Sigurjón vinnur seríu um Drakúla greifa sem vill taka yfir hinn vestræna heim Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2017 16:42 Sigurjón Sighvatsson er með sjónvarpsseríu í bígerð sem fjallar um Drakúla greifa. Þættirnir verða byggðir á íslenskri útgáfu af bók Bram Stokers um greifann en Sigurjón sagði við Reykjavík síðdegis í gær að sú útgáfa sé hálfgerð endurskrif á sögunni. Um er að ræða Powers of Darkness en í þýðingu Valdimars Ásmundssonar fékk hún heitið Makt myrkranna. Sigurjón sagði að í íslensku útgáfunni sé Drakúla greifi ekki eins blóðþyrstur og í upprunalegu útgáfunni. „Hann er með þjóðfélagslegan tilgang sem er að taka yfir hinn vestræna heim og búa til nýtt veldi þar sem blóðið ræður ríkjum,“ sagði Sigurjón í Reykjavík síðdegis í gær. Sigurjón sagði að í Makt myrkranna vilji Drakúla ná einræði því hann trúir á mátt blóðsins. Þættirnir sem Sigurjón er með í vinnslu munu gerast í nútímanum og sagði hann margt í Makt myrkranna minna á það sem er að gerast í hinum vestræna heimi í dag. Miklir öfgar séu nú í Rússlandi, Bandaríkjunum og vísir að þeim í Frakklandi og að Drakúla greifa sé að finna í mörgum hornum í dag. Hann sagði talsvert í að almenningur fái að njóta þessara þátta sem munu gerast að mestu leyti í Austur Evrópu og á Englandi. Þá er Sigurjón með í vinnslu kvikmyndina Ég man þig, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Tökum á þeirri mynd er lokið og er hún nú í eftirvinnslu. Þá er einnig í vinnslu hrollvekjan The Wanting sem er væntanleg í kvikmyndahús síðar á árinu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Sigurjón Sighvatsson er með sjónvarpsseríu í bígerð sem fjallar um Drakúla greifa. Þættirnir verða byggðir á íslenskri útgáfu af bók Bram Stokers um greifann en Sigurjón sagði við Reykjavík síðdegis í gær að sú útgáfa sé hálfgerð endurskrif á sögunni. Um er að ræða Powers of Darkness en í þýðingu Valdimars Ásmundssonar fékk hún heitið Makt myrkranna. Sigurjón sagði að í íslensku útgáfunni sé Drakúla greifi ekki eins blóðþyrstur og í upprunalegu útgáfunni. „Hann er með þjóðfélagslegan tilgang sem er að taka yfir hinn vestræna heim og búa til nýtt veldi þar sem blóðið ræður ríkjum,“ sagði Sigurjón í Reykjavík síðdegis í gær. Sigurjón sagði að í Makt myrkranna vilji Drakúla ná einræði því hann trúir á mátt blóðsins. Þættirnir sem Sigurjón er með í vinnslu munu gerast í nútímanum og sagði hann margt í Makt myrkranna minna á það sem er að gerast í hinum vestræna heimi í dag. Miklir öfgar séu nú í Rússlandi, Bandaríkjunum og vísir að þeim í Frakklandi og að Drakúla greifa sé að finna í mörgum hornum í dag. Hann sagði talsvert í að almenningur fái að njóta þessara þátta sem munu gerast að mestu leyti í Austur Evrópu og á Englandi. Þá er Sigurjón með í vinnslu kvikmyndina Ég man þig, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Tökum á þeirri mynd er lokið og er hún nú í eftirvinnslu. Þá er einnig í vinnslu hrollvekjan The Wanting sem er væntanleg í kvikmyndahús síðar á árinu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira