Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Spilað undir nafni ÍBV/Selfoss?

    Kvennalið ÍBV er í stökustu vandræðum með að finna stelpur til að spila fótbolta úti í Vestmannaeyjum. Svo gæti farið að ÍBV spili undir sameiginlegum merkjum liðsins og Selfoss undir nafninu ÍBV/Selfoss í Landsbankadeild kvenna í sumar.

    Sport
    Fréttamynd

    Spilar þrjá leiki fyrir Malmö

    Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir mun fljúga í þrígang utan til Malmö FF í Svíþjóð í vor og spila þrjá fyrstu leiki liðsins á komandi leiktíð.

    Sport
    Fréttamynd

    Annríki hjá Keflvíkingum

    Landsbankadeildarlið Keflavíkur í karla- og kvennaflokki gengu í dag frá samningum við hvorki meira né minna en fimmtán leikmenn í dag. Hjá karlaliðinu bar hæst að þeir Þórarinn Kristjánsson og Hörður Sveinsson sömdu við félagið, en talið var líklegt að Hörður kæmist að hjá liði erlendis.

    Sport
    Fréttamynd

    Ásthildur Helgadóttir á leið í Kópavoginn

    Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur boðað til blaðamannafundar í íþróttahúsinu í Smáranum nú klukkan fjögur síðdegis þar sem tilkynnt verður að besta knattspyrnukona landsins, Ásthildur Helgadóttir, muni ganga í raðir félagsins. Ásthildur hefur spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð undanfarið, en hefur hug á að ljúka ferlinum hér heima.

    Sport
    Fréttamynd

    KR-FH í 1. umferð

    Íslandsmeistarar FH heimsækja KR í Frostaskjól í 1. umferð Landsbankadeildar karla næsta sumar en dregið var í töfluröð landsleilda 2006 nú í dag. Í 1. umferð Landsbankadeildar kvenna hefja Blikastúlkur titilvörn sína með því að leika við KR.

    Sport
    Fréttamynd

    Fjölmiðlamenn ráku þjálfara

    Ólafur Jóhannesson þjálfari Íslandsmeistara FH í knattspyrnu karla segir að ýmsir blaðamenn hafi óbeint með skrifum sínum rekið knattspyrnuþjálfara úr störfum sínum í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta sagði Ólafur í ræðu á formannafundi allra aðildarfélaga KSÍ sem fram fór á Hótel Nordica í morgun.

    Sport
    Fréttamynd

    Dregið í töfluraðir í dag

    Í dag kl. 13 verður dregið í töfluröð fyrir landsdeildir 2006 í fótbolta en þá skýrist hvaða félög mætast í einstökum umferðum viðkomandi móts. Drátturinn er fyrir Landsbankadeild karla, Landsbankadeild kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla og fer hann fram á Hótel Nordica. Niðurstöður dráttarins ættu að liggja fyrir um miðjan daginn í dag.

    Sport
    Fréttamynd

    Breiðablik ræður þjálfara

    Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gengið frá ráðningu fjögurra þjálfara sem annast munu meistaraflokk og annan flokk liðsins á næsta keppnistímabili. Guðmundur Magnússon hefur verið ráðinn sem aðalþjálfari kvennaliðsins í stað Úlfars Hinrikssonar.

    Sport
    Fréttamynd

    Borgvardt og Laufey best

    Allan Borgvardt sem lék með FH í sumar var valinn besti leikmaðurinn í Landsbankadeild karla á lokahófi KSÍ sem fram fór á Broadway í kvöld. Laufey Ólafsdóttir hjá Val var valin best í kvennaflokki. Þá var Hörður Sveinsson leikmaður Keflavíkur valinn efnilegasti leikmaður ársins í karlaflokki og Greta Mjöll Samúelsdóttir Breiðabliki í kvennaflokki.

    Sport
    Fréttamynd

    Úlfar hættur með Breiðablik

    Úlfar Hinriksson, sem stýrði kvennaliði Breiðabliks til sigurs í deild og bikar í sumar, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu hjá félaginu, þar sem honum þykir liggja í augum uppi að starfskrafta hans sé ekki óskað í framtíðinni.

    Sport
    Fréttamynd

    Ósáttir við ákvörðun Úlfars

    Úlfar Hinriksson, annar tveggja þjálfara Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks í knattspyrnu kvenna, er hættur að þjálfa liðið en Úlfar sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í gær. Úlfar var einnig yfirþjálfari yngri flokka hjá Breiðabliki en árangur þeirra var afar glæsilegur á Íslandsmótunum í sumar.

    Sport
    Fréttamynd

    FH-stúlkur áfram í efstu deild

    Kvennalið FH í knattspyrnu leikur áfram í Landsbankadeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Þór/KA/KS í síðari leik liðanna í gær. FH vann fyrri leikinn 4-1.

    Sport
    Fréttamynd

    Besti árangur Blika í 55 ára sögu

    Ef einhvern tíma hefur verið ástæða fyrir Blika til að fagna góðri uppskeru þá er það um helgina en uppskeruhátíð besta tímabils deildarinnar frá upphafi fer fram á morgun laugardag, 17. september í félagsaðstöðunni í Smáranum. Árangur Blika í sumar er sá besti í 55 ára sögu félagsins og ekkert annað félag hefur átt annað eins sumar.

    Sport
    Fréttamynd

    Framtíð Úlfars óráðin?

    Miklar væringar eiga sér stað innan herbúða kvennaliðs Breiðabliks þessa dagana. Félagið vann tvöfalt á þessari leiktíð en þrátt fyrir það er ekki víst að Úlfar Hinriksson fái að þjálfa liðið áfram. Reyndar var Úlfar ekki eini aðalþjálfari liðsins í sumar því Björn Kristinn Björnsson var einnig ráðinn sem þjálfari liðsins.

    Sport
    Fréttamynd

    Landsbankinn áfram bakhjarl

    Landsbankinn verður bakhjarl efstu deildar karla og kvenna í knattspyrnu. Samningurinn er til næstu fjögurra ára eða til og með til ársins 2009. Samkomulag um áramhaldandi samstarf KSÍ og Landsbankans var undirritað í aðalbanka Landsbankans við Austurstræti í dag. Landsbankinn hefur síðastliðin þrjú ár verið bakhjarl efstu deildar karla og kvenna.

    Sport
    Fréttamynd

    Mæta sænsku meisturunum í dag

    Valsstúlkur mæta í dag sænsku meisturunum í Djurgården/Älvsjö í fyrsta leik sínum í 2. umferð í evrópukeppni félagsliða en leikurinn hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Sænska liðið er fyrirfram talið það sterkasta í riðlinum og státar auk þess af því að vera á heimavelli í öllum leikjum sínum.

    Sport
    Fréttamynd

    Leika um sæti í Landsbankadeild

    FH og Þór/KA/KS mætast í fyrri leiknum um sæti í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu á Kaplakrikavelli á morgun en seinni leikurinn verður á Akureyri á fimmtudag. FH hafnaði í sjöunda og næstsíðasta sæti í Landsbankadeild en Þór/KA/KS tapaði fyrir Fylki um síðustu helgi í leik um sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

    Sport
    Fréttamynd

    Úrvalslið Landsbankadeildar kvenna

    Nú rétt í þessu var tilkynnt hvaða leikmenn voru valdir í úrvalslið 8.-14. umferðar Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu og fengu leikmenn viðurkenningar fyrir góða frammistöðu í síðasta hluta mótsins.

    Sport
    Fréttamynd

    Kvennalið FH á leið í 1. deild?

    Nú er hálfleikur í leikjunum í lokaumferð Landsbankadeldar kvenna í fótbolta en Íslandsmeistarabikarinn verður afhentur Breiðabliksstúlkum á Kópavogsvelli eftir leikinn gegn FH. Staðan þar er 3-0 fyrir Breiðablik þannig að flest bendir til þess að FH þurfi að leika umspil til þess að halda sæti sínu í deildinni. ÍA er þegar fallið í 1. deild.

    Sport
    Fréttamynd

    Blikastúlkur hampa titlinum

    Keppni í Landsbankadeild kvenna í fótbolta lauk í dag með með heilli umferð. FH þarf að leika aukaleiki um sæti í Landsbankadeild kvenna á næsta ári, heima og heiman, við Þór/KA/KS sem hafnaði í 2. sæti í 1. deild. Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu FH í lokaumferðinni í dag, 5-0 og fengu bikarinn afhentan á Kópavogselli nú síðdegis.

    Sport
    Fréttamynd

    Breiðablik Íslandsmeistari

    Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari í efstu deild kvenna er liðið sigraði ÍA 5-1 á Akranesi í kvöld. Að loknum 13 leikjum hefur Breiðablik sigrað 12 leiki og gert eitt jafntefli. Breiðablik varð síðast Íslandsmeistari árið 2001. Valur sem hins vegar hefur skorað mest, sigraði Stjörnuna 2-0 í Garðabæ.

    Sport
    Fréttamynd

    Valsstúlkur sigruðu ÍBV

    Valur sigraði ÍBV í Landsbankadeild kvenna 3-1. Olga Færseth kom ÍBV yfir en þær Laufey Ólafsdóttir,Guðný Óðinsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir svöruðu fyrir heimastúlkur. Valur er sem fyrr í öðru sæti á eftir Breiðablik.

    Sport
    Fréttamynd

    ÍA fallið

    Skagastúlkur eru fallnar úr Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu eftir 2:2 jafntefli gegn FH í Kaplakrika í Hafnarfirði í kvöld. Þetta var fyrsta stig ÍA í deildinni en FH er með 10 stig, stigi meira en Stjarnan sem er í næst neðsta sæti. Mörk FH gerðu Valdís Rögnvaldsdóttir og Sif Atladóttir en þær Thelma Gylfadóttir og Anna Þorsteinsdóttir.....

    Sport
    Fréttamynd

    Valsstúlkur til Svíþjóðar

    Ákveðið hefur verið að riðill Vals í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða kvenna í knattspyrnu verði leikinn í Svíþjóð. Auk Vals eru í riðlinum í Djurgården/Älvsjö, sem eru mótshaldarar, ZFK Masinac-Classic Nis og Alma KTZH.

    Sport
    Fréttamynd

    Breiðablik sigraði Stjörnuna

    Breiðablik sigraði Stjörnuna 3-1 í Landsbankadeild kvenna í kvöld og eru því komnar með fjögurra stiga forskot á Val á toppi deildarinnar. Mörk Breiðabliks gerðu þær Ólína Viðarsdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir. Mark Stjörnunnar gerði Guðríður Hannesdóttir. 

    Sport
    Fréttamynd

    Jörundur búinn að tilkynna hópinn

    Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið hópinn fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Svíþjóð í undankeppni HM.  Hvít-Rússar leika hér á landi 21. ágúst en íslenska liðið heldur síðan til Svíþjóðar og leikur við heimamenn á Nobelstadion í Karlskoga 28. ágúst.

    Sport
    Fréttamynd

    ÍBV vann Keflavík í kvennaboltanum

    Einn leikur var á dagskrá í Landsbankadeild kvenna í gærkvöldi þegar ÍBV vann nauman 4-3 sigur á Keflavík. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á þriðjudag en honum var frestað og var leikið á Hásteinsvelli í gærkvöldi.

    Sport
    Fréttamynd

    Blikastúlkur tapa fyrstu stigunum

    Eftir 10 sigurleiki í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu kom að því að Breiðablik tapaði stigum. KR-ingar bundu enda á sigurgöngu Breiðabliks í gærkvöldi þegar liðin gerðu markalaust jafntefli. Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir átti enn einn stórleikinn og hún kom í veg fyrir sigur KR.

    Sport
    Fréttamynd

    Blikastúlkur enn með fullt hús

    Breiðablik heldur áfram sigurgöngu sinni með fullt hús stiga í Landsbankadeild kvenna en þær sigruðu ÍBV, 3-1 á Kópavogsvelli í kvöld. Guðlaug Jónsdóttir skoraði þrennu fyrir Breiðablik en Olga Færseth yrir skoraði mark ÍBV. Þrír leikir fóru fram í deildinni í kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Margrét Lára með þrennu fyrir Val

    Valur vann Keflavík í Landsbankadeild kvenna í gærkvöldi 4-1. Valsstúlkur tylltu sér með sigrinum á topp deildarinnar með 27 stig, jafnmörg og Breiðablik sem reyndar á tvo leiki til góða og getur því endurheimt 6 stiga forskot sitt. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu fyrir Val. Þrír leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld.

    Sport