Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Vond samtöl og svæfandi stunur

Fifty Shades-bækurnar eftir E.L. James munu seint teljast til menningarlegra eða vandaðra bókmennta, en einhverja ánægju virðist markhópurinn fá út úr þeim. Skemmst er frá því að segja að það sama á við um bíómyndirnar, þessar tvær sem nú eru komnar út. Af báðum að dæma hefur verið óskaplega lítið innihald til staðar til þess að bera örlátan sýningartíma uppi. Einnig hefur lítið gagnast að brjóta upp efniviðinn með sveittum athöfnum þegar persónurnar eru svona óspennandi og kemistrían á milli þeirra er sama og steindauð.

Gagnrýni
Fréttamynd

Eva með enn eitt stóra verkefnið

Eva María Daníels kvikmyndaframleiðandi er nú með á prjónunum sitt stærsta verkefni en það er myndin Hold the Dark sem mun skarta meðal annars Alexander Skarsgård, James Badge Dale og Jeffrey Wright og um leikstjórn sér Jeremy Saulnier.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tilboðin flæða inn hjá Hildi Guðnadóttur

Hildur Guðnadóttir fékk á dögunum það hlutverk að sjá um tónlistina í framhaldi Sicario sem ber titilinn Soldado. Hún segir að tilboðin hafi streymt inn síðan hún landaði starfinu og því er nóg að gera hjá henni bæði í kvikmyndunum og sem sólótónlistarkonu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ein stærsta uppsetning í Eldborg frá upphafi

Í ágúst verður sett upp sérstök sýning á fyrstu mynd þríleiksins Hringadróttinssögu en stærðarinnar sinfóníuhljómsveit auk kóra mun flytja Óskarsverðlaunatónlist myndarinnar meðan á sýningu stendur en hún var samin af tónskáldinu Howard Shore.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hildur sér um tónlistina í Sicario 2

Hildur Guðnadóttir tónskáld mun sjá um tónlistina í Hollywood-myndinni Soldado, framhaldi kvikmyndarinnar Sicario sem kom út árið 2015, en um tónlistina í þeirri mynd sá Jóhann Jóhannsson. Hildur kom reyndar töluvert við sögu í þeirri hljóðrás því að hún spilaði þar á selló en hún og Jóhann hafa unnið saman um árabil.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fortíðarþrá með söng í hjarta

Ljúfsár og yndislegur óður til söngleikja af gamla skólanum. Það geislar af parinu á tjaldinu þótt Gosling sé kannski ekki frábær söngvari, en myndin hittir samt beint í mark, sérstaklega á lokametrunum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Besti framleiðandi ársins

Anton Máni Svansson, framleiðandi kvikmyndarinnar Hjartasteins, sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda, hlaut á dögunum verðlaun sem besti kvikmyndaframleiðandinn á Gautaborgarhátíðinni í Svíþjóð sem þetta árið var haldin í fertugasta sinn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Enginn dansar og syngur í alvörunni

La La Land fer um þessar mundir sigurför um heiminn og kemur ansi sterk til leiks sem stóri sigurvegarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni en hún hlaut fjórtán tilnefningar þar á meðal fyrir bestu myndina og besta leikinn. Það eru þó ekki allir á einu máli um gæði myndarinnar og söngleikja almennt.

Bíó og sjónvarp