Ein stærsta uppsetning í Eldborg frá upphafi Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. febrúar 2017 09:30 Eins og má sjá verður þetta engin venjuleg bíósýning. „Ég er auðvitað alltaf að leita að einhverju skemmtilegu og áhugaverðu fyrir Ísland og ég rakst á þetta – Lord of the Rings in Concert. Þessi sýning hefur gengið rosalega vel alls staðar í heiminum og hefur verið að seljast upp á 10 til 15 þúsund manna stöðum í Þýskalandi og víðar til dæmis. Þetta er auðvitað risaverkefni og ég var ekki viss um hvort við kæmum þessu einu sinni inn á lítinn stað eins og Eldborg. Það þarf að stækka sviðið þannig að ég næ ekki að nýta alla Eldborg því að við þurfum að rúma alveg 230 manns á sviðinu,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari en hann mun púsla saman stærðarinnar hóp tónlistarmanna í sumar sem munu flytja tónlist Howards Shore úr fyrstu mynd Hringadróttinssögu um leið og myndin myndin er sýnd á risatjaldi. Að þessu verkefni koma gríðarmargir tónlistarmenn úr mörgum áttum, en um ræðir 84 manna sinfóníuhljómsveit sem meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og SinfóníaNord skipa, kóra Söngsveitarinnar Fílharmóníu og Hljómeykis og barnakór Kársnesskóla auk stjórnenda og einsöngvara. Stjórnandinn er sérfræðingur í þessari tilteknu uppsetningu og ferðast um heiminn við að aðstoða við uppsetningu og stjórnar svo öllu heila klabbinu. Með þessu fylgir svo hópur tæknimanna, bæði hljóðtæknimenn og aðrir sem sjá um að koma með myndina og setja allt upp. „Við sýnum sem sagt The Fellowship of the Ring, fyrstu mynd þríleiksins, núna 25. og 26. ágúst. Þetta verður hljómleikabíó þarna í Eldborg. Þetta hefur verið langur undirbúningur, Þorvaldur Bjarni mun undirbúa sinfóníuna, en síðan kemur erlendur stjórnandi og þetta er auðvitað allt unnið í samvinnu við Warner Brothers. Mesti undirbúningurinn síðustu þrjá mánuðina hefur farið í að sjá hvort þetta sé yfirhöfuð gerlegt og nú er allt nokkurn veginn að verða klappað og klárt. Þetta er örugglega eitt stærsta og viðamesta verk sem hefur verið sett upp í Eldborg frá upphafi, alveg pottþétt. Sumir taka ekki mikið eftir tónlistinni þegar þeir eru í bíó, eða eru allavega ekki að pæla mikið í henni. En ef hún væri fjarlægð, þá myndi myndin auðvitað vera ansi skrítin. Þessi mynd fékk Óskarinn og tónlistin fékk einnig Óskarsverðlaunin. Því verður enn meira spennandi að sjá þessa frábæru mynd með tónlistina í aðalhlutverki. Það er alveg magnað þegar orkarnir til dæmis koma og karlakórarnir hefja upp dimmar raddirnar og síðan englahljómurinn og asísku áhrifin þegar álfarnir eru í forgrunni og svo framvegis. Ég held að þetta verði algjörlega ný upplifun á þessari frábæru mynd,“ segir Guðbjartur að lokum. Miðasalan hefst þriðjudaginn næstkomandi, þann 14. febrúar, og mun hún bæði fara fram á tix.is og sömuleiðis á harpa.is. Sýningin verður svo í lok ágúst. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Ég er auðvitað alltaf að leita að einhverju skemmtilegu og áhugaverðu fyrir Ísland og ég rakst á þetta – Lord of the Rings in Concert. Þessi sýning hefur gengið rosalega vel alls staðar í heiminum og hefur verið að seljast upp á 10 til 15 þúsund manna stöðum í Þýskalandi og víðar til dæmis. Þetta er auðvitað risaverkefni og ég var ekki viss um hvort við kæmum þessu einu sinni inn á lítinn stað eins og Eldborg. Það þarf að stækka sviðið þannig að ég næ ekki að nýta alla Eldborg því að við þurfum að rúma alveg 230 manns á sviðinu,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari en hann mun púsla saman stærðarinnar hóp tónlistarmanna í sumar sem munu flytja tónlist Howards Shore úr fyrstu mynd Hringadróttinssögu um leið og myndin myndin er sýnd á risatjaldi. Að þessu verkefni koma gríðarmargir tónlistarmenn úr mörgum áttum, en um ræðir 84 manna sinfóníuhljómsveit sem meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og SinfóníaNord skipa, kóra Söngsveitarinnar Fílharmóníu og Hljómeykis og barnakór Kársnesskóla auk stjórnenda og einsöngvara. Stjórnandinn er sérfræðingur í þessari tilteknu uppsetningu og ferðast um heiminn við að aðstoða við uppsetningu og stjórnar svo öllu heila klabbinu. Með þessu fylgir svo hópur tæknimanna, bæði hljóðtæknimenn og aðrir sem sjá um að koma með myndina og setja allt upp. „Við sýnum sem sagt The Fellowship of the Ring, fyrstu mynd þríleiksins, núna 25. og 26. ágúst. Þetta verður hljómleikabíó þarna í Eldborg. Þetta hefur verið langur undirbúningur, Þorvaldur Bjarni mun undirbúa sinfóníuna, en síðan kemur erlendur stjórnandi og þetta er auðvitað allt unnið í samvinnu við Warner Brothers. Mesti undirbúningurinn síðustu þrjá mánuðina hefur farið í að sjá hvort þetta sé yfirhöfuð gerlegt og nú er allt nokkurn veginn að verða klappað og klárt. Þetta er örugglega eitt stærsta og viðamesta verk sem hefur verið sett upp í Eldborg frá upphafi, alveg pottþétt. Sumir taka ekki mikið eftir tónlistinni þegar þeir eru í bíó, eða eru allavega ekki að pæla mikið í henni. En ef hún væri fjarlægð, þá myndi myndin auðvitað vera ansi skrítin. Þessi mynd fékk Óskarinn og tónlistin fékk einnig Óskarsverðlaunin. Því verður enn meira spennandi að sjá þessa frábæru mynd með tónlistina í aðalhlutverki. Það er alveg magnað þegar orkarnir til dæmis koma og karlakórarnir hefja upp dimmar raddirnar og síðan englahljómurinn og asísku áhrifin þegar álfarnir eru í forgrunni og svo framvegis. Ég held að þetta verði algjörlega ný upplifun á þessari frábæru mynd,“ segir Guðbjartur að lokum. Miðasalan hefst þriðjudaginn næstkomandi, þann 14. febrúar, og mun hún bæði fara fram á tix.is og sömuleiðis á harpa.is. Sýningin verður svo í lok ágúst.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira