Jón Þór: Sárt að vera svona slakir á þessum tímapunkti Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, sagði spilamennsku lærisveina sinna vera þá slökustu í sumar þegar liðið fékk 6-1 skell á móti FH í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í dag. Umhugsanarefni væri hversu slakt hugarfar leikmenn hefðu mætt með í farteskinu til leiks. Íslenski boltinn 11. september 2022 18:02
„Virkilega kærkomið” Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var loksins mættur á hliðarlínuna eftir fimm leikja bann og gat heldur betur brosað í leikslok eftir að lið hans sigraði topplið Breiðabliks, 2-1, á Greifavellinum á Akureyri í dag. Fótbolti 11. september 2022 17:16
Eiður Smári: Magnað afrek hjá Steven Lennon Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, sagði mikilvægt fyrir leikmenn sína að svífa ekki upp til skýjanna þrátt fyrir frábæra frammistöðu og sannfærandi sigur FH-liðsins gegn Skagamönnum í fallbaráttuslag í Bestu deild karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í dag. Íslenski boltinn 11. september 2022 17:04
Theodór Elmar: Ég var að leita að sendingu en svo bara kom enginn í mig og ég lét bara vaða KR vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla í dag og tryggði sig þar með í efri hluta umspilið. Theodór Elmar átti góðan leik í liði KR og segir sigurinn mikilvægan fyrir félagið. Sport 11. september 2022 16:58
„Mér fannst fullkomlega löglegt mark tekið af okkur“ Keflavík tapaði gegn Víkingi Reykjavík 0-3. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, var afar óánægður með dómara leiksins sem tók mark af Keflavík. Sport 11. september 2022 16:17
Umfjöllun: KR 3-1 Stjarnan | KR tryggir sér sæti í efri hlutanum KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í dag. Með sigrinum gulltryggir KR sér sæti í efri hluta úrslitakeppninnar. Umfjöllun af leiknum og viðtöl eru væntanleg. Íslenski boltinn 11. september 2022 16:14
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir 1-0 Valur | Svöruðu fyrir stórtapið með sigri á Val Leiknir vann 1-0 sigur á Val í Breiðholtinu, þrátt fyrir að lenda einum manni færri eftir einungis 19 mínútur þegar Zean Dalügge var rekin af velli. Sigurmark Leiknis kom á 81. mínútu en þar var að verki Birgir Baldvinsson. Íslenski boltinn 11. september 2022 16:02
Umfjöllun og viðtöl: KA 2-1 Breiðablik | Blikar sigraðir á Akureyri KA sigraði Breiðablik, 2-1, í frábærum fótboltaleik á Greifavellinum á Akureyri í dag. Hallgrímur Mar skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu á 87. mínútu eftir að gestirnir höfðu jafnað leikinn. Íslenski boltinn 11. september 2022 16:01
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Víkingur R. 0-3 | Góður fyrri hálfleikur dugði gegn orkulausum Keflvíkingum Víkingur fylgdi 9-0 sigrinum eftir með nokkuð sannfærandi sigri á Keflavík 0-3. Öll mörk Víkings komu í fyrri hálfleik. Þetta var ekki sama flugeldasýningin og í síðasta leik en Íslandsmeistararnir kláruðu verkefnið fagmannlega. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 11. september 2022 15:50
Umfjöllun og viðtöl: FH-ÍA 6-1 | FH-ingar léku Skagamenn grátt í fallslag í Kaplakrika FH lagði ÍA að velli með sex mörkum gegn einu þegar liðin áttust við í afar mikilvægum leik í fallbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta í Kaplakrika í dag. Íslenski boltinn 11. september 2022 15:48
Umfjöllun: ÍBV-Fram 2-2| Allt jafnt í Eyjum ÍBV tók á móti Fram á Hásteinsvelli í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið skorað í síðustu viðureign liðana sem endaði 3-3 og virtist engin breyting ætla að vera þar á í þessum leik. Guðmundi Magnússyni leið vel á sínum gamla heimavelli og skoraði tvö mörk fyrir Fram. Telmo Ferreira Castanheira og Alex Freyr Hilmarsson gerðu eitt mark hvor fyrir ÍBV. Lokatökur 2-2. Íslenski boltinn 11. september 2022 13:16
Bein útsending: KR-Stjarnan KR tekur á móti Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir bæði lið í baráttunni um sæti í efri hluta úrslitakeppninnar en sýnt er frá leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. Fótbolti 11. september 2022 05:31
Fylkismenn tryggðu sér efsta sætið með stæl Fylkismenn eru Lengjudeildarmeistarar í fótbolta og tryggðu efsta sætið í dag en enn er ein umferð eftir af mótinu. Íslenski boltinn 10. september 2022 16:26
Heimir í viðræður við HB Knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson gæti mögulega verið á leið aftur til starfa í Færeyjum þar sem hann starfaði við afar góðan orðstír. Fótbolti 9. september 2022 11:31
Þakkar fyrir ógleymanlegan stuðning eftir útreiðina í Víkinni Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis í Reykjavík, setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í morgun eftir 9-0 tap liðs hans fyrir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld. Hann þakkar fyrir stuðning úr stúkunni við svo erfiðar aðstæður. Íslenski boltinn 8. september 2022 10:30
Sjáðu mörkin er Víkingum tókst næstum því að losna við metið slæma Íslandsmeistarar Víkings unnu 9-0 stórsigur á Leikni Reykjavík er liðin mættust í Bestu deild karla í gærkvöld. Víkingar voru þar með einu marki frá því að losna við met sem hefur fylgt þeim frá árinu 1993. Íslenski boltinn 8. september 2022 08:01
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlægðu Leikni Víkingar rótburstuðu Leikni úr Breiðholti í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0. Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar. Íslenski boltinn 7. september 2022 22:20
Arnar hugsaði út í metið: Aðalatriðið að taka ekki fótinn af pedalanum „Frammistaðan var nánast fullkomin. Ég bað um svör eftir síðasta leik og fékk þau svo sannarlega, ég átti nú ekki von á þessu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 9-0 sigur liðsins á Leikni í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 7. september 2022 21:38
Gat ekki andað í 20 sekúndur: „Ég er bara glaður að ég sé á lífi“ Logi Tómasson segist allur vera að braggast eftir harkalegt högg sem hann fékk í leik Víkings og ÍBV í Bestu deild karla á sunnudag. Hann vonast til að geta spilað gegn Leikni í kvöld. Íslenski boltinn 7. september 2022 08:00
Beerschot staðfestir komu Nökkva Nökkvi Þeyr Þórisson, markahæsti leikmaður Bestu deildar karla, er genginn í raðir Beerschot í Belgíu. Fótbolti 6. september 2022 13:23
Sjáðu markið sem færði Blika nær titlinum Breiðablik steig stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 1-0 sigri á Val í lokaleik 20. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gær. Íslenski boltinn 6. september 2022 09:00
Ólafur Davíð: „Virkuðum hræddir framan af þessum leik" Ólafur Davíð Jóhannesson þurfti að horfa upp á fyrsta tap Valsliðsins síðan hann tók við liðinu á nýjan leik um mitt sumar þegar Hlíðarendapiltar töpuðu fyrir Breiðabliki með einu marki gegn engu í 20. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 5. september 2022 22:47
Óskar Hrafn: „Horfi ekki lengra en í næsta leik fyrir norðan“ Óskar Hrafn Þorvaldsson sveif ekki upp til skýjanna í gleði sinni þrátt fyrir að lið hans, Breiðablik, hafi náð 11 stiga forskoti á toppi Bestu deildar karla í fótbolta með 1-0 sigri gegn Val í 20. umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 5. september 2022 22:16
Umfjöllun: Breiðablik-Valur 1-0 | Langþráð mark Ísaks Snæs tryggði Blikum 11 stiga forskot Breiðablik lagði Val að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í 20. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Það var Ísak Snær Þorvaldsson sem reyndist hetja Blika í leiknum. Íslenski boltinn 5. september 2022 21:08
Framkvæmdastjórinn um ákvörðun KA að selja Nökkva Þey: „Mjög erfið en samt í raun ekki“ Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, segir það markmið KA að koma leikmönnum út í atvinnumennsku. Það sé því í raun erfið ákvörðun, en samt ekki, að leyfa Nökkva Má Þórissyni að fara til belgíska B-deildarliðsins Beerschot. Íslenski boltinn 5. september 2022 17:01
Þurfa að afsanna fullyrðingar Íslandsmeistaranna Stórleikur er á dagskrá í Bestu deild karla í kvöld er Breiðablik og Valur eigast við á Kópavogsvelli klukkan 19:15. Blikar geta komist í vænlega stöðu á toppi deildarinnar með sigri. Íslenski boltinn 5. september 2022 14:01
Besti þátturinn: Skot Bjarna Ben söng í samskeytunum Fjórða viðureignin í Besta þættinum hefur hefur verið gefin út en í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti pari frá öðru liði. Íslenski boltinn 5. september 2022 12:00
Sjáðu markaveisluna á Akranesi, dramatíkina í Víkinni og ótrúlega endurkomu Norðanmanna Nóg var um að vera í Bestu deild karla í fótbolta í gær er fimm leikir voru á dagskrá. Alls voru skoruð 18 mörk í leikjunum. Íslenski boltinn 5. september 2022 11:00
Sjáðu vítaklúðrin hjá FH í botnslagnum Tvær vítaspyrnur fóru í súginn hjá FH í botnslagnum gegn Leikni í Breiðholtinu í 20. umferð Bestu deildar karla í gær. Steven Lennon skaut í slá og Viktor Freyr Sigurðsson varði svo frá Birni Daníel Sverrissyni á lokaandartökum leiksins. Íslenski boltinn 5. september 2022 10:46
„Aldrei leiðinlegt að klobba og skora“ Jakob Snær Árnason sá til þess að KA fór heim til Akureyrar með eitt stig í farteskinu með því að skora jöfnunarmark liðsins gegn Fram á elleftu stundu. KA-menn lentu 2-0 undir en skoruðu tvö mörk í uppbótartíma. Íslenski boltinn 4. september 2022 21:06