er nú við það að fá íslenskan ríkisborgararétt. Zdravevski hefur leikið með Skallagrími og KR en gekk í raðir Stjörnunnar á síðustu leiktíð. Körfubolti 27. maí 2008 18:27
Valur tekur við Njarðvík Valur Ingimundarson mun taka við þjálfun Njarðvíkur í efstu deild karla í körfubolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. Körfubolti 27. maí 2008 15:32
Friðrik klár í slaginn á ný Miðherjinn Friðrik Stefánsson hjá Njarðvík hefur fengið þær góðu fréttir að hann megi byrja að æfa körfubolta á ný. Friðrik gat ekki leikið með Njarðvíkingum í úrslitakeppninni í vor vegna hjartagalla. Körfubolti 25. maí 2008 20:26
Reiknar með að skrifa undir á næstu dögum Þjálfarinn Valur Ingimundarson segist vongóður um að geta skrifað undir samning við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur á næstu dögum. Körfubolti 23. maí 2008 14:05
Magnús verður áfram í Keflavík Magnús Gunnarsson hefur náð munnlegu samkomulagi við körfuknattleiksdeild Keflavíkur um að leika áfram með liðinu næsta vetur. Körfubolti 23. maí 2008 13:18
Kitlar að taka við Njarðvík Valur Ingimundarson er inni í myndinni hjá körfuknattleiksdeild Njarðvíkur um að gerast næsti þjálfari liðsins. Í samtali við Vísi sagði Valur að hugmyndin um að taka við Njarðvík hafi kitlað sig nokkuð þegar hún kom upp á borðið. Körfubolti 22. maí 2008 13:15
Hallast að því að framlengja við Keflvíkinga Stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson hjá Keflavík sagði 80% líkur á því að hann yrði áfram hjá Keflavík næsta vetur þegar liðið hampaði Íslandsmeistaratitlinum á dögunum. Körfubolti 21. maí 2008 10:35
Ákvað að sitja lengur en Ferguson Sigurður Ingimundarson þjálfari segir spennandi tíma fram undan í Keflavík og segir það helstu ástæðuna fyrir því að hann framlengdi samning sinn við félagið í gær. Körfubolti 21. maí 2008 10:16
Sigurður áfram með Keflavík Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslandsmeistara Keflavíkur, skrifaði í kvöld undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á vefsíðu Víkurfrétta í kvöld. Körfubolti 20. maí 2008 21:43
Ólafur til liðs við Stjörnuna Körfuboltakappinn Ólafur Jónas Sigurðsson hefur gengið til liðs við Stjörnuna og samið við liðið til eins árs. Körfubolti 16. maí 2008 14:12
Ken Webb framlengir við Skallagrím Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur náð samkomulagi við bandaríska þjálfarann Ken Webb um að stýra liðinu áfram næsta vetur. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins í dag. Körfubolti 14. maí 2008 19:50
Jón Arnar og Hreggviður framlengja við ÍR Þjálfarinn Jón Arnar Ingvarsson hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild ÍR og mun því stýra liðinu næsta vetur. Þá hefur Hreggviður Magnússon gert nýjan tveggja ára samning við félagið. Körfubolti 7. maí 2008 11:28
Justin Shouse í Stjörnuna Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar í Garðabæ hefur samið við leikstjórnandann Justin Shouse um að leika með liðinu næsta vetur. Þetta staðfesti Gunnar Sigurðsson formaður kkd Stjörnunnar í samtali við Vísi. Körfubolti 5. maí 2008 16:16
Jón og Pálína best hjá Keflavík Jón Norðdal Hafsteinsson og Pálína Gunnlaugsdóttir voru um helgina útnefnd bestu leikmenn vetrarins á lokahófi Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki. Körfubolti 5. maí 2008 13:15
Brynjar Þór til Bandaríkjanna KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson mun leika í bandaríska háskólaboltanum næstu fjögur árin en hann hefur þegið skólastyrk frá High Point-háskólanum í Norður-Karólínuríki. Körfubolti 3. maí 2008 11:55
Þorleifur framlengir við Grindavík Þorleifur Ólafsson hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild Grindavíkur næstu tvö árin. Mikið hefur verið að gera í leikmannamálum í Grindavík undanfarna daga og í gær tilkynnti félagið að það hefði fengið miðherjann Morten Szmiedowicz til liðs við sig á ný, en hann lék með félaginu veturinn 2004-05. Körfubolti 29. apríl 2008 17:20
Teitur hættur í Njarðvík Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við þjálfarann Teit Örlygsson. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Undir stjórn Teits féllu Njarðvíkingar úr leik 2-0 fyrir Snæfelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 26. apríl 2008 16:20
Kotila hættur að þjálfa Snæfell Bandaríski þjálfarinn Geof Kotila hefur ákveðið að hætta að þjálfar bikarmeistara Snæfells í körfubolta. Samningur hans rennur út nú í sumar og ætlar hann að flytja aftur til Danmerkur með fjölskyldu sinni. Þetta kom fram í Stykkishólmspóstinum. Körfubolti 26. apríl 2008 14:03
Magnús bíður eftir ákvörðun þjálfarans Magnús Gunnarsson og félagar hans í Keflavík taka nú þátt í sigurhátíð sem að hans sögn mun standa yfir alla helgina þar í bæ. Liðið landaði enn einum meistaratitlinum í safnið í gærkvöld og Vísir heyrði hljóðið í skyttunni í kvöld. Körfubolti 25. apríl 2008 20:39
Gunnar bestur í úrslitakeppninni Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í körfubolta en þetta var tilkynnt eftir sigur Keflvíkinga gegn Snæfelli í kvöld. Körfubolti 24. apríl 2008 23:00
Snæfellingar áttu ekki möguleika Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var í sigurvímu þegar Stöð 2 Sport tók viðtal við hann strax eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Körfubolti 24. apríl 2008 21:16
Keflavík Íslandsmeistari 2008 Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn 2008 með sigri á Snæfelli á heimavelli 98-74. Keflavík vann úrslitaeinvígið 3-0 og sex magnaðir sigrar í röð í úrslitakeppninni komu titlinum í hús. Körfubolti 24. apríl 2008 19:28