Umfjöllun: Valskonur í lykilstöðu eftir öruggan sigur á Þór/KA Elvar Geir Magnússon skrifar 6. ágúst 2010 21:00 Valskonur stigu stórt skref í átt að titlinum í kvöld þegar þær unnu stórsigur á Þór/KA á Vodafone-vellinum. Valur er með sex stiga forystu í Pepsi-deild kvenna eftir leiki kvöldsins. Valskonur unnu öruggan sigur á Þór/KA 3-0 á Vodafone-vellinum og þurfa að misstíga sig hressilega í þeim umferðum sem eftir eru til að missa af Íslandsmeistaratitlinum. Það var þungt yfir að líta á Hlíðarenda í kvöld, rigning og rökkur. Akureyrarliðið byrjaði leikinn ágætlega en svo tók heimaliðið völdin og vann á endanum verulega verðskuldaðan sigur. Vesna Smiljkovic átti fyrsta skot leiksins fyrir Þór/KA en yfir fór boltinn. Hinumegin átti Rakel Logadóttir svipaða marktilraun sem einnig endaði yfir. Valskonur voru mun betri og Björg Gunnarsdóttir fékk flott færi eftir góðan undirbúning Kristínar Ýr Bjarnadóttur en Berglind Magnúsdóttir í marki Þórs/KA varði vel. Kristín fékk síðan dauðafæri skömmu síðar eftir Berglind fékk sendingu til baka og vissi ekki hvað hún átti að gera. Berglind var stálheppin að boltinn endaði yfir markinu. Það var svo eftir hálftíma leik sem Valur náði forystunni verðskuldað. Rakel Logadóttir skoraði þá með skoti rétt fyrir utan markteiginn eftir mistök í vörn Þórs/KA. Rétt fyrir hálfleik bætti Helga Sjöfn Jóhannesdóttir svo við öðru marki í kjölfarið á fyrirgjöf Thelmu Einarsdóttur. Staðan 2-0 fyrir Val í hálfleik og liðið var aldrei líklegt til að tapa niður þeirri forystu í seinni hálfleiknum. Mateja Zver fékk reyndar tvö dauðafæri til að minnka muninn, var ein gegn Maríu Björg Ágústsdóttur en í bæði skiptin varði María meistaralega. Zver var verulega ósátt við sig í bæði skiptin og lá svekkt í grasinu. Björk Gunnarsdóttir átti stangarskot fyrir Val áður en liðið bætti við þriðja markinu. Þar var að verki Hallbera Guðný Gísladóttir með marki beint úr aukaspyrnu. Þetta reyndist síðasta mark leiksins en Valsliðið var líklegra til að bæta við í lokin en gestirnir að jafna.Valur - Þór/KA 3-01-0 Rakel Logadóttir (30.) 2-0 Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (45.) 3-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (72.)Lið Vals: María Björg Ágústsdóttir (m) Pála Marie Einarsdóttir (84. Heiða Dröfn Antonsdóttir) Rakel Logadóttir (78. Katrín Gylfadóttir) Katrín Jónsdóttir (f) Kristín Ýr Bjarnadóttir (68. Dagný Brynjarsdóttir) Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Thelma Björk Einarsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Björk GunnarsdóttirLið Þórs/KA: Berglind Magnúsdóttir (m) Gígja Valgerður Harðardóttir Silvía Rán Sigurðardóttir Rakel Hinriksdóttir Vesna Smiljkovic Rakel Hönnudóttir (f) Mateja Zver (88. Arna Harðardóttir) Bojana Besic Brynja Dögg Sigurpálsdóttir (46. Karen Nóadóttir) Eva Hafdís Ásgrímsdóttir Danka Podovac (78. Lára Einarsdóttir) Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Valur er með sex stiga forystu í Pepsi-deild kvenna eftir leiki kvöldsins. Valskonur unnu öruggan sigur á Þór/KA 3-0 á Vodafone-vellinum og þurfa að misstíga sig hressilega í þeim umferðum sem eftir eru til að missa af Íslandsmeistaratitlinum. Það var þungt yfir að líta á Hlíðarenda í kvöld, rigning og rökkur. Akureyrarliðið byrjaði leikinn ágætlega en svo tók heimaliðið völdin og vann á endanum verulega verðskuldaðan sigur. Vesna Smiljkovic átti fyrsta skot leiksins fyrir Þór/KA en yfir fór boltinn. Hinumegin átti Rakel Logadóttir svipaða marktilraun sem einnig endaði yfir. Valskonur voru mun betri og Björg Gunnarsdóttir fékk flott færi eftir góðan undirbúning Kristínar Ýr Bjarnadóttur en Berglind Magnúsdóttir í marki Þórs/KA varði vel. Kristín fékk síðan dauðafæri skömmu síðar eftir Berglind fékk sendingu til baka og vissi ekki hvað hún átti að gera. Berglind var stálheppin að boltinn endaði yfir markinu. Það var svo eftir hálftíma leik sem Valur náði forystunni verðskuldað. Rakel Logadóttir skoraði þá með skoti rétt fyrir utan markteiginn eftir mistök í vörn Þórs/KA. Rétt fyrir hálfleik bætti Helga Sjöfn Jóhannesdóttir svo við öðru marki í kjölfarið á fyrirgjöf Thelmu Einarsdóttur. Staðan 2-0 fyrir Val í hálfleik og liðið var aldrei líklegt til að tapa niður þeirri forystu í seinni hálfleiknum. Mateja Zver fékk reyndar tvö dauðafæri til að minnka muninn, var ein gegn Maríu Björg Ágústsdóttur en í bæði skiptin varði María meistaralega. Zver var verulega ósátt við sig í bæði skiptin og lá svekkt í grasinu. Björk Gunnarsdóttir átti stangarskot fyrir Val áður en liðið bætti við þriðja markinu. Þar var að verki Hallbera Guðný Gísladóttir með marki beint úr aukaspyrnu. Þetta reyndist síðasta mark leiksins en Valsliðið var líklegra til að bæta við í lokin en gestirnir að jafna.Valur - Þór/KA 3-01-0 Rakel Logadóttir (30.) 2-0 Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (45.) 3-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (72.)Lið Vals: María Björg Ágústsdóttir (m) Pála Marie Einarsdóttir (84. Heiða Dröfn Antonsdóttir) Rakel Logadóttir (78. Katrín Gylfadóttir) Katrín Jónsdóttir (f) Kristín Ýr Bjarnadóttir (68. Dagný Brynjarsdóttir) Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Thelma Björk Einarsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Björk GunnarsdóttirLið Þórs/KA: Berglind Magnúsdóttir (m) Gígja Valgerður Harðardóttir Silvía Rán Sigurðardóttir Rakel Hinriksdóttir Vesna Smiljkovic Rakel Hönnudóttir (f) Mateja Zver (88. Arna Harðardóttir) Bojana Besic Brynja Dögg Sigurpálsdóttir (46. Karen Nóadóttir) Eva Hafdís Ásgrímsdóttir Danka Podovac (78. Lára Einarsdóttir)
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira