Einhvern til að elska Ég hef aldrei kosið í alþingiskosningum. Hefur aldrei verið boðið upp á valkost sem ég felli mig við. Geri mér grein fyrir því að kosningarétturinn er mikils virði en finnst sú hugmynd að kjósa flokk, sem hefur alls kyns mál sem ég sætti mig ekki við á stefnuskránni, ógeðfelld. Það væri svona álíka og að deita mann sem ég væri ekkert skotin í, bara til að deita. Sú tilhugsun höfðar ekki til mín og ég sit heima. Tek ekki þátt í leitinni að þeim rétta. Bakþankar 23. febrúar 2012 06:00
Ég þekki ekki stjórnarskrána Bessaleyfi skal tekið hér í upphafi pistilsins og það fullyrt að fyrir fimm árum hafi varla nokkur einasti ólöglærður Íslendingur þekkt innihald stjórnarskrár íslenska lýðveldisins. Jú mann rámar í að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn en ekki meira en það. Og hvað þýðir þingbundin stjórn? Og hvar kemur forsetinn inn í þetta? Hvar er hann í þingbundnu stjórninni sem á að ráða? Sjálfur þjóðkjörinn höfðinginn? Bakþankar 22. febrúar 2012 06:00
Sísí slekkur í sinu Sögusviðið er Stöðvarfjörður haustið 1977. Þorpsbúar berjast við sinueld þriðja daginn í röð. Í þetta skiptið er tvísýnt hvort eldurinn nái að læsa sig í efstu húsin í þorpinu. Þeim fullorðnu er ekki skemmt en fyrir þeim yngri er þetta ævintýri, enda gera þeir sér ekki grein fyrir alvöru málsins. Þegar kvöldar tekst að ráða niðurlögum eldsins og allir ganga til síns heima. Það sem brennur á vörum allra er spurningin: Hver er það sem kveikir í? Bakþankar 21. febrúar 2012 06:00
Makríll = sexí Við skulum byrja á að leggja línurnar. Mak-ríll er ekki færeyskt orð yfir samfarir. Makríll er ekki orð sem þú vilt heyra frá kvensjúkdómalækninum. Makríll er fiskur (orð sem þú vilt reyndar heldur ekki heyra frá kvensjúkdómalækninum), hollur og góður fiskur sem langar að kynnast þér. Bakþankar 20. febrúar 2012 08:00
Áróðursmeistari kærleikans Undanfarið hefur töluvert verið rætt og ritað um það hvort trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar geri menn undanþegna landslögum um hatursáróður ef þeir geta fært rök fyrir því að mannhatrið sé trúarleg afstaða. Minna hefur verið rætt um það hvaða sálarmein valdi því að kristni sumra skuli brjótast út í hatursáróðri en ekki kærleiksáróðri. Jesús frá Nasaret var jú einhver mesti áróðursmeistari kærleikans sem uppi hefur verið: "Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig.“ Bakþankar 18. febrúar 2012 06:00
Milli fótleggjanna Árið er 1859. Breskt samfélag iðar af lífi og um margt er skrafað. Viktoría drottning og Albert prins hafa eignast sitt fyrsta barnabarn; Uppruni tegundanna eftir Charles Darwin lítur dagsins ljós; Big Ben er tekinn í gagnið; ein spurning brennur á allra vörum: Hver er George Eliot? Fyrsta bók þessa óþekkta höfundar sem skrifar undir skáldanafni fer sem eldur um sinu. Uppi eru margar kenningar, sú algengasta að höfundurinn sé sveitaprestur. Ráðgátan virðist leyst þegar karlmaður stígur fram og kveðst vera George. Sá reynist loddari. Loks gefur hinn rétti höfundur sig fram. Nafn eins ástsælasta rithöfundar Viktoríutímabilsins reynist vera Mary Anne Evans. Bakþankar 17. febrúar 2012 06:00
Vélin er því miður full Aren"t you glad we never had any children?“ Ég leit undrandi upp við nefmælta spurninguna og horfði beint upp í nefið á amerískum ferðamanni á sjötugsaldri, íklæddum liprum æfingagalla en súrum á svip. Spurningin var ekki ætluð mér beinlínis þó hann hefði ekki lækkað róminn, heldur eiginkonu hans sem stóð við hlið hans, í eins galla. Ég var að baksast gegnum flugstöðina í Reykjavík með tvo organdi smákrakka, barnakerru, ferðatösku, skiptitösku og bílstóla og manninum blöskraði svo fyrirgangurinn að hann gat ekki orða bundist, í trausti þess að ég skildi fullkomlega ensku. Bakþankar 15. febrúar 2012 06:00
Stríðið milli vídjóleiganna Ímyndum okkur að tvö fyrirtæki ráði ríkjum á einhverjum markaði, segjum vídjóleigumarkaðnum. Fyrirtækin tvö, Spólukóngurinn og Vídjóheimur, eru hvort um sig með helmingsmarkaðshlutdeild og bjóða bæði spólur á 500 krónur. Þar sem tekjurnar af hverri vídjóspólu eru hærri en heildsöluverð skila bæði fyrirtæki hagnaði. Bakþankar 14. febrúar 2012 10:00
Alþjóðlegar uppáferðir Í síðustu viku lenti ég í miklum vanda á hljómsveitaræfingu þar sem mikill fjöldi fólks fylgdist með. Þá höfðum við leikið eitt lag eftir Eric Clapton og svo annað eftir Georg Harrison svo ég vildi fræða viðstadda um að tónskáld þessi væru kviðmágar. En hvernig í ósköpunum segir maður nú kviðmágur á spænsku. Bað ég gítarleikarann að leysa úr þessum vanda svo ég hvísla að honum: „Hvað kallið þið, hérna á Spáni, tvo menn sem hafa rekkt hjá sömu konunni?" Fannst honum spurningin athyglisverð og ákvað að deila henni með viðstöddum. Bakþankar 13. febrúar 2012 10:00
Amfetamín, óábyrgt kynlíf og stríð Motörhead er hættuleg hljómsveit. Í 37 ár hefur boðskapurinn sem Lemmy Kilmister og félagar predika breiðst hratt um heimsbyggðina og í raun verið hornsteinn hnignunar mannkyns. Óábyrgt kynlíf, stríð, spilafíkn og fíkniefnaneysla er aðeins hluti af því sem meðlimir Motörhead hafa á samviskunni og sem íbúar þessa heims getum við aðeins vonað að Guð þyrmi sálum okkar þegar stóri dagurinn rennur upp — við leyfðum þeim að vaða uppi og fyrir það skulum við gjalda. Bakþankar 11. febrúar 2012 06:00
Kátir kjúklingar Ég er ekki bara grænmetisæta. Ég borða líka fisk, ávexti, egg og stundum súkkulaði. Ég borða hins vegar ekki fugla eða ferfætlinga. Eins nafnorðs skýring á því hvar ég stend í fæðukeðjunni er mér vitanlega ekki til á íslensku en það þvælist ekkert fyrir mér. Kjötneysla annarra truflar mig ekkert heldur. Ég er afar stolt af því að hafa nú nýlega lært að búa til kjötbollur sem mér skilst að séu nokkuð bragðgóðar. Stundum elda ég líka kjúklingalæri handa börnunum mínum, sem þeim finnst einstaklega góður matur. Bakþankar 10. febrúar 2012 06:00
Það sem ekki má Karl Lagerfeld segir að Adele sé feit. Sem hún er. Netbyggðin fyllist heilagri vandlætingu. Svívirðingunum rignir yfir Karl: Hann er gamall ljótur hommi sem vill að konur séu í vextinum eins og ungir strákar. Hvað segir það um hann, ha? Bakþankar 9. febrúar 2012 06:00
Leiðindi á leiðindi ofan Hver veit hvaða köflum í viðræðum við Evrópusambandið er lokið? Og hverjir eftir? Hver getur svarað því hvað aðild að sambandinu þýðir fyrir Ísland? Förum við á hausinn? Á spenann? Fyllist allt af Evrópubúum hér á landi? Stóreykst útflutningur okkar til Evrópu? Eykst atvinnuleysið og hrynur efnahagurinn? Fjölgar störfum og styrkjast innviðirnir? Missum við réttindi? Aukast réttindin? Hver í ósköpunum veit þetta? Bakþankar 8. febrúar 2012 11:00
50% Svavar - 50% Benidorm Alltaf annað slagið þarf ég að segja sömu gömlu söguna um hvaða lönd ég hef heimsótt, og svara þeirri spurningu hvort ég myndi mæla með ferðalagi til viðkomandi staðar. Sömu gömlu söguna segi ég vegna þess að þeir sem leita ráða um sniðuga ferðakosti ættu ekki að leita til mín. Það er nefnilega svo að mín ferðamennska hefur að töluverðu leyti einskorðast við það að selja þorsk. Borgirnar Hull og Grimsby í Englandi, Bremenhaven í Þýskalandi og Þórshöfn í Færeyjum vekja litla hrifningu; það gerir St. John á Nýfundnalandi ekki heldur og bærinn Alta í Noregi virðist ekki vekja nein sérstök viðbrögð. Já, það er rétt hjá þér. Ég hef aldrei farið á sólarströnd. Það stendur heldur ekki til þar sem ég er þannig búinn frá náttúrunnar hendi að gengi ég um sólarströnd nokkra daga í röð þá myndi ég sennilega fara heim í poka. 50% Svavar og 50% sandur frá Benidorm. Bakþankar 7. febrúar 2012 08:00
Til hamingju, Ísland! Við höfum eignast Barnabókasetur– rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna. Vafalítið á margt gott eftir að koma út úr því sem þar spáð verður og spekúlerað. Það er líka vel hægt að gera barnabókum hærra undir höfði í samfélaginu en þegar er gert. Mikið væri til dæmis gaman ef gerður yrði um þær íslenskur Bakþankar 6. febrúar 2012 06:00
Tilvistarkreppa fausks Það er erfitt að vera fauskur. Samkvæmt fleygum ummælum eru hvítir, kristnir, gagnkynhneigðir, miðaldra karlmenn þeir einu sem ekkert slæmt má segja um. Fyrir vikið virðist mega láta hvað sem er flakka um þá. Í raun vantar mig aðeins byssuleyfið til að vera að margra mati holdgervingur alls sem að er í heiminum. Bakþankar 4. febrúar 2012 06:00
Ég hata þig til dauðadags Ég mun hata þig til dauðadags og óska þér alls ills í hverju einasta skrefi starfsferils þíns.“ Svo segir í bréfi sem metsöluhöfundurinn Alain de Botton skrifaði bókagagnrýnanda sem gaf nýlegri bók hans afleitan dóm. Höfðu kaldar kveðjurnar áhrif á mat gagnrýnandans? Já. Hann settist niður og skrifaði blaðagrein um að ekki væri bók Botton aðeins léleg heldur væri höfundur hennar í ofanálag bandbrjálaður. Bakþankar 3. febrúar 2012 06:00
Moskumótmælin Kirkjuhúsalandslag Íslands er að breytast. Verða moskur, hindúamusteri, sýnagógur og aðrar byggingar trúfélaga við hliðina á "kirkjunum okkar“ í framtíðinni? Nokkrir Íslendingar mótmæla kröftuglega byggingu mosku. Ýmis rök eru færð og hvíslað er um að slíkar byggingar geti orðið gróðrarstíur samfélagslegrar mengunar. Tortryggnisraddir heyrast í samfélaginu. Gagnrýni er góð en rógur ólíðandi. Bakþankar 2. febrúar 2012 06:00
Flutt að heiman Inn um lúguna kom bréf um daginn. Það var stílað á heimasætuna en þó tekið fram að bréfið væri ætlað foreldrunum. Ég reif það upp annars hugar og sá að þetta var tilkynning um skráningu skottunnar í grunnskóla. Fyrstu viðbrögð mín voru að hér væri einhver misskilningur á ferðinni, stelpan rétt nýfædd að mér fannst! Bakþankar 1. febrúar 2012 06:00
Um hvað eru hagfræðingar sammála? Frá bankahruni hafa hagfræðingar verið nokkuð í sviðsljósinu. Stéttin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki varað við ósköpunum en á sama tíma hefur verið leitað til hennar til að skýra hvað gekk hér á. Þá hefur hún verið fyrirferðarmikil í umræðu um nokkur helstu hitamál samtímans svo sem gjaldmiðilinn, verðtrygginguna og Icesave-málið. Í þessum málum og fleiri hafa hagfræðingar viðrað fjölbreyttar skoðanir og virðist Bakþankar 31. janúar 2012 06:00
