Sleppt og haldið Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar 28. febrúar 2012 11:00 Maður einn er á leið á áfangastað og má engan tíma missa. Eftir stutta för kemur hann að gatnamótum þar sem hann þarf að velja á milli tveggja vega. Annar liggur í vestur og hinn í austur en báðir hlykkjast þeir með tíð og tíma til norðurs í átt að áfangastaðnum. Maðurinn er ekki kunnugur vegunum, lætur kylfu ráða kasti og fer í vestur. Nokkrum tímum síðar er hann kominn á áfangastað en hann er seinn og verður því pirraður. Nú gæti maðurinn eftir þetta langa ferðalag bölsótast út í vegvalið. Þær skammir eiga þó aðeins rétt á sér ef hinn vegurinn var styttri. Hafi hann verið lengri getur maðurinn skammast út í það eitt að hafa ekki lagt fyrr af stað. Sé vilji til þess að meta gæði ákvörðunar þar sem einn valkostur af mörgum var valinn, ber nefnilega að líta til fleira en einungis hinna sjáanlegu afleiðinga. Það þarf einnig að líta til þess hvaða afleiðingar aðrar mögulegar ákvarðanir hefðu haft. Þess vegna lítum við þá öðrum augum sem slasa annan við sjálfsvörn en þá sem beita ofbeldi af tilefnislausu. Að líta til allra mögulegra valkosta og afleiðinga er sérstaklega mikilvægt þegar meta skal frammistöðu stjórnenda. Þess vegna er það miður hve sjaldan þeirri nálgun er beitt í þjóðmálaumræðunni. Það er kannski ekki hægt að gera þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir fjalli á þennan veg um málefni en fjölmiðlar, álitsgjafar og kjósendur ættu að gera það. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hreykja sér af því að hafa komið hagvexti af stað á ný. Gott og vel en þar með er umræðunni um árangur stjórnarinnar ekki lokið. Sú spurning stendur eftir hvort annað stjórnarsamstarf hefði náð betri, verri eða sama árangri. Það er vitaskuld ekki auðvelt að svara því en það hlýtur að vera mælikvarðinn sem skipta á kjósendur máli. Svona í ljósi þess að engin meiri háttar ytri áföll hafa dunið hér eftir hrun má til dæmis leiða að því líkur að hagvöxtur hefði einnig glæðst undir annars konar ríkisstjórnarsamstarfi. Enda ákvarðanir stjórnvalda ekki upphaf og endir umsvifa í hagkerfinu. Að sama skapi er það ekki sérlega djúp umræða þegar rætt er um skattastefnu ríkisstjórnarinnar eingöngu út frá beinum áhrifum hennar: þeim að fleiri krónur eru teknar úr vösum skattborgara. Það þarf einnig að líta til þess niðurskurðar ríkisútgjalda sem leggjast hefði þurft í án skattahækkana eða þá þess aukavaxtakostnaðar sem enn meiri hallarekstur ríkisins hefði haft í för með sér. Þótt gagnrýni á skattastefnu ríkisstjórnarinnar eigi að nokkru leyti rétt á sér þá missir hún marks þegar ekki er minnst á afleiðingar hinna valkostanna í stöðunni. Það verður nefnilega ekki sleppt og haldið, allra síst í stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Maður einn er á leið á áfangastað og má engan tíma missa. Eftir stutta för kemur hann að gatnamótum þar sem hann þarf að velja á milli tveggja vega. Annar liggur í vestur og hinn í austur en báðir hlykkjast þeir með tíð og tíma til norðurs í átt að áfangastaðnum. Maðurinn er ekki kunnugur vegunum, lætur kylfu ráða kasti og fer í vestur. Nokkrum tímum síðar er hann kominn á áfangastað en hann er seinn og verður því pirraður. Nú gæti maðurinn eftir þetta langa ferðalag bölsótast út í vegvalið. Þær skammir eiga þó aðeins rétt á sér ef hinn vegurinn var styttri. Hafi hann verið lengri getur maðurinn skammast út í það eitt að hafa ekki lagt fyrr af stað. Sé vilji til þess að meta gæði ákvörðunar þar sem einn valkostur af mörgum var valinn, ber nefnilega að líta til fleira en einungis hinna sjáanlegu afleiðinga. Það þarf einnig að líta til þess hvaða afleiðingar aðrar mögulegar ákvarðanir hefðu haft. Þess vegna lítum við þá öðrum augum sem slasa annan við sjálfsvörn en þá sem beita ofbeldi af tilefnislausu. Að líta til allra mögulegra valkosta og afleiðinga er sérstaklega mikilvægt þegar meta skal frammistöðu stjórnenda. Þess vegna er það miður hve sjaldan þeirri nálgun er beitt í þjóðmálaumræðunni. Það er kannski ekki hægt að gera þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir fjalli á þennan veg um málefni en fjölmiðlar, álitsgjafar og kjósendur ættu að gera það. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hreykja sér af því að hafa komið hagvexti af stað á ný. Gott og vel en þar með er umræðunni um árangur stjórnarinnar ekki lokið. Sú spurning stendur eftir hvort annað stjórnarsamstarf hefði náð betri, verri eða sama árangri. Það er vitaskuld ekki auðvelt að svara því en það hlýtur að vera mælikvarðinn sem skipta á kjósendur máli. Svona í ljósi þess að engin meiri háttar ytri áföll hafa dunið hér eftir hrun má til dæmis leiða að því líkur að hagvöxtur hefði einnig glæðst undir annars konar ríkisstjórnarsamstarfi. Enda ákvarðanir stjórnvalda ekki upphaf og endir umsvifa í hagkerfinu. Að sama skapi er það ekki sérlega djúp umræða þegar rætt er um skattastefnu ríkisstjórnarinnar eingöngu út frá beinum áhrifum hennar: þeim að fleiri krónur eru teknar úr vösum skattborgara. Það þarf einnig að líta til þess niðurskurðar ríkisútgjalda sem leggjast hefði þurft í án skattahækkana eða þá þess aukavaxtakostnaðar sem enn meiri hallarekstur ríkisins hefði haft í för með sér. Þótt gagnrýni á skattastefnu ríkisstjórnarinnar eigi að nokkru leyti rétt á sér þá missir hún marks þegar ekki er minnst á afleiðingar hinna valkostanna í stöðunni. Það verður nefnilega ekki sleppt og haldið, allra síst í stjórnmálum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun