Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Leiðtogar ríkisstjórnarinnar kynna þingmálaskrá vegna komandi þingvetrar á blaðamannafundi í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ríflega 150 mál í þingmálaskránni, sum endurflutt og önnur ný af nálinni. Líkt og venja er eru það einnig mismörg mál sem hver ráðherra hyggst leggja fyrir þingið hverju sinni. Innlent 9. september 2025 09:32
Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Í dag kemur Alþingi saman þegar 157. löggjafarþing verður sett. Verkefnin verða víst ærin fyrir okkur þingmenn, svo mikið er víst af lestri fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar sem boðar m.a. miklar skattahækkanir. Skoðun 9. september 2025 08:32
„Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Niðurskurðarhnífur stjórnvalda nær til bókasafnssjóðs rithöfunda að þessu sinni samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2026 sem kynnt voru í morgun. Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur, sem skrifað hefur fjölda barna- og unglingabóka, segir þetta kaldar kveðjur á degi læsis. Innlent 8. september 2025 15:52
Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi geti orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillöguna kæmi hún til framkvæmda á næsta ári. Innlent 8. september 2025 15:15
Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 segir að áhrif breytinga á skattlagningu á notkun bifreiða muni hafa meiri áhrif á karla en konur. Þá segir að við álagningu opinberra gjalda í ár hafi konur fengið 19 prósent af ávinningi af samnýtingu skattþrepa en karlar 81 prósent. Til stendur að afnema heimild til samsköttunar hjóna og sambúðarfólks milli skattþrepa. Innlent 8. september 2025 14:11
Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu. Innlent 8. september 2025 12:28
„Allir vilja alltaf meira“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist aðeins geta þakkað samráðherrum sínum fyrir gott samráð við gerð fjárlaga, sem kynnt voru í morgun. „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða.“ Innlent 8. september 2025 10:18
Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaða- og fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 9, þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Beina textalýsingu frá fundinum og um efni frumvarpsins má finna neðst í fréttinni. Innlent 8. september 2025 07:22
Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fjölgun erlendra fanga stafa meðal annars af fólki sem dvelji ólöglega á landinu sem flytja á á brott og aukningu í skipulagðri brotastarfsemi. Hún setja á laggirnar mælaborð um útlendinga sem dvelja hérlendis þar sem meðal annars hægt verði að sjá hlutfall ákveðinna þjóðerna og atvinnuþátttöku. Innlent 6. september 2025 14:18
Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Kæru þingmenn. Ég skil að þið séuð mögulega illa hvíldir eftir málþófið fyrir sumarfríið eða í hringiðu pólitískrar hávaðamengunar. Ég skil líka einkenni pólitískra varnarviðbragða sem byggjast á skoðanakönnunum, pólitískri hollustu og valdaþörf. Skoðun 5. september 2025 15:03
Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Þrenn félagasamtök fengu saman 16,8 milljónir króna í styrki frá ríkinu á sama tíma og þau ráku mál gegn Landsneti vegna framkvæmda við háspennulínur og flutningskerfið. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir skýrslu um hvort opinberir styrkir hefðu verið nýttir til að kosta málarekstur af því tagi. Innlent 5. september 2025 11:44
252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Alls hafa 252,6 milljónir króna runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á síðustu tíu árum. Engar greiðslur voru hins vegar í ríkissjóð úr dánarbúum árin 2015 til 2018. Innlent 5. september 2025 08:49
„Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að efnahagsmálin muni spila stórt hlutverk í komandi þingvetri. Þeir lýsa báðir þinglokunum í sumar sem vonbrigðum en fulltrúi minnihlutans segir umræðuna þar ekki hafa verið þeim til sóma. Innlent 4. september 2025 20:39
Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Fylgi Viðreisnar dalar um tæp tvö prósentustig á milli mánaða í skoðanakönnun Gallup. Breytingar á fylgi annarra flokka eru innan skekkjumarka. Samfylkingin mælist enn langstærsti flokkurinn með rúmlega þriðjungsfylgi. Innlent 2. september 2025 08:47
Nýtt örorkulífeyriskerfi Í dag tekur gildi nýtt örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfi. Kerfi sem markar tímamót í baráttunni gegn fátækt, einmanaleika og því að festast í vanvirkni og kvíða án þess að geta brotist út úr þeim döpru aðstæðum. Um árabil hafa stjórnvöld reynt að plástra kerfi sem varla nokkur sála hefur getað skilið. Flókið, óréttlátt og skrítð kerfi svo ekki sé fastar að orði kveðið. Skoðun 1. september 2025 14:00
Biðjast ekki afsökunar Fundarmenn á flokksráðsfundi Vinstri grænna felldu í dag ályktun um að biðjast afsökunar á breytingum sem síðasta ríkisstjórn gerði á útlendingalögum. Innlent 31. ágúst 2025 21:23
„Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir mikinn létti að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið nýjan þingflokksformann. Hún hafi kviðið vetrinum undir fráfarandi forystu. Innlent 31. ágúst 2025 10:17
Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Sjálfstæðisflokkurinn skipti um þingflokksformann í dag. Formaður flokksins segir breytinguna ekki tengjast ólíkum fylkingum innan flokksins. Nýi þingflokksformaðurinn telur að þjóðin sé orðin þreytt á málþófi. Innlent 30. ágúst 2025 21:28
Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á greiðslumati til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Þá stefnir hún á að einfalda regluverk í kringum íbúðauppbyggingu og skorar á verktaka að lækka verð á óseldum íbúðum. Innlent 30. ágúst 2025 19:18
Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Adolfsson var staðfestur í embætti þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi þingflokksins í Valhöll dag. Hildur Sverrisdóttir, forveri hans í embætti, tilkynnti um afsögn sína í gær. Innlent 30. ágúst 2025 12:45
Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun tilnefna Ólaf Adolfsson sem þingflokksformann. Þetta herma heimildir fréttastofu en Ólafur mun þá taka við af Hildi Sverrisdóttur. Hann er dyggur stuðningsmaður Guðrúnar og góður vinur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Innlent 30. ágúst 2025 06:18
Guðrún hrókerar í þingflokknum Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun tilnefna nýjan þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Sá mun taka við af Hildi Sverrisdóttur, sem sagði af sér í dag til að forða flokknum frá innri átökum, að eigin sögn. Innlent 29. ágúst 2025 22:15
Hildur segir af sér til að forðast átök Hildur Sverrisdóttir hefur sagt af sér sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Segist hún gera þetta til að forðast átök, þar sem formaður Sjálfstæðisflokksins muni tilnefna annan þingmann sem formann þingflokks. Hildur heldur samt áfram sem þingmaður flokksins. Innlent 29. ágúst 2025 20:12
Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Það er fjölbreytt dagskrá að vanda í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Fyrstur kemur Davíð Þór Björgvinsson, prófessor í lögfræði, og ræðir um fullveldishugtakið í tengslum við hugsanlega aðildarumsókn að ESB og fer meðal annars yfir nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá sem verða að eiga sér stað í slíku ferli. Innlent 24. ágúst 2025 09:45
Gjörólíkt gengi frá kosningum Samfylkingin mælist með 31,6 prósenta fylgi í nýrri könnun Maskínu og hefur ekki mælst hærri í könnunum fyrirtækisins. Fylgið er helmingi meira en í kosningunum fyrir níu mánuðum á meðan fylgi Flokks fólksins hefur helmingast. Innlent 21. ágúst 2025 15:01
50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Á undanförnum árum hefur Ísland upplifað metfjölgun íbúa á stuttum tíma. Frá árinu 2017 hefur þjóðinni fjölgað um 50 þúsund manns sem er fimmtánföld fólksfjölgun miðað við meðaltal Evrópusambandsins og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Skoðun 20. ágúst 2025 10:32
Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Umtalsverður samdráttur er væntanlegur í fjölda íbúða í byggingu. Verktakar kvarta yfir háum fjármagnskostnaði og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir vítahring hafa myndast. Innlent 9. ágúst 2025 00:22
Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Flokkur fólksins hefur varið einni og hálfri milljón króna í auglýsingar á Meta þann tíma sem flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn, sem er næstum því jafn mikið og allir hinir flokkarnir samanlagt. Frá áramótum hefur Framsókn keypt næstmest af auglýsingum á miðlum Marks Zuckerbergs en síðasta áratug hefur hlutfall auglýsingatekna sem rennur til innlendra miðla minnkað verulega. Innlent 8. ágúst 2025 17:09
Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Fimmtán prósenta tollur á vörur frá Íslandi hefur tekið gildi í Bandaríkjunum. Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í morgun til að ræða þá breyttu stöðu sem uppi er í heimi alþjóðaviðskipta. Tollar Bandaríkjastjórnar og mögulegar verndaraðgerðir Evrópusambandsins á járnblendi voru á dagskrá fundarins þar sem sérfræðingar utanríkisráðuneytisins mættu. Innlent 7. ágúst 2025 13:16
Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Fundur hófst í utanríkismálanefnd Alþingis nú klukkan tíu þar sem tollahækkanir Bandaríkjastjórnar á íslenskar vörur og fyrirhugaðar verndaraðgerðir ESB vegna innflutnings á járnblendi eru til umræðu. Tollar Bandaríkjastjórnar tóku gildi í dag og verður nú fimmtán prósenta tollur lagður á útfluttar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. Innlent 7. ágúst 2025 10:12
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent