Umfjöllun: Valskonur í lykilstöðu eftir öruggan sigur á Þór/KA Elvar Geir Magnússon skrifar 6. ágúst 2010 21:00 Valskonur stigu stórt skref í átt að titlinum í kvöld þegar þær unnu stórsigur á Þór/KA á Vodafone-vellinum. Valur er með sex stiga forystu í Pepsi-deild kvenna eftir leiki kvöldsins. Valskonur unnu öruggan sigur á Þór/KA 3-0 á Vodafone-vellinum og þurfa að misstíga sig hressilega í þeim umferðum sem eftir eru til að missa af Íslandsmeistaratitlinum. Það var þungt yfir að líta á Hlíðarenda í kvöld, rigning og rökkur. Akureyrarliðið byrjaði leikinn ágætlega en svo tók heimaliðið völdin og vann á endanum verulega verðskuldaðan sigur. Vesna Smiljkovic átti fyrsta skot leiksins fyrir Þór/KA en yfir fór boltinn. Hinumegin átti Rakel Logadóttir svipaða marktilraun sem einnig endaði yfir. Valskonur voru mun betri og Björg Gunnarsdóttir fékk flott færi eftir góðan undirbúning Kristínar Ýr Bjarnadóttur en Berglind Magnúsdóttir í marki Þórs/KA varði vel. Kristín fékk síðan dauðafæri skömmu síðar eftir Berglind fékk sendingu til baka og vissi ekki hvað hún átti að gera. Berglind var stálheppin að boltinn endaði yfir markinu. Það var svo eftir hálftíma leik sem Valur náði forystunni verðskuldað. Rakel Logadóttir skoraði þá með skoti rétt fyrir utan markteiginn eftir mistök í vörn Þórs/KA. Rétt fyrir hálfleik bætti Helga Sjöfn Jóhannesdóttir svo við öðru marki í kjölfarið á fyrirgjöf Thelmu Einarsdóttur. Staðan 2-0 fyrir Val í hálfleik og liðið var aldrei líklegt til að tapa niður þeirri forystu í seinni hálfleiknum. Mateja Zver fékk reyndar tvö dauðafæri til að minnka muninn, var ein gegn Maríu Björg Ágústsdóttur en í bæði skiptin varði María meistaralega. Zver var verulega ósátt við sig í bæði skiptin og lá svekkt í grasinu. Björk Gunnarsdóttir átti stangarskot fyrir Val áður en liðið bætti við þriðja markinu. Þar var að verki Hallbera Guðný Gísladóttir með marki beint úr aukaspyrnu. Þetta reyndist síðasta mark leiksins en Valsliðið var líklegra til að bæta við í lokin en gestirnir að jafna.Valur - Þór/KA 3-01-0 Rakel Logadóttir (30.) 2-0 Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (45.) 3-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (72.)Lið Vals: María Björg Ágústsdóttir (m) Pála Marie Einarsdóttir (84. Heiða Dröfn Antonsdóttir) Rakel Logadóttir (78. Katrín Gylfadóttir) Katrín Jónsdóttir (f) Kristín Ýr Bjarnadóttir (68. Dagný Brynjarsdóttir) Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Thelma Björk Einarsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Björk GunnarsdóttirLið Þórs/KA: Berglind Magnúsdóttir (m) Gígja Valgerður Harðardóttir Silvía Rán Sigurðardóttir Rakel Hinriksdóttir Vesna Smiljkovic Rakel Hönnudóttir (f) Mateja Zver (88. Arna Harðardóttir) Bojana Besic Brynja Dögg Sigurpálsdóttir (46. Karen Nóadóttir) Eva Hafdís Ásgrímsdóttir Danka Podovac (78. Lára Einarsdóttir) Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira
Valur er með sex stiga forystu í Pepsi-deild kvenna eftir leiki kvöldsins. Valskonur unnu öruggan sigur á Þór/KA 3-0 á Vodafone-vellinum og þurfa að misstíga sig hressilega í þeim umferðum sem eftir eru til að missa af Íslandsmeistaratitlinum. Það var þungt yfir að líta á Hlíðarenda í kvöld, rigning og rökkur. Akureyrarliðið byrjaði leikinn ágætlega en svo tók heimaliðið völdin og vann á endanum verulega verðskuldaðan sigur. Vesna Smiljkovic átti fyrsta skot leiksins fyrir Þór/KA en yfir fór boltinn. Hinumegin átti Rakel Logadóttir svipaða marktilraun sem einnig endaði yfir. Valskonur voru mun betri og Björg Gunnarsdóttir fékk flott færi eftir góðan undirbúning Kristínar Ýr Bjarnadóttur en Berglind Magnúsdóttir í marki Þórs/KA varði vel. Kristín fékk síðan dauðafæri skömmu síðar eftir Berglind fékk sendingu til baka og vissi ekki hvað hún átti að gera. Berglind var stálheppin að boltinn endaði yfir markinu. Það var svo eftir hálftíma leik sem Valur náði forystunni verðskuldað. Rakel Logadóttir skoraði þá með skoti rétt fyrir utan markteiginn eftir mistök í vörn Þórs/KA. Rétt fyrir hálfleik bætti Helga Sjöfn Jóhannesdóttir svo við öðru marki í kjölfarið á fyrirgjöf Thelmu Einarsdóttur. Staðan 2-0 fyrir Val í hálfleik og liðið var aldrei líklegt til að tapa niður þeirri forystu í seinni hálfleiknum. Mateja Zver fékk reyndar tvö dauðafæri til að minnka muninn, var ein gegn Maríu Björg Ágústsdóttur en í bæði skiptin varði María meistaralega. Zver var verulega ósátt við sig í bæði skiptin og lá svekkt í grasinu. Björk Gunnarsdóttir átti stangarskot fyrir Val áður en liðið bætti við þriðja markinu. Þar var að verki Hallbera Guðný Gísladóttir með marki beint úr aukaspyrnu. Þetta reyndist síðasta mark leiksins en Valsliðið var líklegra til að bæta við í lokin en gestirnir að jafna.Valur - Þór/KA 3-01-0 Rakel Logadóttir (30.) 2-0 Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (45.) 3-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (72.)Lið Vals: María Björg Ágústsdóttir (m) Pála Marie Einarsdóttir (84. Heiða Dröfn Antonsdóttir) Rakel Logadóttir (78. Katrín Gylfadóttir) Katrín Jónsdóttir (f) Kristín Ýr Bjarnadóttir (68. Dagný Brynjarsdóttir) Dóra María Lárusdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Thelma Björk Einarsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Björk GunnarsdóttirLið Þórs/KA: Berglind Magnúsdóttir (m) Gígja Valgerður Harðardóttir Silvía Rán Sigurðardóttir Rakel Hinriksdóttir Vesna Smiljkovic Rakel Hönnudóttir (f) Mateja Zver (88. Arna Harðardóttir) Bojana Besic Brynja Dögg Sigurpálsdóttir (46. Karen Nóadóttir) Eva Hafdís Ásgrímsdóttir Danka Podovac (78. Lára Einarsdóttir)
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sjá meira