Hreinskilni einhleypa fólksins Einhleypa fólkið. Hjörð án leiðtoga. Einmana úlfar og úlfynjur sem ráfa um með veiðihárin missýnileg. Þegar einhleypa fólkið brýnir klærnar beitir það oft flóknum brögðum til fella bráð sína. Sumt fólk villir á sér heimildir, lýgur eða spinnur upp sögur sem bráðin fellur kylliflöt fyrir og gerir eftirleikinn auðveldan. Svik hafa hins vegar afleiðingar og oft endar saklaus bráðin með þung lóð í hjarta sínu. Bakþankar 28. janúar 2012 06:00
Takk Ég æddi inn á gjörgæsludeild klukkan 23.45 á sunnudagskvöldi, útgrátin með úfið hár og í inniskóm. Það voru einmitt vaktaskipti og ég hrasaði í flasið á lækni sem var að fara heim. Hún leit á mig og sagði svo: "Sestu niður með mér smástund.“ Hún spurði mig hvern ég væri að heimsækja og rakti svo fyrir mér hvernig staðan væri, hvað væri verið að gera og hvað væri hægt að gera. Vaktin hennar var búin, hún var á leið heim eftir örugglega erfiðan dag en gaf sér samt tíma fyrir mig. Bakþankar 27. janúar 2012 06:00
Æfðu þig, barn, æfðu þig Ég man vel hvað ég hugsaði á mínum fyrstu tónleikum átta ára gömul: "Hvað er ég að gera fyrir framan allt þetta fólk?" Í fátinu sem varð eftir að ég hafði klárað að spila lagið mitt gleymdi ég nótunum á píanóinu. Rak tánna fast í þegar ég hljóp til baka að ná í þær. Bakþankar 26. janúar 2012 06:00
Mamma Bobba starfrækir mig Allir þekkja þá tilhlökkun sem fylgir því að flytja að heiman. Að skapa sér eigin tilveru og skera á naflastrenginn við ma og pa. Bakþankar 25. janúar 2012 06:00
Svo lengi lærir sem lifir Ég las sögu í háskóla. Hafði gaman af því, svona heilt yfir séð. Þegar árin liðu komst ég í þá aðstöðu að sitja við og kynna mér sögu iðnaðar í þessu landi. Bakþankar 24. janúar 2012 06:00
Heitstrenging Jay-Z Í síðustu viku bárust þau tíðindi um heimsbyggðina að bandaríski rapparinn Jay-Z hefði svarið þess dýran eið að hætta að kalla konur "tíkur“. Ástæðan fyrir þessari róttæku viðhorfsbreytingu var sú að honum og eiginkonu hans, söngkonunni Beyoncé, varð dóttur auðið. Ábyrgðarkenndin sem hvolfdist yfir kappann þegar snótin, sem gefið var nafnið Blue Ivy Carter, kom í heiminn hafði víst þessar gleðilegu afleiðingar. Samkvæmt frétt Vísisvefsins af heitstrengingu Jay-Z settist hann niður og orti ljóð í tilefni fæðingarinnar þar sem hann heitir því að bregða ekki orðinu "tík“ fyrir sig aftur. Bakþankar 23. janúar 2012 06:00
Lög unga fólksins Um daginn settumst við nokkrir vinir inn á kaffihús og hugðumst eiga notalegt spjall um daginn og veginn. Okkur til nokkurrar undrunar bar þá svo við að á kaffihúsinu voru tónleikar þannig að ekki var annað í boði en að sitja og hlusta á tónlist. Bakþankar 21. janúar 2012 06:00
Falskur söngur heykvíslakórsins Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? Geir stal kökunni úr krúsinni í gær. "Ha, ég? Ekki satt.“ Hver þá? "Björgólfur stal kökunni úr krúsinni í gær.“ Bakþankar 20. janúar 2012 06:00
Góðan dag, kæri vinur Ég stóð í forstofu Barnaskóla Reykjavíkur og horfði á kennara taka á móti drengjum í skólann. Þeim mætti ekki aðeins hlýtt viðmót heldur kveðjan: "Góðan dag, kæri vinur.“ Í þessum skóla, eins og öðrum góðum menntastofnunum, er fólk ræktað. Góðan daginn er ljómandi ávarp, en varð elskulegt þegar kæri vinurinn bættist við. Kennararnir vanda málfar sitt, eru vinir nemenda sinna og nefna þá vini. Ég er viss um, að svo vinsamleg ávörp hafa góð áhrif á nemendur, á kennarana sjálfa, á skólabrag og þar með uppeldisaðstæður. Síðan seytlar þessi vinátta upp úr skólatöskum og úr barnamunnum inn á heimilin. Hvernig við tölum við hvert annað skiptir máli. Bakþankar 19. janúar 2012 06:00
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun