Aðalstjórn Snæfells leggur mikið upp úr því að stuðningsmenn félagsins sýni af sér mikla háttvísi á leikjum félagsins og sendi af því tilefni frá sér tilkynningu á dögunum.
Þar eru stuðningsmenn Snæfells hvattir til þess að forðast neikvætt tal og niðurlægjandi köll um samherja, mótherja, dómara, þjálfara eða starfsmenn félagsins.
Aðalstjórnin vill einnig að áhorfendur líti á dómarann sem leiðbeinanda. Því eigi þeir ekki að gagnrýna ákvarðanir hans á óviðeigandi hátt.
„Það er í lagi að sýna óánægju sína með því að púa en algjör óþarfi að kalla dómarana fæðingarhálfvita og önnur miður falleg orð," segir einnig í tilkynningu aðalstjórnar Snæfells.